Hamas samþykkir vopnahléstillögu Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2024 16:55 Ísraelskum skriðdreka ekið frá Gasaströndinni. AP/Tsafrir Abayov Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa samþykkt vopnahléstillögu erindreka frá Egyptalandi og Katar. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas, hafi hringt í forsætisráðherra Katar og upplýsingaráðherra Egyptlands í dag og tilkynnt þeim að tillagan hefði verið samþykkt. Fyrstu fregnir frá Ísrael gefa til kynna að tillagan sé ný, eftir breytingu á fyrri tillögum, og breytingin sé runnin undan rifjum Egypta. Ólíklegt sé að Ísraelar muni samþykkja hana. Enn sem komið er hefur þó lítið verið staðfest varðandi tillöguna og virðist sem Ísraelum hafi ekki verið sagt frá henni áður en leiðtogi Hamas birti yfirlýsinguna um samþykkt hennar. Times of Israel hefur heimildir fyrir því að tillagan feli í sér fjörutíu daga vopnahlé í skiptum fyrir 33 gísla. Þá verði Ísraelum gert að sleppa hundruðum Palestínumanna úr haldi. Viðræður eiga svo að halda áfram þegar vopnahléið hefur staðið yfir í sextán daga. Eftir fjörutíu daga tímabilið eigi Hamas-liðar að sleppa þeim gíslum sem eftir eru í skiptum fyrir fleiri Palestínumenn og 42 daga vopnahlé til viðbótar. Eftir það tímabil eigi Hamas-liðar að afhenda þau lík sem þeir fluttu til Gasa frá Ísrael þann 7. október og lík gísla sem hafa dáið í haldi þeirra, í skiptum fyrir aðra 42 daga og líka Palestínumanna í haldi Ísraela. Erfiðar viðræður Erindrekar frá Katar og Egyptalandi hafa undanfarið reynt að miðla mála milli Ísraela og Hamas, með því markmiði að koma á vopnahléi á Gasaströndinni. Pólitískir leiðtogar Hamas hafa um langt skeið haldið til í Katar. Ráðamenn í Ísrael tilkynntu fyrr í dag að til stæði að senda herinn til atlögu gegn Hamas í Rafah á suðurhluta Gasastrandarinnar en þangað hafa hundruð þúsunda Palestínumanna flúið á undanförnum mánuðum. Sjá einnig: Um hundrað þúsund sagt að rýma svæði á Rafah vegna „afmarkaðra aðgerða“ Viðræður síðustu daga sagðar hafa verið erfiðar. Benjamín Netanjahú sagði um helgina að þó Ísraelar samþykktu vopnahlé í skiptum fyrir það að Hamas-liðar slepptu þeim gíslum sem þeir hefðu enn í haldi, kæmi ekki til greina að binda endanlega enda á átökin. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Búnaður Al Jazeera gerður upptækur og miðillinn í bann Hluti útsendingarbúnaðar katarska miðilsins Al Jazeera var gerður upptækur þegar lögregla réðst inn á hótelherbergi útsendara í Jerúsalem í dag. Miðlinum hefur verið bannað að starfa í landinu í að minnsta kosti 45 daga. 5. maí 2024 19:50 Ísrael samþykkir ekki vopnahlé Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir að, þó Ísraelsmenn séu tilbúnir til þess að gera hlé á átökunum til að Hamasliðar afhendi þá gísla sem enn eru í þeirra haldi, komi það ekki til greina að binda endanlegri enda á átökin. 5. maí 2024 13:17 Tyrkir stöðva öll viðskipti við Ísrael Tyrkir hafa ákveðið að hætta öllum viðskiptum við Ísrael vegna innrásar þeirra á Gasa svæðið. 3. maí 2024 07:14 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira
Fyrstu fregnir frá Ísrael gefa til kynna að tillagan sé ný, eftir breytingu á fyrri tillögum, og breytingin sé runnin undan rifjum Egypta. Ólíklegt sé að Ísraelar muni samþykkja hana. Enn sem komið er hefur þó lítið verið staðfest varðandi tillöguna og virðist sem Ísraelum hafi ekki verið sagt frá henni áður en leiðtogi Hamas birti yfirlýsinguna um samþykkt hennar. Times of Israel hefur heimildir fyrir því að tillagan feli í sér fjörutíu daga vopnahlé í skiptum fyrir 33 gísla. Þá verði Ísraelum gert að sleppa hundruðum Palestínumanna úr haldi. Viðræður eiga svo að halda áfram þegar vopnahléið hefur staðið yfir í sextán daga. Eftir fjörutíu daga tímabilið eigi Hamas-liðar að sleppa þeim gíslum sem eftir eru í skiptum fyrir fleiri Palestínumenn og 42 daga vopnahlé til viðbótar. Eftir það tímabil eigi Hamas-liðar að afhenda þau lík sem þeir fluttu til Gasa frá Ísrael þann 7. október og lík gísla sem hafa dáið í haldi þeirra, í skiptum fyrir aðra 42 daga og líka Palestínumanna í haldi Ísraela. Erfiðar viðræður Erindrekar frá Katar og Egyptalandi hafa undanfarið reynt að miðla mála milli Ísraela og Hamas, með því markmiði að koma á vopnahléi á Gasaströndinni. Pólitískir leiðtogar Hamas hafa um langt skeið haldið til í Katar. Ráðamenn í Ísrael tilkynntu fyrr í dag að til stæði að senda herinn til atlögu gegn Hamas í Rafah á suðurhluta Gasastrandarinnar en þangað hafa hundruð þúsunda Palestínumanna flúið á undanförnum mánuðum. Sjá einnig: Um hundrað þúsund sagt að rýma svæði á Rafah vegna „afmarkaðra aðgerða“ Viðræður síðustu daga sagðar hafa verið erfiðar. Benjamín Netanjahú sagði um helgina að þó Ísraelar samþykktu vopnahlé í skiptum fyrir það að Hamas-liðar slepptu þeim gíslum sem þeir hefðu enn í haldi, kæmi ekki til greina að binda endanlega enda á átökin.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Búnaður Al Jazeera gerður upptækur og miðillinn í bann Hluti útsendingarbúnaðar katarska miðilsins Al Jazeera var gerður upptækur þegar lögregla réðst inn á hótelherbergi útsendara í Jerúsalem í dag. Miðlinum hefur verið bannað að starfa í landinu í að minnsta kosti 45 daga. 5. maí 2024 19:50 Ísrael samþykkir ekki vopnahlé Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir að, þó Ísraelsmenn séu tilbúnir til þess að gera hlé á átökunum til að Hamasliðar afhendi þá gísla sem enn eru í þeirra haldi, komi það ekki til greina að binda endanlegri enda á átökin. 5. maí 2024 13:17 Tyrkir stöðva öll viðskipti við Ísrael Tyrkir hafa ákveðið að hætta öllum viðskiptum við Ísrael vegna innrásar þeirra á Gasa svæðið. 3. maí 2024 07:14 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira
Búnaður Al Jazeera gerður upptækur og miðillinn í bann Hluti útsendingarbúnaðar katarska miðilsins Al Jazeera var gerður upptækur þegar lögregla réðst inn á hótelherbergi útsendara í Jerúsalem í dag. Miðlinum hefur verið bannað að starfa í landinu í að minnsta kosti 45 daga. 5. maí 2024 19:50
Ísrael samþykkir ekki vopnahlé Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir að, þó Ísraelsmenn séu tilbúnir til þess að gera hlé á átökunum til að Hamasliðar afhendi þá gísla sem enn eru í þeirra haldi, komi það ekki til greina að binda endanlegri enda á átökin. 5. maí 2024 13:17
Tyrkir stöðva öll viðskipti við Ísrael Tyrkir hafa ákveðið að hætta öllum viðskiptum við Ísrael vegna innrásar þeirra á Gasa svæðið. 3. maí 2024 07:14