Eftir markalausan fyrri hálfleik þá lifnaði heldur betur yfir leiknum í síðari hálfleik. Gestirnir fengu vítaspyrnu þegar tæplega klukkustund var liðin og úr henni skoraði Paulo Dybala. Sú forystu entist þó ekki lengi en Mathias Olivera jafnaði metin fyrir heimamenn aðeins sex mínútum síðar.
Þegar sex mínútur voru til loka venjulegs leiktíma fengu heimamenn svo vítaspyrnu. Victor Osimhen fór á punktinn og kom Napolí í 2-1. Það var svo áðurnefndur Abraham sem jafnaði metin á 89. mínútu leiksins. Staðan orðin 2-2 og reyndust það lokatölur að þessu sinni.
⏱️ FT | Che partita al Maradona!!! Pareggio pirotecnico ricco di emozioni!!! 🎇🎆#NapoliRoma 2-2 pic.twitter.com/TCa71WOkGo
— Lega Serie A (@SerieA) April 28, 2024
Roma er sem stendur með 59 stig í 5. sæti, fjórum minna en Bologna sem er sæti ofar en aðeins tveimur meira en Atalanta sem er sæti neðar og á leik til góða. Napolí, sem varð meistari á síðustu leiktíð, er í 8. sæti með 50 stig.