Málþingið fór fram í dag, 8. maí, kl. 12 og var haldið í stofu M101 í Háskólanum í Reykjavík. Málþinginu var streymt og sjá má upptöku af því í spilaranum hér að neðan:
Dr. Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, annaðist fundarstjórn. Þeir forsetaframbjóðendur sem tóku þátt voru:
- Arnar Þór Jónsson
- Ástþór Magnússon
- Baldur Þórhallsson
- Eiríkur Ingi Jóhannsson
- Halla Hrund Logadóttir
- Halla Tómasdóttir
- Helga Þórisdóttir
- Katrín Jakobsdóttir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Viktor Traustason
Í fréttatilkynningu Lögréttu er tekið fram að Jóni Gnarr og Ásdísi Rán Gunnarsdóttur hafi verið boðið. Þau hafi ekki komist vegna anna.