Stjórn Íslensku óperunnar afar gagnrýnin á frumvarp um Þjóðaróperu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. maí 2024 07:48 Stjórn Íslensku óperunnar. ÍÓ Lýsingar á markmiðum og ávinningi af stofnun Þjóðaróperu eru meira „í ætt við fagurgala“ en að raunverulegt stöðumat hafi farið fram. Þetta segir í umsögn stjórnar Íslensku óperunnar um frumvarp um stofnun Þjóðaróperu. Stjórnin gerir margar athugasemdir við fyrirætlanir stjórnvalda og segir meðal annars að frumvarpið sé „með svo nniklum ágöllum um markmið, tilgang, ávinning, stjórnun, fyrirkomulag og framkvæmd 3ð stjórn íslensku óperunnar telur nauðsynlegt að gera alvarlegar athugasemdir og mæla með þvÍ að það verði ekki samþykkt nema með verulegum breytingum“. Í athugasemdun stjórnarinnar segir meðal annars að það sé „úrelt 19. aldar hugmynd“ að færa meginhluta óperustarfsemi á Íslandi undir beina stýringu ríkisins og ráðherra. „Notkun orðsins „þjóðarópera“ virðist helst til skrauts,“ segir í umsögninni. Hvergi sé að finna listræn eða fagleg markmið. Þó sé skýrt markmið að auka verulega fastan kostnað og þrefalda hann með 24 nýjum stöðugildum. Sjálfstæði sé fórnað og „snúið 44 ár aftur í tímann“ með því að gera óperuna að deild í Þjóðleikhúsinu og setja hana undir vald ráðherra. Stjórnin segir að til standi að þrefalda kostnað ríkisins án þess að greina ábátann og þá liggi ekki fyrir greining á stöðu óperunnar á Íslandi. Gerðar eru alvarlegar athugasemdir við að fella starf Þjóðaróperu undir Þjóðleikhúsið. „Erfitt er að átta sig á röksemdum fyrir því að Þjóðarópera skuli vera hluti af Þjóðleikhúsinu. Ekki er sýnt fram á listrænan ávinning, fjárhagslegan sparnað eða aukna framleiðni. Yfirbygging verður í besta falli sú sama í versta falli meiri. Helst er að sjá að með þessu strykist barátta Þjóðleikhússins fyrir viðbyggingu, svo kölluðum svörtum kassa,“ segir stjórnin í umsögninni. Stjórnin leggur fram nokkrar tillögur, sem miða að því að fallið verði frá stofnun Þjóðaróperu og breytingar gerðar á rekstri Íslensku óperunnar. Umsögn stjórnar Íslensku óperunnar. Íslenska óperan Menning Þjóðaróperan Alþingi Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Þetta segir í umsögn stjórnar Íslensku óperunnar um frumvarp um stofnun Þjóðaróperu. Stjórnin gerir margar athugasemdir við fyrirætlanir stjórnvalda og segir meðal annars að frumvarpið sé „með svo nniklum ágöllum um markmið, tilgang, ávinning, stjórnun, fyrirkomulag og framkvæmd 3ð stjórn íslensku óperunnar telur nauðsynlegt að gera alvarlegar athugasemdir og mæla með þvÍ að það verði ekki samþykkt nema með verulegum breytingum“. Í athugasemdun stjórnarinnar segir meðal annars að það sé „úrelt 19. aldar hugmynd“ að færa meginhluta óperustarfsemi á Íslandi undir beina stýringu ríkisins og ráðherra. „Notkun orðsins „þjóðarópera“ virðist helst til skrauts,“ segir í umsögninni. Hvergi sé að finna listræn eða fagleg markmið. Þó sé skýrt markmið að auka verulega fastan kostnað og þrefalda hann með 24 nýjum stöðugildum. Sjálfstæði sé fórnað og „snúið 44 ár aftur í tímann“ með því að gera óperuna að deild í Þjóðleikhúsinu og setja hana undir vald ráðherra. Stjórnin segir að til standi að þrefalda kostnað ríkisins án þess að greina ábátann og þá liggi ekki fyrir greining á stöðu óperunnar á Íslandi. Gerðar eru alvarlegar athugasemdir við að fella starf Þjóðaróperu undir Þjóðleikhúsið. „Erfitt er að átta sig á röksemdum fyrir því að Þjóðarópera skuli vera hluti af Þjóðleikhúsinu. Ekki er sýnt fram á listrænan ávinning, fjárhagslegan sparnað eða aukna framleiðni. Yfirbygging verður í besta falli sú sama í versta falli meiri. Helst er að sjá að með þessu strykist barátta Þjóðleikhússins fyrir viðbyggingu, svo kölluðum svörtum kassa,“ segir stjórnin í umsögninni. Stjórnin leggur fram nokkrar tillögur, sem miða að því að fallið verði frá stofnun Þjóðaróperu og breytingar gerðar á rekstri Íslensku óperunnar. Umsögn stjórnar Íslensku óperunnar.
Íslenska óperan Menning Þjóðaróperan Alþingi Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira