Leggja til að stofna launasjóð afreksíþróttafólks á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2024 16:31 Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ og formaður starfshópsins sést hér með Ásmundi Einarr Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra. Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, fylgist með í bakgrunni. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kynnti í dag niðurstöður úr starfshópi sínum um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks hér á landi. Þar má finna nýja framtíðarsýn á afreksíþróttastarfið á Íslandi. Hlutverk starfshópsins var að yfirfara og leggja til breytingar á fyrirkomulagi, löggjöf og öðru sem hópurinn taldi þurfa til að stuðningur við afreksíþróttafólk á Íslandi verði í fremstu röð. Staða og umgjörð afreksíþrótta á Íslandi var greind og í skýrslunni voru settar fram tillögur að nýrri nálgun í afreksmálum og aðgerðum til nokkurra ára. Unnu tillögurnar í góðu samráði Hugmyndir um eflingu afreksstarfs á Íslandi sem voru settar fram í dag í nýrri skýrslu eru byggðar á álitum fjölmargra álitsgjafa frá íþróttahreyfingunni, stjórnvöldum, skólakerfi, atvinnulífi og öðrum hagsmunaaðilum. Mikil áhersla var lögð á að vinna tillögurnar í góðu samráði og samvinnu við hagsmunaaðila. Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ og formaður starfshópsins, Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ.Vísir/Vilhelm Vésteinn Hafsteinsson var formaður starfshópsins en umfangsmikið samráð og upplýsingaöflun meðal innlendra og erlendra álitsgjafa hefur átt sér stað í tengslum við vinnu hópsins. Lögð var áhersla á að nýta það besta frá erlendum fyrirmyndum og aðlaga þær íslenskum aðstæðum. Stofna Afreksmiðstöð Íslands Mikilvægustu tillögur starfshópsins er að stofna Afreksmiðstöð Íslands, samræma betur afreksstefnu ÍSÍ og sérsambanda auk þess að skilgreina betur afrek. Þá þarf að auka stuðning sveitarfélaga vegna þátttöku í landsliðsverkefnum og ekki síst stofna sérstakan launasjóð afreksíþróttafólks og íþróttaþjálfara. Íþróttafólkið fengi þá launþegasamninga sem tryggir um leið vinnumarkaðstengd réttindi. Afreksmiðstöð Íslands geri einnig samninga við einkarekna starfsemi um heilbrigðisþjónustu fyrir afreksíþróttafólk, skjólstæðingar AMÍ fái ráðgjöf vegna skatta, lífeyrismála og trygginga og komið verði á betra fyrirkomulagi vegna tryggingamála íþróttahreyfingarinnar. Afrekssjóður verði hækkaður Þarna er líka farið yfir kostnaðarþátttökuna í afreksstarfinu. Auka þarf fjármagn til íþróttahreyfingarinnar frá ríki og sveitarfélögum svo hægt sé að lágmarka kostnaðarþátttöku iðkenda í landsliðsstarfi. Það er því lagt til að afrekssjóður verði hækkaður því styðja þarf sérstaklega við næstu kynslóð afreksíþróttafólks. Auka þarf framlög til Ferðasjóðs íþróttafélaga til að koma til móts við aukinn ferðakostnað einstaklinga og félaga af landsbyggðinni. Tryggja þarf betri samninga vegna ferðalaga þátttakenda í afreksstarfi innanlands sem utan, æskilegt að fyrirkomulag Loftbrúar sé endurskoðað svo styðji betur við þátttöku í afreksstarfi. Aðgengi að gistiaðstöðu á höfuðborgarsvæðinu verði tryggt fyrir þátttakendur í afreksstarfi gegn hóflegu gjaldi. Vilja draga úr brotthvarfi unglinga úr íþróttum Það er líka mikilvægt að kanna afreksstarf á ólíkum skólastigum. Koma með tillögur um aðgerðir til að hlúa að efnilegu íþróttafólki og draga úr brotthvarfi unglinga úr íþróttum. Efla þarf samvinnu og tengsl AMÍ við grunnskólastigið og þjálfun ungmenna í íþróttafélögunum auk foreldrafræðslu. ÍSÍ Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Grindavík | Slagur upp á líf og dauða Í beinni: FH - Fram | Byrja blóðugt einvígi Í beinni: Inter - Bayern | Hve sterkt er þýska stálið? Í beinni: Real Madrid - Arsenal | Sýna meistararnir töfrana sem þarf? Viðar Örn að glíma við meiðsli Í beinni: Valur - FH | Stefna hátt með nýjum stjórnendum Í beinni: Víkingur - Þór/KA | Spennandi slagur í Víkinni Í beinni: Tindastóll - FHL | Sögulegur leikur á Króknum Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Sjá meira
