Flæði innan við einn rúmmetri á sekúndu Árni Sæberg skrifar 8. maí 2024 16:37 Hraunflæði í gosinu var töluvert í upphafi. Nú er það nánast ekki neitt. Vísir/Vilhelm Niðurstöður mælinga á hraunflæði í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni benda til þess hraunflæði fyrsta klukkutíma gossins hafi verið 1100 til 1200 rúmmetrar á sekúndu en síðan hafi dregið hratt úr, og það verið komið niður í um 100 rúmmetra eftir sex til átta klukkustundir. Áfram hafi dregið úr hraunrennsli og meðaltalið 17. til 20. mars um fimmtán rúmmetrar. Fyrri hluta apríl hafi það verið þrír til fjórir rúmmetrar og mælingarnar benda til þess að það hafi verið um eða innan við einn rúmmetri síðustu tvær vikurnar. Þetta segir í tilkynningu á vef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Þar segir að eins og í fyrri eldgosum á Reykjanesskaga hafi verið fylgst reglulega með hraunflæði í gosinu sem hófst á Sundhnúkssprungunni þann 16. mars. Gosið hafi nú staðið í sjö og hálfa viku og sé það lengsta sem komið hefur eftir að gaus í Fagradalsfjalli árið 2021. Útbreiðsla og rúmmál hraunsins hafi reglulega verið mælt með loftmyndatöku úr flugvél Garðaflugs eða gervitunglum. Þessi vinna hafi verið unnin í samvinnu Náttúrufræðistofnunar, Landmælinga, Veðurstofunnar, Almannavarna og Jarðvísindastofnunar, auk þess sem erlendir aðilar sem standa að Pleiades gervitunglunum hafi lagt til gögn. Þá sé einnig notuð kortlagning Verkfræðistofunnar Eflu frá 4. apríl. Hratt dró úr flæðinu Gosið hafi hafist klukkan 20:23 að kvöldi laugardagsins 16. mars. Þyrla Landhelgisgæslunnar hafi farið tvö flug þetta kvöld þar sem stærð gossins og útbreiðsla hraunsins var metin út frá ljósmyndum og sjónmati. Með þessari aðferð fáist mat á hraunrennsli fyrstu klukkustundirnar, þegar það er í hámarki en áður en aðstæður leyfa loftmyndaflug eða að myndir séu teknar úr gervitunglum. „Niðurstöðurnar benda til þess að hraunflæði fyrsta klukkutímann hafi verið 1100-1200 m3/s en síðan hafi dregið hratt úr, og það verið komið niður í ca. 100 m3/s eftir 6-8 klukkustundir. Áfram dró úr hraunrennsli og var meðaltalið 17.-20. mars um 15 m3/s. Fyrri hluta apríl var það 3-4 m3/s, og mælingarnar benda til þess að það hafi verið um eða innan við 1 m3/s síðustu tvær vikurnar.“ Enn miklu minna en hraunið úr Fagradalsfjalli Þá segir að flatarmál hraunsin hafi náð tæpum sex ferkílómetrum strax þann 17. mars en hafi lítið aukist síðan og sé nú um 6,2 ferkílómetrar. Rúmmálið sé talið 34 milljónir rúmmetra, sem gæti samsvarað um 30 milljónum rúmmetra af þéttu bergi. „Þetta er um þrefalt stærra en gosin í desember og febrúar, en enn sem komið er miklu minna en það sem kom upp í Fagradalsfjalli 2021. Athugið að reikna má með að eðlismassi hraunsins fyrstu tímana hafi verið lægri en seinna varð, vegna gasinnihalds. Rennslistölurnar gefa eigi að síður góða mynd af rúmflæðinu á hverjum tíma.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu á vef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Þar segir að eins og í fyrri eldgosum á Reykjanesskaga hafi verið fylgst reglulega með hraunflæði í gosinu sem hófst á Sundhnúkssprungunni þann 16. mars. Gosið hafi nú staðið í sjö og hálfa viku og sé það lengsta sem komið hefur eftir að gaus í Fagradalsfjalli árið 2021. Útbreiðsla og rúmmál hraunsins hafi reglulega verið mælt með loftmyndatöku úr flugvél Garðaflugs eða gervitunglum. Þessi vinna hafi verið unnin í samvinnu Náttúrufræðistofnunar, Landmælinga, Veðurstofunnar, Almannavarna og Jarðvísindastofnunar, auk þess sem erlendir aðilar sem standa að Pleiades gervitunglunum hafi lagt til gögn. Þá sé einnig notuð kortlagning Verkfræðistofunnar Eflu frá 4. apríl. Hratt dró úr flæðinu Gosið hafi hafist klukkan 20:23 að kvöldi laugardagsins 16. mars. Þyrla Landhelgisgæslunnar hafi farið tvö flug þetta kvöld þar sem stærð gossins og útbreiðsla hraunsins var metin út frá ljósmyndum og sjónmati. Með þessari aðferð fáist mat á hraunrennsli fyrstu klukkustundirnar, þegar það er í hámarki en áður en aðstæður leyfa loftmyndaflug eða að myndir séu teknar úr gervitunglum. „Niðurstöðurnar benda til þess að hraunflæði fyrsta klukkutímann hafi verið 1100-1200 m3/s en síðan hafi dregið hratt úr, og það verið komið niður í ca. 100 m3/s eftir 6-8 klukkustundir. Áfram dró úr hraunrennsli og var meðaltalið 17.-20. mars um 15 m3/s. Fyrri hluta apríl var það 3-4 m3/s, og mælingarnar benda til þess að það hafi verið um eða innan við 1 m3/s síðustu tvær vikurnar.“ Enn miklu minna en hraunið úr Fagradalsfjalli Þá segir að flatarmál hraunsin hafi náð tæpum sex ferkílómetrum strax þann 17. mars en hafi lítið aukist síðan og sé nú um 6,2 ferkílómetrar. Rúmmálið sé talið 34 milljónir rúmmetra, sem gæti samsvarað um 30 milljónum rúmmetra af þéttu bergi. „Þetta er um þrefalt stærra en gosin í desember og febrúar, en enn sem komið er miklu minna en það sem kom upp í Fagradalsfjalli 2021. Athugið að reikna má með að eðlismassi hraunsins fyrstu tímana hafi verið lægri en seinna varð, vegna gasinnihalds. Rennslistölurnar gefa eigi að síður góða mynd af rúmflæðinu á hverjum tíma.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira