Enrique hneykslaður: „Er þér alvara?“ Sindri Sverrisson skrifar 8. maí 2024 16:00 Luis Enrique fékk alls konar spurningar á blaðamannafundinum í gærkvöld. Getty/Valerio Pennicino Luis Enrique, þjálfari PSG, var skiljanlega svekktur eftir tapið gegn Dortmund í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Hann var hneykslaður á spurningu um heppni, á blaðamannafundi eftir leik. PSG tapaði leiknum í gær 1-0, og einvíginu samtals 2-0, en það er nánast með ólíkindum að liðið hafi ekki skorað í París í gær. PSG átti meðal annars fjórar marktilraunir sem fóru í stöng eða slá, og alls þrjátíu skot í leiknum. Tækifæri þeirra til að skora voru það góð að „vænt mörk“ (e. expected goals) hjá PSG í gær voru 3,25. Franskur blaðamaður spurði Enrique eftir leik hvort að það væri „bara óheppni“ að engin af tilraunum PSG skyldi fara í markið, í stað þess að fara í stöng eða slá, eða hvort að fleira spilaði inn í. Hvort það væri skortur á andlegum styrk leikmanna PSG, og hvort það hefði haft áhrif á tilraunir þeirra að hafa tvisvar skotið í tréverkið í fyrri leik liðanna. Eða hvort Dortmund hefði einfaldlega neytt leikmenn í skot sem ekki færu á markið. "Are you serious?" 🤨Luis Enrique was not a fan of this question after PSG were knocked out of the Champions League 😬#BBCFootball pic.twitter.com/3kKs9ouE4W— BBC Sport (@BBCSport) May 8, 2024 Enrique var vægast sagt hneykslaður á spurningunni og svaraði: „Er þetta alvöru spurning? Er þér alvara?“ og bætti svo við: „Það er munur á því hvort boltinn fer í stöng eða í markið. Í hverju felst hann? Það gæti verið hinn heilagi andi sem svífur um. Ef að eitthvað lið var óheppið þá var það Paris St. Germain. Vænt mörk liðsins í þessum leik voru þrjú talsins. Þrjú!“ Leit PSG að fyrsta Evrópumeistaratitlinum heldur áfram á næstu leiktíð en Dortmund spilar úrslitaleikinn við sigurliðið úr einvígi Real Madrid og Bayern, sem mætast í kvöld. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir „Mbappé kann ekki að vera hetja“ Kylian Mbappé og félögum í PSG tókst ekki að komast í gegnum Borussia Dortmund í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi og eru því úr leik. 8. maí 2024 10:01 Dortmund í úrslit eftir sigur í París Borussia Dortmund gerði sér lítið fyrir og sló París Saint-Germain út í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Dortmund, sem situr í 5. sæti heima fyrir, vann báða leikina gegn verðandi Frakklandsmeisturum PSG 1-0 og einvígið þar með 2-0. 7. maí 2024 20:55 Stórveldi með gjörólíka hugmyndafræði berjast um sæti í úrslitum Stórveldin Bayern München og Real Madríd mætast í kvöld í síðari undanúrslitaleik sínum í Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.00 í kvöld. 8. maí 2024 07:00 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira
PSG tapaði leiknum í gær 1-0, og einvíginu samtals 2-0, en það er nánast með ólíkindum að liðið hafi ekki skorað í París í gær. PSG átti meðal annars fjórar marktilraunir sem fóru í stöng eða slá, og alls þrjátíu skot í leiknum. Tækifæri þeirra til að skora voru það góð að „vænt mörk“ (e. expected goals) hjá PSG í gær voru 3,25. Franskur blaðamaður spurði Enrique eftir leik hvort að það væri „bara óheppni“ að engin af tilraunum PSG skyldi fara í markið, í stað þess að fara í stöng eða slá, eða hvort að fleira spilaði inn í. Hvort það væri skortur á andlegum styrk leikmanna PSG, og hvort það hefði haft áhrif á tilraunir þeirra að hafa tvisvar skotið í tréverkið í fyrri leik liðanna. Eða hvort Dortmund hefði einfaldlega neytt leikmenn í skot sem ekki færu á markið. "Are you serious?" 🤨Luis Enrique was not a fan of this question after PSG were knocked out of the Champions League 😬#BBCFootball pic.twitter.com/3kKs9ouE4W— BBC Sport (@BBCSport) May 8, 2024 Enrique var vægast sagt hneykslaður á spurningunni og svaraði: „Er þetta alvöru spurning? Er þér alvara?“ og bætti svo við: „Það er munur á því hvort boltinn fer í stöng eða í markið. Í hverju felst hann? Það gæti verið hinn heilagi andi sem svífur um. Ef að eitthvað lið var óheppið þá var það Paris St. Germain. Vænt mörk liðsins í þessum leik voru þrjú talsins. Þrjú!“ Leit PSG að fyrsta Evrópumeistaratitlinum heldur áfram á næstu leiktíð en Dortmund spilar úrslitaleikinn við sigurliðið úr einvígi Real Madrid og Bayern, sem mætast í kvöld.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir „Mbappé kann ekki að vera hetja“ Kylian Mbappé og félögum í PSG tókst ekki að komast í gegnum Borussia Dortmund í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi og eru því úr leik. 8. maí 2024 10:01 Dortmund í úrslit eftir sigur í París Borussia Dortmund gerði sér lítið fyrir og sló París Saint-Germain út í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Dortmund, sem situr í 5. sæti heima fyrir, vann báða leikina gegn verðandi Frakklandsmeisturum PSG 1-0 og einvígið þar með 2-0. 7. maí 2024 20:55 Stórveldi með gjörólíka hugmyndafræði berjast um sæti í úrslitum Stórveldin Bayern München og Real Madríd mætast í kvöld í síðari undanúrslitaleik sínum í Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.00 í kvöld. 8. maí 2024 07:00 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira
„Mbappé kann ekki að vera hetja“ Kylian Mbappé og félögum í PSG tókst ekki að komast í gegnum Borussia Dortmund í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi og eru því úr leik. 8. maí 2024 10:01
Dortmund í úrslit eftir sigur í París Borussia Dortmund gerði sér lítið fyrir og sló París Saint-Germain út í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Dortmund, sem situr í 5. sæti heima fyrir, vann báða leikina gegn verðandi Frakklandsmeisturum PSG 1-0 og einvígið þar með 2-0. 7. maí 2024 20:55
Stórveldi með gjörólíka hugmyndafræði berjast um sæti í úrslitum Stórveldin Bayern München og Real Madríd mætast í kvöld í síðari undanúrslitaleik sínum í Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.00 í kvöld. 8. maí 2024 07:00