Hlutverk starfshópsins var að yfirfara og leggja til breytingar á fyrirkomulagi, löggjöf og öðru sem hópurinn taldi þurfa til að stuðningur við afreksíþróttafólk á Íslandi verði í fremstu röð. Staða og umgjörð afreksíþrótta á Íslandi var greind og í skýrslunni voru settar fram tillögur að nýrri nálgun í afreksmálum og aðgerðum til nokkurra ára. Unnu tillögurnar í góðu samráði Hugmyndir um eflingu afreksstarfs á Íslandi sem voru settar fram í dag í nýrri skýrslu eru byggðar á álitum fjölmargra álitsgjafa frá íþróttahreyfingunni, stjórnvöldum, skólakerfi, atvinnulífi og öðrum hagsmunaaðilum. Mikil áhersla var lögð á að vinna tillögurnar í góðu samráði og samvinnu við hagsmunaaðila. Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ og formaður starfshópsins, Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ.Vísir/Vilhelm Vésteinn Hafsteinsson var formaður starfshópsins en umfangsmikið samráð og upplýsingaöflun meðal innlendra og erlendra álitsgjafa hefur átt sér stað í tengslum við vinnu hópsins. Lögð var áhersla á að nýta það besta frá erlendum fyrirmyndum og aðlaga þær íslenskum aðstæðum. Stofna Afreksmiðstöð Íslands Mikilvægustu tillögur starfshópsins er að stofna Afreksmiðstöð Íslands, samræma betur afreksstefnu ÍSÍ og sérsambanda auk þess að skilgreina betur afrek. Þá þarf að auka stuðning sveitarfélaga vegna þátttöku í landsliðsverkefnum og ekki síst stofna sérstakan launasjóð afreksíþróttafólks og íþróttaþjálfara. Íþróttafólkið fengi þá launþegasamninga sem tryggir um leið vinnumarkaðstengd réttindi. Afreksmiðstöð Íslands geri einnig samninga við einkarekna starfsemi um heilbrigðisþjónustu fyrir afreksíþróttafólk, skjólstæðingar AMÍ fái ráðgjöf vegna skatta, lífeyrismála og trygginga og komið verði á betra fyrirkomulagi vegna tryggingamála íþróttahreyfingarinnar. Afrekssjóður verði hækkaður Þarna er líka farið yfir kostnaðarþátttökuna í afreksstarfinu. Auka þarf fjármagn til íþróttahreyfingarinnar frá ríki og sveitarfélögum svo hægt sé að lágmarka kostnaðarþátttöku iðkenda í landsliðsstarfi. Það er því lagt til að afrekssjóður verði hækkaður því styðja þarf sérstaklega við næstu kynslóð afreksíþróttafólks. Auka þarf framlög til Ferðasjóðs íþróttafélaga til að koma til móts við aukinn ferðakostnað einstaklinga og félaga af landsbyggðinni. Tryggja þarf betri samninga vegna ferðalaga þátttakenda í afreksstarfi innanlands sem utan, æskilegt að fyrirkomulag Loftbrúar sé endurskoðað svo styðji betur við þátttöku í afreksstarfi. Aðgengi að gistiaðstöðu á höfuðborgarsvæðinu verði tryggt fyrir þátttakendur í afreksstarfi gegn hóflegu gjaldi. Vilja draga úr brotthvarfi unglinga úr íþróttum Það er líka mikilvægt að kanna afreksstarf á ólíkum skólastigum. Koma með tillögur um aðgerðir til að hlúa að efnilegu íþróttafólki og draga úr brotthvarfi unglinga úr íþróttum. Efla þarf samvinnu og tengsl AMÍ við grunnskólastigið og þjálfun ungmenna í íþróttafélögunum auk foreldrafræðslu.
ÍSÍ Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Grindavík | Slagur upp á líf og dauða Í beinni: FH - Fram | Byrja blóðugt einvígi Í beinni: Inter - Bayern | Hve sterkt er þýska stálið? Í beinni: Real Madrid - Arsenal | Sýna meistararnir töfrana sem þarf? Viðar Örn að glíma við meiðsli Í beinni: Valur - FH | Stefna hátt með nýjum stjórnendum Í beinni: Víkingur - Þór/KA | Spennandi slagur í Víkinni Í beinni: Tindastóll - FHL | Sögulegur leikur á Króknum Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Sjá meira