Tillagan „langt frá“ grundvallarkröfum Ísraela Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. maí 2024 23:26 Mikinn reyk lá yfir Rafah þegar Ísraelsher fór að gera árásir á borgina í dag. AP Ísraelsher hóf loftárásir á Rafah-borg á Gasa stuttu eftir að í ljós kom að Ísraelar kæmu ekki til með að samþykkja þá vopnahléstillögu sem Hamas-samtökin samþykktu fyrr í dag. Hamas-samtökin birtu rétt í þessu afrit af vopnahléstillögunni sem þau samþykktu fyrr í dag. Í henni felast nokkrir fasar. Í þeim fyrsta felst 42 daga vopnahlé á Gasa í skiptum fyrir 33 gísla, þar af öllum konum, börnum og sjúklingum sem enn eru í haldi. Að auki yrði þrjátíu palestínskum föngum sleppt úr haldi Ísraelsmanna í skiptum fyrir hvern gísl, og fimmtíu föngum í skiptum fyrir hverja konu úr Ísraelsher. Palestínumönnum sem hafa þurft að flýja heimili sín vegna loftárása væri hleypt aftur að heimilum sínum. Þá yrði gengið til viðræðna á ný, og Hamas-liðar myndu á þeim tíma frelsa þá gísla sem eftir verða, meðan Ísraelsher myndi draga úr hernaði á svæðinu. Í síðasta fasanum felast skipti á líkum þeirra gísla sem látist hafa í haldi Hamas og gerð uppbyggingaráætlunar á Gasaströndinni sem næði yfi næstu þrjú til fimm ár, undir eftirliti fjölda þjóða og alþjóðlegra stofnana, þar með talið Egyptalands, Katar og Sameinuðu þjóðanna. Skriðdrekar í Rafah Embætti Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra Ísraels gaf út að tillagan væri langt frá grundvallarkröfum Ísraels en þrátt fyrir það yrðu erindrekar sendir til Egyptalands að nýju til frekari viðræðna. Í frétt AP er sagt frá því að eftir að íbúar í Rafah-borg hafi heyrt af mögulegu vopnahléi hafi þeir hlaupið um göturnar og hrópað af fögnuði. Fögnuðurinn hafi þó ekki varið lengi vegna þess að Ísraelsher fór skömmu síðar að gera árásir á borgina. Miðillinn hefur eftir tveimur heimildum að Ísraelsher hafi sent skriðdreka til Rafah í kvöld. Ráðamenn í Ísrael tilkynntu fyrr í dag að til stæði að senda herinn til atlögu gegn Hamas í Rafah á suðurhluta Gasastrandarinnar en þangað hafa hundruð þúsunda Palestínumanna flúið á undanförnum mánuðum. Frekari skýringar á aðgerðinni hafa ekki fengist frá Ísraelsher. Embættismaður við landamærin, Egyptalands-megin, segir skriðdrekana staðsetta allt að tvö hundruð metrum frá landamærum Gasa og Egyptalands. Ekki liggur fyrir hversu umfangsmikil árásin er að svo stöddu. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Hamas-samtökin birtu rétt í þessu afrit af vopnahléstillögunni sem þau samþykktu fyrr í dag. Í henni felast nokkrir fasar. Í þeim fyrsta felst 42 daga vopnahlé á Gasa í skiptum fyrir 33 gísla, þar af öllum konum, börnum og sjúklingum sem enn eru í haldi. Að auki yrði þrjátíu palestínskum föngum sleppt úr haldi Ísraelsmanna í skiptum fyrir hvern gísl, og fimmtíu föngum í skiptum fyrir hverja konu úr Ísraelsher. Palestínumönnum sem hafa þurft að flýja heimili sín vegna loftárása væri hleypt aftur að heimilum sínum. Þá yrði gengið til viðræðna á ný, og Hamas-liðar myndu á þeim tíma frelsa þá gísla sem eftir verða, meðan Ísraelsher myndi draga úr hernaði á svæðinu. Í síðasta fasanum felast skipti á líkum þeirra gísla sem látist hafa í haldi Hamas og gerð uppbyggingaráætlunar á Gasaströndinni sem næði yfi næstu þrjú til fimm ár, undir eftirliti fjölda þjóða og alþjóðlegra stofnana, þar með talið Egyptalands, Katar og Sameinuðu þjóðanna. Skriðdrekar í Rafah Embætti Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra Ísraels gaf út að tillagan væri langt frá grundvallarkröfum Ísraels en þrátt fyrir það yrðu erindrekar sendir til Egyptalands að nýju til frekari viðræðna. Í frétt AP er sagt frá því að eftir að íbúar í Rafah-borg hafi heyrt af mögulegu vopnahléi hafi þeir hlaupið um göturnar og hrópað af fögnuði. Fögnuðurinn hafi þó ekki varið lengi vegna þess að Ísraelsher fór skömmu síðar að gera árásir á borgina. Miðillinn hefur eftir tveimur heimildum að Ísraelsher hafi sent skriðdreka til Rafah í kvöld. Ráðamenn í Ísrael tilkynntu fyrr í dag að til stæði að senda herinn til atlögu gegn Hamas í Rafah á suðurhluta Gasastrandarinnar en þangað hafa hundruð þúsunda Palestínumanna flúið á undanförnum mánuðum. Frekari skýringar á aðgerðinni hafa ekki fengist frá Ísraelsher. Embættismaður við landamærin, Egyptalands-megin, segir skriðdrekana staðsetta allt að tvö hundruð metrum frá landamærum Gasa og Egyptalands. Ekki liggur fyrir hversu umfangsmikil árásin er að svo stöddu.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira