„Nú verður þú bara að spyrja Bjarna,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi.
Hún var gestur hjá Þórarni Hjartarsyni í hlaðvarpinu Ein pæling sem spurði hana út í frétt Vísis frá í gær, þess efnis að farga hefði þurft 30 þúsund eintökum vegna þess að hún hafði ritað, sem forsætisráðherra, inngang að bók sem til stendur að gefa þjóðinni. Fjallkonuna.
„Ég var ekki að taka neinar ákvarðanir um þetta. Ég er náttúrlega ekki lengur forsætisráðherra. Ég var búin að skrifa formála. Ég held að viljinn hafi bara verið að setja formála forsætisráðherra.“
Þannig að þú kemur ekkert nálægt því að taka ákvörðu um að breyta þessu?
„Nei,“ sagði Katrín. „Ég gef hann út síðar.“
Þórarinn sagði það þarft. „Því alltaf þegar bækur eru brenndar, þá langar mig að lesa þær.“
Sjá má spjall þeirra Katrínar og Þórarins hér neðar en þetta brot er á mínútu 17.25.