Auka viðbúnað í aðdraganda Eurovision Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. maí 2024 18:51 Keppnin fer fram á þriðjudag, fimmtudag og laugardag. EPA Sænsk löggæsluyfirvöld hafa aukið viðbúnað í Malmö áður en Eurovision-vikan hefst, bæði vegna keppninnar og mótmælafundanna sem hafa verið boðaðir í borginni á sama tíma. Fram kemur í frétt BBC að lögregla og skipuleggjendur keppninnar segjast undir allt búin og vonist til að keppnin verði „gleðirík“ í ár. Fimmtíu ár eru frá því að sænska hljómsveitin ABBA sigraði Eurovision með laginu Waterloo. Skiptar skoðanir hafa verið á Eurovision-keppninni í ár, sem og önnur ár, vegna framgöngu Ísraels á Gasa. Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, ákváðu fyrr á árinu að meina Ísrael ekki þátttöku í keppninni. Sú ákvörðun vakti furðu margra, í ljósi þess að Rússlandi hefur verið meinuð þátttaka í keppninni frá innrás Rússa í Úkraínu árið 2022. Gert er ráð fyrir að hundrað þúsund manns heimsæki borgina í Eurovision-vikunni. Þá er búist við að 200 milljón manns um heim allan horfi á keppnina. Venju samkvæmt fara undanúrslit fram á þriðju- og fimmtudag og úrslit á laugardag. Sækja liðsauka til Danmerkur og Noregs Hersveitir frá öllum landshlutum Svíþjóðar hafa verið kallaðar til Malmö til þess að standa vörð meðan viðburðir vikunnar fara fram, bæði Eurovision og þeir fjölmörgu mótmælafundir sem hafa verið boðaðir. Þá hefur liðsauki frá Danmörku og Noregi verið kallaður til, að því er kemur fram í frétt BBC. Þá segir að sumir lögreglumenn komi til með að bera stærri vopn en venjulega. Petra Stenkula lögreglustjóri í Malmö segir í samtali við miðilinn að Svíþjóð sé nú þegar á viðbúnaðarstigi fjögur af fimm í tengslum við hryðjuverkaógn. Mótmælin líklega fjölmennari en áður „Það er ljóst að öryggisleysið í heiminum bitnar nú á Eurovision,“ segir Stenkula. Hún segir marga mótmælafundi hafa verið haldna í landinu, sér í lagi í Malmö, gegn þátttöku Ísraela í Eurovision. Ekki hafi stafað ógn af neinum þeirra. Hún segir að vegna keppninnar hafi öryggismyndavélar verið settar upp í borginni, og að auki verði notast við drónamyndavélar í sama tilgangi. Hátt í tuttugu þúsund manns hafa verið að mæta á mótmælafundi í Malmö vegna Palestínu. Stenkula segir lögreglu undir það búna að talsvert fleiri mæti á mótmælafundina í vikunni. Eurovision Svíþjóð Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Fram kemur í frétt BBC að lögregla og skipuleggjendur keppninnar segjast undir allt búin og vonist til að keppnin verði „gleðirík“ í ár. Fimmtíu ár eru frá því að sænska hljómsveitin ABBA sigraði Eurovision með laginu Waterloo. Skiptar skoðanir hafa verið á Eurovision-keppninni í ár, sem og önnur ár, vegna framgöngu Ísraels á Gasa. Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, ákváðu fyrr á árinu að meina Ísrael ekki þátttöku í keppninni. Sú ákvörðun vakti furðu margra, í ljósi þess að Rússlandi hefur verið meinuð þátttaka í keppninni frá innrás Rússa í Úkraínu árið 2022. Gert er ráð fyrir að hundrað þúsund manns heimsæki borgina í Eurovision-vikunni. Þá er búist við að 200 milljón manns um heim allan horfi á keppnina. Venju samkvæmt fara undanúrslit fram á þriðju- og fimmtudag og úrslit á laugardag. Sækja liðsauka til Danmerkur og Noregs Hersveitir frá öllum landshlutum Svíþjóðar hafa verið kallaðar til Malmö til þess að standa vörð meðan viðburðir vikunnar fara fram, bæði Eurovision og þeir fjölmörgu mótmælafundir sem hafa verið boðaðir. Þá hefur liðsauki frá Danmörku og Noregi verið kallaður til, að því er kemur fram í frétt BBC. Þá segir að sumir lögreglumenn komi til með að bera stærri vopn en venjulega. Petra Stenkula lögreglustjóri í Malmö segir í samtali við miðilinn að Svíþjóð sé nú þegar á viðbúnaðarstigi fjögur af fimm í tengslum við hryðjuverkaógn. Mótmælin líklega fjölmennari en áður „Það er ljóst að öryggisleysið í heiminum bitnar nú á Eurovision,“ segir Stenkula. Hún segir marga mótmælafundi hafa verið haldna í landinu, sér í lagi í Malmö, gegn þátttöku Ísraela í Eurovision. Ekki hafi stafað ógn af neinum þeirra. Hún segir að vegna keppninnar hafi öryggismyndavélar verið settar upp í borginni, og að auki verði notast við drónamyndavélar í sama tilgangi. Hátt í tuttugu þúsund manns hafa verið að mæta á mótmælafundi í Malmö vegna Palestínu. Stenkula segir lögreglu undir það búna að talsvert fleiri mæti á mótmælafundina í vikunni.
Eurovision Svíþjóð Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira