Sofia Cantore kom Juventus yfir á markamínútunni sjálfri, þeirri fertugustu og þriðju. Lisa Boattin með stoðsendinguna og staðan 0-1 í hálfleik.
Alexandra var tekin af velli á 77. mínútu og þremur mínútum síðar fékk Sara Björk gult spjald. Barbara Bonansea bætti svo öðru marki Juventus við undir lok leiks, lokatölur 0-2.
Juventus er sem fyrr í 2. sæti, nú með 53 stig, á meðan Fiorentina er í 3. sæti með 42 stig.