Takmarkar hernaðaraðstoð verði gerð árás á Rafah Lovísa Arnardóttir skrifar 9. maí 2024 08:02 Biden ætlar ekki að styðja innrás á Rafah. Vísir/EPA Forseti Bandaríkjanna lýsti því yfir í gær að hann muni stöðva vopnasendingar á sprengjum og skotvopum til Ísrael ef forsætisráðherra Ísrael Benjamin Netanyahu fyrirskipar árás inn á Rafah. Það sagði Biden í viðtali við CNN í gær. Hann sagði Bandaríkin enn munu styðja Ísrael með öðrum hætti. „Almennir borgarar hafa verið drepnir á Gasa sem afleiðing af þessum sprengjum og með öðrum leiðum sem þeir nota til að ráðast á fjölmenn íbúðasvæði,“ sagði Biden í viðtalinu um 2000 tonna sprengjurnar sem hann stöðvaði flutning á til Ísrael í síðustu viku. Biden segir í viðtalinu að hann hafi verið alveg skýr við Netanyahu að ef hann fari inn í Rafah muni Bandaríkin ekki senda þeim þau vopn sem þau hafa áður sent þeim. Í frétt CNN um viðtalið segir að um sé að ræða vendipunkt í stuðningi Bandaríkjanna við Ísrael. Forsetinn hafi ekki áður sagt opinberlega að sprengjurnar sem Bandaríkin hafi sent hafi leitt til mannfalls almennra borgara og þannig viðurkennt hlut Bandaríkjanna í þessu stríði. Þrýstingur innanlands Biden hefur verið undir auknum þrýstingi innanlands að bregðast við ástandinu á Gasa, frá meðal annars aðilum í sínum eigin flokki, Demókrataflokknum, og að takmarka vopnasendingar til Ísrael. Hann hefur þar til nú ekki brugðist við þessu ákalli og stutt áform Ísraela til að stöðva Hamas. En innrás á Rafah, þar sem um 1,5 milljón Palestínubúa hafa leitað skjóls síðustu mánuði, virðist hafa breytt viðhorfi hans. „Við erum ekki að ganga í burtu frá öryggi Ísrael. Við erum að ganga í burtu frá getu Ísrael til að vera í stríði á þessu svæði,“ sagði Biden í viðtalinu við CNN og að Bandaríkin myndu áfram tryggja Ísraelum annars konar vopn, eins og til dæmis fyrir loftvarnarkerfi þeirra og svo þeir geti varist árásum annarra. Biden stöðvaði í síðustu viku vopnasendingu til Ísraelsmanna til að koma í veg fyrir að innihaldið, um 3.500 sprengjur, yrðu notaðar á Rafah. Fram kemur í frétt CNN að yfirlýsing Biden gæti skapað vandamál á milli hans og Netanyahu. Síðast hafi þeir talað saman í síma á föstudag eftir að Netanyahu fyrirskipaði rýmingu Rafah og hóf loftárásir nærri landamærum borgarinnar. Biden segir aðgerðir Ísraelsmanna ekki enn ná að fjölmennum íbúðasvæðum en að mikil spenna væri á svæðinu, sem dæmi í Egyptalandi, en Rafah er við landamæri Egyptalands og Palestínu. Líkindi við Írak og Afganistan Viðtal Biden við CNN var nokkuð langt og þar sagðist hann sem dæmi hafa varað Netanyahu við því að festast í átökum á Gasa og líkti því við aðstæður Bandaríkjamanna í Afganistan og Írak. Hann hafi varað hann við því að gera ekki sömu mistök og þau. Þá ræddi hann einnig tíð og fjölmenn mótmæli í Bandaríkjunum, á háskólasvæðum og víðar, vegna átakanna á Gasa. Háskólanemar hafa titlað hann í mótmælum sínum „Þjóðarmorðs-Joe“. Biden ræddi mótmælin og sagðist ná skilaboðunum en varaði við því að mótmælendur notuðu hatursorðræðu eða gyðingahatur á mótmælum sínum. Hamas gefur ekki meira eftir Eftir viðtal Biden gáfu svo leiðtogar Hamas út yfirlýsingu þar sem þau lýstu því yfir að samtökin myndu ekki gefa meira eftir í viðræðum við Ísrael um vopnahlé á Gasa. Samtökin samþykktu síðasta mánudag ýmis skilyrði fyrir vopnahlé en segjast nú ekki ætla að ganga lengra. Fjallað er um málið á vef Reuters en leiðtogar beggja aðila eru nú í Kaíró í Egyptalandi til að ræða vopnahlé. Ísraelsmenn höfnuðu sama tilboði um vopnahlé fyrr í vikunni og að þau gætu ekki gengið að skilyrðum samningsins. Bandarísk yfirvöld sögðu svo á þriðjudag að Hamas hafi yfirfarið skilyrðin og breytt þeim og sögðu að ekki væri langt á milli aðila allt þar til í gær. Ekki liggur fyrir hvaða áhrif yfirlýsing Hamas hefur á viðræður í Egyptalandi. Tugir þúsunda látin Átökin hófust í október þegar Hamas samtökin réðust inn í Ísrael og drápu um 1.200 manns og námu á brott um 252. Enn eru 128 gíslar á Gasa og hafa 36 verið lýstir látnir af Ísrael síðustu daga. Frá því í október hefur Ísraelsher drepið um 34 þúsund Palestínumenn, flestir eru almennir borgarar. Mikil neyð er á svæðinu og mikill skortur á hjálpargögnum. Palestínumenn hafa verið á vergangi innan Gasa í sjö mánuði. Mannúðarsamtök hafa varað við því að innrás á Rafah myndi leiða til mikilla hörmunga. