Efnahagsstefnan sé að ýta fólki í verðtryggð lán Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. apríl 2024 20:25 Ásgeir Brynjar Torfason er ritstjóri Vísbendingar. Sprengisandur Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri Vísbendingar og sérfræðingur um efnahagsmál telur óhætt að lækka stýrivexti „Þetta er náttúrulega eitt stærsta efnahagsmálið núna. Það sem er kannski búið að breytast frá Covid-tímanum, að þá var þetta svona eins um allan heim. Það sem gerðist eftir Covid síðan er að verðbólgan rauk upp, en núna er hún að fara mismunandi niður,“ sagði Ásgeir í viðtali á Sprengisandi í dag. Hann segir verðbólguna hafa tekið að lækka á Íslandi sem betur fer. Hún sé þó enn um 6 prósent, sem er um tvöfalt meira en í löndunum í kringum okkur. Talsvert hefur verið fjallað um efnahagsmál á Vísbendingu. Ásgeir segir að nýir kjarasamningar þar sem samið var um hóflegar launahækkanir hafi jákvæð áhrif á verðbólguvæntingar. „En það eru ennþá ýmis merki um þrýsting þó hún hafi lækkað niður í sex. Virknin af aðgerðunum er með svo mikilli tímatöf, þannig að núna er kannski lækkunin að verða vegna stýrivaxtahækkunnar sem gerð var fyrir ári síðan, og þetta er svolítið vandinn,“ segir Ásgeir. Virkni peningastefnunnar ekki almennileg vegna verðtryggingarinnar En er þetta nýr veruleiki að þetta taki svona langan tíma, eða hvað? „Neinei það er alveg þekkt. það sem að hefur verið vandinn hér á landi, miðað við önnur lönd, út af verðtryggingunni, að þá hefur í raun og veru virkni peningastefnunnar ekki verið almennileg. Þegar að vextirnir eru hækkaðir er því svona bara flatt út og frestað til efri áranna að verða blankur,“ segir Ásgeir. Peningastefnan virki bara þegar fólk er með óverðtryggð lán, því háar afborganir af lánunum dragi úr neyslu. Hann segir að eina efnahagsstefnan hér á landi í þessari miklu verðbólgu virðast vera að ýta fólki til baka í verðtryggðu lánin. Peningastefnan virki því ekki sem skyldi. Ásgeir segir húsnæðisverð hafa hækkað hér á landi vegna skorts á húsnæði. Háir stýrivextir geri það svo að verkum að það verður dýrara að byggja, sem þrýstir húsnæðisverði enn frekar upp. Þetta sé ákveðinn vítahringur. Ásgeir Brynjar ræddi efnahagsmál á Sprengisandi í morgun. Efnahagsmál Sprengisandur Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Sjá meira
„Þetta er náttúrulega eitt stærsta efnahagsmálið núna. Það sem er kannski búið að breytast frá Covid-tímanum, að þá var þetta svona eins um allan heim. Það sem gerðist eftir Covid síðan er að verðbólgan rauk upp, en núna er hún að fara mismunandi niður,“ sagði Ásgeir í viðtali á Sprengisandi í dag. Hann segir verðbólguna hafa tekið að lækka á Íslandi sem betur fer. Hún sé þó enn um 6 prósent, sem er um tvöfalt meira en í löndunum í kringum okkur. Talsvert hefur verið fjallað um efnahagsmál á Vísbendingu. Ásgeir segir að nýir kjarasamningar þar sem samið var um hóflegar launahækkanir hafi jákvæð áhrif á verðbólguvæntingar. „En það eru ennþá ýmis merki um þrýsting þó hún hafi lækkað niður í sex. Virknin af aðgerðunum er með svo mikilli tímatöf, þannig að núna er kannski lækkunin að verða vegna stýrivaxtahækkunnar sem gerð var fyrir ári síðan, og þetta er svolítið vandinn,“ segir Ásgeir. Virkni peningastefnunnar ekki almennileg vegna verðtryggingarinnar En er þetta nýr veruleiki að þetta taki svona langan tíma, eða hvað? „Neinei það er alveg þekkt. það sem að hefur verið vandinn hér á landi, miðað við önnur lönd, út af verðtryggingunni, að þá hefur í raun og veru virkni peningastefnunnar ekki verið almennileg. Þegar að vextirnir eru hækkaðir er því svona bara flatt út og frestað til efri áranna að verða blankur,“ segir Ásgeir. Peningastefnan virki bara þegar fólk er með óverðtryggð lán, því háar afborganir af lánunum dragi úr neyslu. Hann segir að eina efnahagsstefnan hér á landi í þessari miklu verðbólgu virðast vera að ýta fólki til baka í verðtryggðu lánin. Peningastefnan virki því ekki sem skyldi. Ásgeir segir húsnæðisverð hafa hækkað hér á landi vegna skorts á húsnæði. Háir stýrivextir geri það svo að verkum að það verður dýrara að byggja, sem þrýstir húsnæðisverði enn frekar upp. Þetta sé ákveðinn vítahringur. Ásgeir Brynjar ræddi efnahagsmál á Sprengisandi í morgun.
Efnahagsmál Sprengisandur Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Sjá meira