„Eftir það fannst mér við bara slökkva ljósin og fara heim“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. maí 2024 20:08 Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Diego Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var ósáttur við stærstan hluta leiksins hjá sínum mönnum gegn Stjörnunni í kvöld. SKagamenn máttu þola 4-1 tap eftir að hafa komist yfir snemma leiks. „Við byrjuðum leikinn sterkt og komumst yfir, fáum svo dauðafæri í stöðunni 1-0 til þess að koma okkur í frábæra stöðu, en eftir það fannst mér við bara slökkva ljósin og fara heim,“ sagði Jón Þór í leiksok. „Við vorum mjög slakir í stöðunni 1-0. Féllum langt niður og vorum rosalega fljótir að falla langt niður og fundum aldrei taktinn aftur. Við héldum boltanum illa og þegar við náðum boltanum þá héldum við honum ekki þannig að þetta var eins og skopparabolti sem þú kastar í vegginn, þú færð hann alltaf í andlitið aftur. Þetta var bara ekki góður dagur.“ Hann segir þó að uppleggið hafi verið að falla neðar á völlinn eftir að hafa komist yfir. „Já við ætluðum að verjast þeim og töluðum um það hvað við ætluðum að gera þegar við værum komnir aftarlega á völlinn. En mér fannst við gera það bara mjög fljótt og í stöðum sem við þurftum ekki að fara svona fljótt niður. Það voru allt of langir kaflar í fyrri hálfleik þar sem við fórum bara beint niður og biðum eftir þeim og misstum taktinn við það.“ „Í 1-0 vorum við bara mjög slakir og náðum ekki að koma okkur aftur í gírinn eftir það fannst mér.“ Þá segir hann það hafa tekið á að sjá sína menn lenda undir stuttu eftir að hafa átt hættulegt skot og einnig að þriðja mark Stjörnunnar hafi komið beint í kjölfarið á þrefaldri skiptingu Skagamanna. „Já og svo erum við líka bara ekki að nýta færin okkar nægilega vel í þessum leik. Við fáum dauðafæri til að koma okkur í 2-0 og svo fáum við fín færi til að koma okkur aftur inn í leikinn í stöðunni 3-1. Síðan fáum við fjórða markið á okkur eftir hornspyrnu og mér finnst nú hafa verið brot í því þegar Örvar rífur Ármann niður og skallar á markið. Það drepur leikinn endanlega.“ „Við vorum búnir að fá fín færi þar á undan minnir mig, en það féll ekki með okkur í færunum í dag.“ Hann segir þó að færasköpunin sé eitthvað sem hann muni reyna að byggja á fyrir næsta leik. „Mér finnst við vera að skapa okkur færi sem við erum ekki að nýta okkur, en við erum þó að skapa sem er jákvætt,“ sagði Jón Þór að lokum. Besta deild karla Stjarnan ÍA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
„Við byrjuðum leikinn sterkt og komumst yfir, fáum svo dauðafæri í stöðunni 1-0 til þess að koma okkur í frábæra stöðu, en eftir það fannst mér við bara slökkva ljósin og fara heim,“ sagði Jón Þór í leiksok. „Við vorum mjög slakir í stöðunni 1-0. Féllum langt niður og vorum rosalega fljótir að falla langt niður og fundum aldrei taktinn aftur. Við héldum boltanum illa og þegar við náðum boltanum þá héldum við honum ekki þannig að þetta var eins og skopparabolti sem þú kastar í vegginn, þú færð hann alltaf í andlitið aftur. Þetta var bara ekki góður dagur.“ Hann segir þó að uppleggið hafi verið að falla neðar á völlinn eftir að hafa komist yfir. „Já við ætluðum að verjast þeim og töluðum um það hvað við ætluðum að gera þegar við værum komnir aftarlega á völlinn. En mér fannst við gera það bara mjög fljótt og í stöðum sem við þurftum ekki að fara svona fljótt niður. Það voru allt of langir kaflar í fyrri hálfleik þar sem við fórum bara beint niður og biðum eftir þeim og misstum taktinn við það.“ „Í 1-0 vorum við bara mjög slakir og náðum ekki að koma okkur aftur í gírinn eftir það fannst mér.“ Þá segir hann það hafa tekið á að sjá sína menn lenda undir stuttu eftir að hafa átt hættulegt skot og einnig að þriðja mark Stjörnunnar hafi komið beint í kjölfarið á þrefaldri skiptingu Skagamanna. „Já og svo erum við líka bara ekki að nýta færin okkar nægilega vel í þessum leik. Við fáum dauðafæri til að koma okkur í 2-0 og svo fáum við fín færi til að koma okkur aftur inn í leikinn í stöðunni 3-1. Síðan fáum við fjórða markið á okkur eftir hornspyrnu og mér finnst nú hafa verið brot í því þegar Örvar rífur Ármann niður og skallar á markið. Það drepur leikinn endanlega.“ „Við vorum búnir að fá fín færi þar á undan minnir mig, en það féll ekki með okkur í færunum í dag.“ Hann segir þó að færasköpunin sé eitthvað sem hann muni reyna að byggja á fyrir næsta leik. „Mér finnst við vera að skapa okkur færi sem við erum ekki að nýta okkur, en við erum þó að skapa sem er jákvætt,“ sagði Jón Þór að lokum.
Besta deild karla Stjarnan ÍA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira