„Við reyndum eins og við gátum“ Bjarki Sigurðsson skrifar 3. maí 2024 11:45 Ásrún Helga Kristinsdóttir er forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar. Vísir/Ívar Fannar Innviðaráðherra hyggst stofna sérstaka framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur vegna jarðhræringa og áhrifa þeirra á byggð þar og samfélag. Bærinn mun ráðast í einhverjar uppsagnir vegna breytinganna. Verkefni nefndarinnar snúa einkum að samfélagsþjónustu og framkvæmdum og viðgerðum á innviðum bæjarins í ljósi jarðhræringa á svæðinu. Nefndin heyrir undir innviðaráðherra en var stofnuð að beiðni bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar. Einhugur var meðal bæjarfulltrúa um að óska eftir þessari aðstoð. Reyndu hvað þau gátu Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar, segist líta björtum augum til framtíðar bæjarins. „Grindvíkingar eru náttúrulega þekktir fyrir seiglu og við sáum fram á það að þetta myndi lengjast, þessar hamfarir. Kannski hefðum við átt að vera búin að biðja um þessa aðstoð fyrr. En við reyndum eins og við gátum og sáum að þetta var ekki fyrir neina sveitarstjórn eða bæjarfélag að takast á við,“ segir Ásrún. Hér fyrir neðan má sjá blaðamannafund um breytingarnar í heild sinni. Klippa: Blaðamannafundur Svandísar í heild Vegna breytinganna mun Grindavíkurbær ráðast í einhverjar uppsagnir. „Tekjustofninn, hann hefur lækkað. Við stöndum frammi fyrir því að þurfa að draga saman seglin. Þannig við horfum því miður fram á einhverjar uppsagnir,“ segir Ásrún. Ekkert bæjarfélag tekist á við svona áður Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segir stofnun nefndarinnar fordæmalausa í íslensku samfélagi. „Þetta er náttúrulega stærðargráða af náttúruhamförum sem við höfum ekki þurft að eiga við með kerfisbundnum hætti áður, ekki af þessari stærðargráðu. Þarna erum við að tala um heilt bæjarfélag sem er í vanda og horfist í augu við áskoranir sem ekkert bæjarfélag hefur þurft að gera með þessum hætti,“ segir Svandís. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra.Vísir/Ívar Fannar Fjármagn sem nefndin kemur til með að nota mun koma frá ríkinu. „Við gerum ráð fyrir því í þessu frumvarpi að ákvarðanir séu þá og því aðeins teknar að fjármagn liggi fyrir,“ segir Svandís. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira
Verkefni nefndarinnar snúa einkum að samfélagsþjónustu og framkvæmdum og viðgerðum á innviðum bæjarins í ljósi jarðhræringa á svæðinu. Nefndin heyrir undir innviðaráðherra en var stofnuð að beiðni bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar. Einhugur var meðal bæjarfulltrúa um að óska eftir þessari aðstoð. Reyndu hvað þau gátu Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar, segist líta björtum augum til framtíðar bæjarins. „Grindvíkingar eru náttúrulega þekktir fyrir seiglu og við sáum fram á það að þetta myndi lengjast, þessar hamfarir. Kannski hefðum við átt að vera búin að biðja um þessa aðstoð fyrr. En við reyndum eins og við gátum og sáum að þetta var ekki fyrir neina sveitarstjórn eða bæjarfélag að takast á við,“ segir Ásrún. Hér fyrir neðan má sjá blaðamannafund um breytingarnar í heild sinni. Klippa: Blaðamannafundur Svandísar í heild Vegna breytinganna mun Grindavíkurbær ráðast í einhverjar uppsagnir. „Tekjustofninn, hann hefur lækkað. Við stöndum frammi fyrir því að þurfa að draga saman seglin. Þannig við horfum því miður fram á einhverjar uppsagnir,“ segir Ásrún. Ekkert bæjarfélag tekist á við svona áður Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segir stofnun nefndarinnar fordæmalausa í íslensku samfélagi. „Þetta er náttúrulega stærðargráða af náttúruhamförum sem við höfum ekki þurft að eiga við með kerfisbundnum hætti áður, ekki af þessari stærðargráðu. Þarna erum við að tala um heilt bæjarfélag sem er í vanda og horfist í augu við áskoranir sem ekkert bæjarfélag hefur þurft að gera með þessum hætti,“ segir Svandís. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra.Vísir/Ívar Fannar Fjármagn sem nefndin kemur til með að nota mun koma frá ríkinu. „Við gerum ráð fyrir því í þessu frumvarpi að ákvarðanir séu þá og því aðeins teknar að fjármagn liggi fyrir,“ segir Svandís.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira