„Fann það þegar ég vaknaði í morgun að þetta var lúmskt áfall“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. maí 2024 20:56 Systkinin Aron Már og Birta Líf Ólafsbörn. Vísir/Arnar Litlu mátti muna að illa færi þegar eldur kviknaði í gróðri við sumarbústað í Borgarfirði í gær. Eldurinn breiddist út á ógnarhraða út frá örlitlum neista og eigendurnir stóðu eftir bjargarlausir. Systkinin Aron Már Ólafsson og Birta Líf Ólafsdóttir hafa undanfarna mánuði verið að byggja sér sumarbústað í þéttri sumarbústaðabyggð í Munaðarnesi í Borgarfirði, steinsnar frá sumarbústað föður þeirra. Framkvæmdir standa enn sem hæst og vatn ekki enn komið á. Feðgarnir voru að snyrta tré fyrir framan annan bústaðinn með vélsög í gær þegar neisti úr söginni barst í gróður við fætur þeirra og upp blossaði eldur. „Ég sé að það er búinn að myndast smá eldur þarna þannig ég fer og slekk hann. Svo lít ég til hliðar og þar er annar eldur aðeins lengra í burtu og ég fer og slekk hann. Svo er allt í einu komin eldur á öðrum stað. Þetta byrjaði að dreifa sér undir mosanum. Og svo allt í einu bara... ekkert sem ég gat gert.“ Tvær mínútur liðu frá því Birta varð fyrst vör við að eitthvað gengi á og þar til hún áttaði sig á umfanginu. „Ég hleyp út og þá er allt logandi. Og sáum þetta færast svo hratt í átt að okkar bústað þar sem við vorum með alla krakkana,“ segir Birta. Bálið varð stjórnlaust á örskotsstundu og hringt var á slökkvilið. Aron og fleiri vaskir menn reyndu þó eftir bestu getu að hafa hemil á eldinum. Aron var raunar svo útsettur fyrir reyknum að honum var gefið súrefni á vettvangi. „Svo festumst við inni á einhverjum tímapunkti, fengum gusu af reyk yfir okkur. Þetta var hræðilegt. Og þegar ég tala um þetta núna... ég fann það alveg þegar ég vaknaði í morgun að þetta var lúmskt áfall,“ segir Aron. Þá mátti litlu muna að annar bústaðurinn yrði eldinum að bráð. „Ég held að slökkviliðið hafi sagt við eitthvert okkar að við höfum verið tveimur mínútum frá því að missa bústaðinn hans pabba.“ Slökkviliðið réð loks niðurlögum eldsins en systkinin vilja verða öðrum víti til varnaðar. „Fara varlega í sveitnni!“ segir Aron. „Og þú stjórnar ekki náttúrunni, hún ræður svolítið,“ bætir Birta við áður en Aron grípur boltann aftur. „Vera viðbúin! Vera með drasl til að slökkva svona dót. Við vorum ekki með það.“ Slökkvilið Borgarbyggð Tengdar fréttir Sinueldur í Munaðarneslandi Sinueldur logar í Munaðarneslandi á Vesturlandi. Viðbragðsaðilum hefur tekist að ná tökum á brunanum en enn logar í einhverjum glæðum. Svæðið sem brann var ekki stórt en á mjög erfiðu svæði þar sem eldurinn átti upptök sín í birkiskógi. 1. maí 2024 16:15 Sinueldur í Reykjanesbæ Sinueldur logar í Grænásbrekku í Reykjanesbæ. Slökkviliðsmenn eru á vettvangi og gengur vel að ná tökum á brunanum. 25. apríl 2024 14:27 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Systkinin Aron Már Ólafsson og Birta Líf Ólafsdóttir hafa undanfarna mánuði verið að byggja sér sumarbústað í þéttri sumarbústaðabyggð í Munaðarnesi í Borgarfirði, steinsnar frá sumarbústað föður þeirra. Framkvæmdir standa enn sem hæst og vatn ekki enn komið á. Feðgarnir voru að snyrta tré fyrir framan annan bústaðinn með vélsög í gær þegar neisti úr söginni barst í gróður við fætur þeirra og upp blossaði eldur. „Ég sé að það er búinn að myndast smá eldur þarna þannig ég fer og slekk hann. Svo lít ég til hliðar og þar er annar eldur aðeins lengra í burtu og ég fer og slekk hann. Svo er allt í einu komin eldur á öðrum stað. Þetta byrjaði að dreifa sér undir mosanum. Og svo allt í einu bara... ekkert sem ég gat gert.“ Tvær mínútur liðu frá því Birta varð fyrst vör við að eitthvað gengi á og þar til hún áttaði sig á umfanginu. „Ég hleyp út og þá er allt logandi. Og sáum þetta færast svo hratt í átt að okkar bústað þar sem við vorum með alla krakkana,“ segir Birta. Bálið varð stjórnlaust á örskotsstundu og hringt var á slökkvilið. Aron og fleiri vaskir menn reyndu þó eftir bestu getu að hafa hemil á eldinum. Aron var raunar svo útsettur fyrir reyknum að honum var gefið súrefni á vettvangi. „Svo festumst við inni á einhverjum tímapunkti, fengum gusu af reyk yfir okkur. Þetta var hræðilegt. Og þegar ég tala um þetta núna... ég fann það alveg þegar ég vaknaði í morgun að þetta var lúmskt áfall,“ segir Aron. Þá mátti litlu muna að annar bústaðurinn yrði eldinum að bráð. „Ég held að slökkviliðið hafi sagt við eitthvert okkar að við höfum verið tveimur mínútum frá því að missa bústaðinn hans pabba.“ Slökkviliðið réð loks niðurlögum eldsins en systkinin vilja verða öðrum víti til varnaðar. „Fara varlega í sveitnni!“ segir Aron. „Og þú stjórnar ekki náttúrunni, hún ræður svolítið,“ bætir Birta við áður en Aron grípur boltann aftur. „Vera viðbúin! Vera með drasl til að slökkva svona dót. Við vorum ekki með það.“
Slökkvilið Borgarbyggð Tengdar fréttir Sinueldur í Munaðarneslandi Sinueldur logar í Munaðarneslandi á Vesturlandi. Viðbragðsaðilum hefur tekist að ná tökum á brunanum en enn logar í einhverjum glæðum. Svæðið sem brann var ekki stórt en á mjög erfiðu svæði þar sem eldurinn átti upptök sín í birkiskógi. 1. maí 2024 16:15 Sinueldur í Reykjanesbæ Sinueldur logar í Grænásbrekku í Reykjanesbæ. Slökkviliðsmenn eru á vettvangi og gengur vel að ná tökum á brunanum. 25. apríl 2024 14:27 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Sinueldur í Munaðarneslandi Sinueldur logar í Munaðarneslandi á Vesturlandi. Viðbragðsaðilum hefur tekist að ná tökum á brunanum en enn logar í einhverjum glæðum. Svæðið sem brann var ekki stórt en á mjög erfiðu svæði þar sem eldurinn átti upptök sín í birkiskógi. 1. maí 2024 16:15
Sinueldur í Reykjanesbæ Sinueldur logar í Grænásbrekku í Reykjanesbæ. Slökkviliðsmenn eru á vettvangi og gengur vel að ná tökum á brunanum. 25. apríl 2024 14:27