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Bandaríkin Tengdar fréttir Atburðirnir fyrir botni Miðjarðarhafs því sem næst „óraunverulegir“ Ísraelsher sendi eldsnemma í morgun skriðdreka inn í Rafah-borg og tugir létust í loftárásum þeirra. Alþjóðastjórnmálafræðingur er svartsýn á að vopnahlé sé í nánd þrátt fyrir yfirstandandi viðræður. 7. maí 2024 19:49 Tillagan „langt frá“ grundvallarkröfum Ísraela Ísraelsher hóf loftárásir á Rafah-borg á Gasa stuttu eftir að í ljós kom að Ísraelar kæmu ekki til með að samþykkja þá vopnahléstillögu sem Hamas-samtökin samþykktu fyrr í dag. 6. maí 2024 23:26 Hamas samþykkir vopnahléstillögu Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa samþykkt vopnahléstillögu erindreka frá Egyptalandi og Katar. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas, hafi hringt í forsætisráðherra Katar og upplýsingaráðherra Egyptlands í dag og tilkynnt þeim að tillagan hefði verið samþykkt. 6. maí 2024 16:55 Áttatíu og tveggja ára Bernie vill sex ár í viðbót Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders ætlar að bjóða sig fram aftur í kosningunum í nóvember. Sanders, sem er 82 ára gamall, hefur þegar verið annar tveggja öldungadeildarþingmanna Vermont-ríkis í þrjú kjörtímabil, eða átján ár. 6. maí 2024 15:56 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
„Almennir borgarar hafa verið drepnir á Gasa sem afleiðing af þessum sprengjum og með öðrum leiðum sem þeir nota til að ráðast á fjölmenn íbúðasvæði,“ sagði Biden í viðtalinu um 2000 tonna sprengjurnar sem hann stöðvaði flutning á til Ísrael í síðustu viku. Biden segir í viðtalinu að hann hafi verið alveg skýr við Netanyahu að ef hann fari inn í Rafah muni Bandaríkin ekki senda þeim þau vopn sem þau hafa áður sent þeim. Í frétt CNN um viðtalið segir að um sé að ræða vendipunkt í stuðningi Bandaríkjanna við Ísrael. Forsetinn hafi ekki áður sagt opinberlega að sprengjurnar sem Bandaríkin hafi sent hafi leitt til mannfalls almennra borgara og þannig viðurkennt hlut Bandaríkjanna í þessu stríði. Þrýstingur innanlands Biden hefur verið undir auknum þrýstingi innanlands að bregðast við ástandinu á Gasa, frá meðal annars aðilum í sínum eigin flokki, Demókrataflokknum, og að takmarka vopnasendingar til Ísrael. Hann hefur þar til nú ekki brugðist við þessu ákalli og stutt áform Ísraela til að stöðva Hamas. En innrás á Rafah, þar sem um 1,5 milljón Palestínubúa hafa leitað skjóls síðustu mánuði, virðist hafa breytt viðhorfi hans. „Við erum ekki að ganga í burtu frá öryggi Ísrael. Við erum að ganga í burtu frá getu Ísrael til að vera í stríði á þessu svæði,“ sagði Biden í viðtalinu við CNN og að Bandaríkin myndu áfram tryggja Ísraelum annars konar vopn, eins og til dæmis fyrir loftvarnarkerfi þeirra og svo þeir geti varist árásum annarra. Biden stöðvaði í síðustu viku vopnasendingu til Ísraelsmanna til að koma í veg fyrir að innihaldið, um 3.500 sprengjur, yrðu notaðar á Rafah. Fram kemur í frétt CNN að yfirlýsing Biden gæti skapað vandamál á milli hans og Netanyahu. Síðast hafi þeir talað saman í síma á föstudag eftir að Netanyahu fyrirskipaði rýmingu Rafah og hóf loftárásir nærri landamærum borgarinnar. Biden segir aðgerðir Ísraelsmanna ekki enn ná að fjölmennum íbúðasvæðum en að mikil spenna væri á svæðinu, sem dæmi í Egyptalandi, en Rafah er við landamæri Egyptalands og Palestínu. Líkindi við Írak og Afganistan Viðtal Biden við CNN var nokkuð langt og þar sagðist hann sem dæmi hafa varað Netanyahu við því að festast í átökum á Gasa og líkti því við aðstæður Bandaríkjamanna í Afganistan og Írak. Hann hafi varað hann við því að gera ekki sömu mistök og þau. Þá ræddi hann einnig tíð og fjölmenn mótmæli í Bandaríkjunum, á háskólasvæðum og víðar, vegna átakanna á Gasa. Háskólanemar hafa titlað hann í mótmælum sínum „Þjóðarmorðs-Joe“. Biden ræddi mótmælin og sagðist ná skilaboðunum en varaði við því að mótmælendur notuðu hatursorðræðu eða gyðingahatur á mótmælum sínum. Hamas gefur ekki meira eftir Eftir viðtal Biden gáfu svo leiðtogar Hamas út yfirlýsingu þar sem þau lýstu því yfir að samtökin myndu ekki gefa meira eftir í viðræðum við Ísrael um vopnahlé á Gasa. Samtökin samþykktu síðasta mánudag ýmis skilyrði fyrir vopnahlé en segjast nú ekki ætla að ganga lengra. Fjallað er um málið á vef Reuters en leiðtogar beggja aðila eru nú í Kaíró í Egyptalandi til að ræða vopnahlé. Ísraelsmenn höfnuðu sama tilboði um vopnahlé fyrr í vikunni og að þau gætu ekki gengið að skilyrðum samningsins. Bandarísk yfirvöld sögðu svo á þriðjudag að Hamas hafi yfirfarið skilyrðin og breytt þeim og sögðu að ekki væri langt á milli aðila allt þar til í gær. Ekki liggur fyrir hvaða áhrif yfirlýsing Hamas hefur á viðræður í Egyptalandi. Tugir þúsunda látin Átökin hófust í október þegar Hamas samtökin réðust inn í Ísrael og drápu um 1.200 manns og námu á brott um 252. Enn eru 128 gíslar á Gasa og hafa 36 verið lýstir látnir af Ísrael síðustu daga. Frá því í október hefur Ísraelsher drepið um 34 þúsund Palestínumenn, flestir eru almennir borgarar. Mikil neyð er á svæðinu og mikill skortur á hjálpargögnum. Palestínumenn hafa verið á vergangi innan Gasa í sjö mánuði. Mannúðarsamtök hafa varað við því að innrás á Rafah myndi leiða til mikilla hörmunga.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Bandaríkin Tengdar fréttir Atburðirnir fyrir botni Miðjarðarhafs því sem næst „óraunverulegir“ Ísraelsher sendi eldsnemma í morgun skriðdreka inn í Rafah-borg og tugir létust í loftárásum þeirra. Alþjóðastjórnmálafræðingur er svartsýn á að vopnahlé sé í nánd þrátt fyrir yfirstandandi viðræður. 7. maí 2024 19:49 Tillagan „langt frá“ grundvallarkröfum Ísraela Ísraelsher hóf loftárásir á Rafah-borg á Gasa stuttu eftir að í ljós kom að Ísraelar kæmu ekki til með að samþykkja þá vopnahléstillögu sem Hamas-samtökin samþykktu fyrr í dag. 6. maí 2024 23:26 Hamas samþykkir vopnahléstillögu Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa samþykkt vopnahléstillögu erindreka frá Egyptalandi og Katar. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas, hafi hringt í forsætisráðherra Katar og upplýsingaráðherra Egyptlands í dag og tilkynnt þeim að tillagan hefði verið samþykkt. 6. maí 2024 16:55 Áttatíu og tveggja ára Bernie vill sex ár í viðbót Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders ætlar að bjóða sig fram aftur í kosningunum í nóvember. Sanders, sem er 82 ára gamall, hefur þegar verið annar tveggja öldungadeildarþingmanna Vermont-ríkis í þrjú kjörtímabil, eða átján ár. 6. maí 2024 15:56 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Atburðirnir fyrir botni Miðjarðarhafs því sem næst „óraunverulegir“ Ísraelsher sendi eldsnemma í morgun skriðdreka inn í Rafah-borg og tugir létust í loftárásum þeirra. Alþjóðastjórnmálafræðingur er svartsýn á að vopnahlé sé í nánd þrátt fyrir yfirstandandi viðræður. 7. maí 2024 19:49
Tillagan „langt frá“ grundvallarkröfum Ísraela Ísraelsher hóf loftárásir á Rafah-borg á Gasa stuttu eftir að í ljós kom að Ísraelar kæmu ekki til með að samþykkja þá vopnahléstillögu sem Hamas-samtökin samþykktu fyrr í dag. 6. maí 2024 23:26
Hamas samþykkir vopnahléstillögu Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa samþykkt vopnahléstillögu erindreka frá Egyptalandi og Katar. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas, hafi hringt í forsætisráðherra Katar og upplýsingaráðherra Egyptlands í dag og tilkynnt þeim að tillagan hefði verið samþykkt. 6. maí 2024 16:55
Áttatíu og tveggja ára Bernie vill sex ár í viðbót Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders ætlar að bjóða sig fram aftur í kosningunum í nóvember. Sanders, sem er 82 ára gamall, hefur þegar verið annar tveggja öldungadeildarþingmanna Vermont-ríkis í þrjú kjörtímabil, eða átján ár. 6. maí 2024 15:56