Tekst Glódísi að hrifsa „barnið“ af Popp í dag? Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2024 11:01 Glódís Perla Viggósdóttir þekkir það vel að eiga við Alexöndru Popp, hvort sem er með landsliði eða félagsliði. Þær mætast í Köln í dag í bikarúrslitaleik. Getty Glódís Perla Viggósdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir gætu mæst í dag í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar í fótbolta, þegar stórveldin Bayern München og Wolfsburg eigast við. Leikurinn hefst klukkan 14 að íslenskum tíma og er sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Á meðal þeirra leikmanna sem Glódís þarf að stöðva í dag er hin 33 ára gamla Alexandra Popp sem ótrúlegt en satt gæti orðið bikarmeistari í ellefta sinn. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Wolfsburg hefur nefnilega einokað þýska bikarinn síðasta áratuginn og unnið keppnina níu ár í röð, og Popp var einnig í sigurliðinu 2013. Það er því ekki skrýtið að hún lýsi bikarnum sem „barninu“ sínu en í ár ætti samt Bayern að þykja sigurstranglegra eftir að hafa nú þegar tryggt sér sigur í þýsku deildinni, og ekki tapað leik þar. Bayern á því möguleika á að vinna tvöfalt í fyrsta sinn en Popp hefur engan áhuga á að missa bikarinn frá sér. „Ég hef nú aldrei sofið með hann hjá mér en ég grínast stundum með að hann sé barnið mitt því við höfum unnið hann svo oft,“ sagði Popp létt í bragði. Sveindís komin af stað eftir meiðsli Tæplega 45.000 manns verða á leikvanginum í Köln í dag og það kemur svo í ljós hvort að Glódís og varamarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir fagna öðrum titli, eins og um síðustu helgi, eða hvort Sveindís, Popp og félagar hafa betur enn eitt árið. Sveindís lék síðasta föstudag sinn fyrsta leik fyrir Wolfsburg eftir að hafa meiðst með íslenska landsliðinu í leik gegn Þýskalandi fyrir mánuði, þegar hún kom inn á sem varamaður í 5-1 sigri á Köln. Hún ætti því að geta komið við sögu í leiknum í dag. Bikarúrslitaleikur Bayern og Wolfsburg hefst klukkan 14 í dag og er sýndur á Vodafone Sport. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Sjá meira
Leikurinn hefst klukkan 14 að íslenskum tíma og er sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Á meðal þeirra leikmanna sem Glódís þarf að stöðva í dag er hin 33 ára gamla Alexandra Popp sem ótrúlegt en satt gæti orðið bikarmeistari í ellefta sinn. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Wolfsburg hefur nefnilega einokað þýska bikarinn síðasta áratuginn og unnið keppnina níu ár í röð, og Popp var einnig í sigurliðinu 2013. Það er því ekki skrýtið að hún lýsi bikarnum sem „barninu“ sínu en í ár ætti samt Bayern að þykja sigurstranglegra eftir að hafa nú þegar tryggt sér sigur í þýsku deildinni, og ekki tapað leik þar. Bayern á því möguleika á að vinna tvöfalt í fyrsta sinn en Popp hefur engan áhuga á að missa bikarinn frá sér. „Ég hef nú aldrei sofið með hann hjá mér en ég grínast stundum með að hann sé barnið mitt því við höfum unnið hann svo oft,“ sagði Popp létt í bragði. Sveindís komin af stað eftir meiðsli Tæplega 45.000 manns verða á leikvanginum í Köln í dag og það kemur svo í ljós hvort að Glódís og varamarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir fagna öðrum titli, eins og um síðustu helgi, eða hvort Sveindís, Popp og félagar hafa betur enn eitt árið. Sveindís lék síðasta föstudag sinn fyrsta leik fyrir Wolfsburg eftir að hafa meiðst með íslenska landsliðinu í leik gegn Þýskalandi fyrir mánuði, þegar hún kom inn á sem varamaður í 5-1 sigri á Köln. Hún ætti því að geta komið við sögu í leiknum í dag. Bikarúrslitaleikur Bayern og Wolfsburg hefst klukkan 14 í dag og er sýndur á Vodafone Sport.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Sjá meira