Um 800.000 Evrópubúar taldir hafa fallið fyrir kínverskri svikamyllu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. maí 2024 06:50 Fjöldi fólks hefur fallið fyrir svikunum, sem standa enn yfir. Getty Umfangsmikið netverslunarsvindl hefur verið rakið til Kína en um 800.000 Evrópubúar eru taldi hafa fallið fyrir því og deilt persónulegum upplýsingum í gegnum falskar vefsíður. Þetta eru niðurstöður sameiginlegrar rannsóknar Guardian, Die Zeit og Le Monde en yfirvöld í Bretlandi segja um að ræða eitt umfangsmesta svindl sinnar tegundar sem vitað er um. Blaðamenn og sérfræðingar í tæknimálum segja gögn benda til þess að um sé að ræða afar skipulagða og fágaða svikastarfsemi. Glæpamennirnir á bak við svikamylluna eru sagðir hafa búið til um það bil 76 þúsund vefsíður þar sem lúxusvarningur sé sagður til sölu, til að mynda merkjavara frá Dior, Hugo Boss, Nike, Prada og Versace. Síðurnar eru á fjölda tungumála en tilgangur þeirra virðist vera að fá fólk til að gefa upp persónulegar upplýsingar, til að mynda netföng, og debet- og kreditkortanúmer. Fólk pantar þannig vörur í gegnum síðurnar, sem það fær aldrei í hendurnar. Fyrsta síðan er sögð hafa farið í loftið árið 2015 en á síðustu þremur árum hafa yfir milljón „pantanir“ farið í gegnum síðurnar. Svo virðist sem glæpamönnunum hafi ekki tekist að hafa fé af öllum notendum. Svikin eru sögð standa yfir enn í dag en af umræddum 76 þúsund síðum eru 22.500 enn virkar. Katherine Hart hjá Chartered Trading Standards Institute segir skipulagða glæpahópa oft á bak við gagnaþjófnað af þessu tagi og upplýsingarnar kunni að verða nýttar gegn fólki síðar meir. „Gögn eru hinn nýi gjaldmiðill,“ segir Jake Moore, ráðgjafi í netöryggismálum hjá ESET. Hann segir umfangsmikla gagnagrunna verðmæta og að gera verði ráð fyrir að þau gögn sem þarna hafi verið safnað endi í höndunum á yfirvöldum í Kína. Hér má finna ítarlega umfjöllun um málið. Netglæpir Kína Neytendur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Þetta eru niðurstöður sameiginlegrar rannsóknar Guardian, Die Zeit og Le Monde en yfirvöld í Bretlandi segja um að ræða eitt umfangsmesta svindl sinnar tegundar sem vitað er um. Blaðamenn og sérfræðingar í tæknimálum segja gögn benda til þess að um sé að ræða afar skipulagða og fágaða svikastarfsemi. Glæpamennirnir á bak við svikamylluna eru sagðir hafa búið til um það bil 76 þúsund vefsíður þar sem lúxusvarningur sé sagður til sölu, til að mynda merkjavara frá Dior, Hugo Boss, Nike, Prada og Versace. Síðurnar eru á fjölda tungumála en tilgangur þeirra virðist vera að fá fólk til að gefa upp persónulegar upplýsingar, til að mynda netföng, og debet- og kreditkortanúmer. Fólk pantar þannig vörur í gegnum síðurnar, sem það fær aldrei í hendurnar. Fyrsta síðan er sögð hafa farið í loftið árið 2015 en á síðustu þremur árum hafa yfir milljón „pantanir“ farið í gegnum síðurnar. Svo virðist sem glæpamönnunum hafi ekki tekist að hafa fé af öllum notendum. Svikin eru sögð standa yfir enn í dag en af umræddum 76 þúsund síðum eru 22.500 enn virkar. Katherine Hart hjá Chartered Trading Standards Institute segir skipulagða glæpahópa oft á bak við gagnaþjófnað af þessu tagi og upplýsingarnar kunni að verða nýttar gegn fólki síðar meir. „Gögn eru hinn nýi gjaldmiðill,“ segir Jake Moore, ráðgjafi í netöryggismálum hjá ESET. Hann segir umfangsmikla gagnagrunna verðmæta og að gera verði ráð fyrir að þau gögn sem þarna hafi verið safnað endi í höndunum á yfirvöldum í Kína. Hér má finna ítarlega umfjöllun um málið.
Netglæpir Kína Neytendur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira