Hundaskítur fyrir utan kosningamiðstöð Baldurs vekur spurningar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. maí 2024 13:03 Skiptar skoðanir eru á því hvort óvildarmaður sé á ferð eða óvildarhundur. vísir/vilhelm Starfsmönnum kosningamiðstöðvar Baldurs Þórhallssonar brá heldur betur í brún þegar þeir komu að miklu magni af hundaskít, í og utan poka, við inngang kosningamiðstöðvarinnar snemma í gærmorgun. Grunur er um að honum hafi viljandi verið komið þarna fyrir af óprúttnum aðila sem skilaboðum. Jón Kristinn Snæhólm, alþjóðastjórnmálafræðingur og stuðningsmaður Baldurs, kom á kosningamiðstöðina í gærmorgun og heyrði af atvikinu frá starfsfólki skrifstofunnar ásamt því að hann sá umræddan poka. Hann segir það hafið yfir allan vafa að óprúttnir aðilar standi að baki gjörningnum. „Ég á hund og er búinn að eiga hund allt mitt líf og þeir skíta ekki í poka í því magni sem var þarna um borð og fara með það fyrir utan hurð á Grensásvegi,“ segir Jón í samtali við fréttastofu. Furðufuglar á sveimi Hann vakti fyrst athygli á málinu í færslu sem hann birti á síðu sinni á Facebook í gærkvöldi. Þar minnist hann á þetta leiðindaatvik og ýjar að því að það séu fordómar og hatur sem búa að baki ógjörningnum. „Í morgun var fullum poka af hundaskít sturtað fyrir framan hurðina á kosningaskrifstofu okkar. Annarstaðar í heiminum er baráttufólki fyrir mannréttindum stungið í steininn, smánað og pyntað. Rísum undir nafni sem brautryðjendur frelsis, mannréttinda og mannhelgi. Horfum framan í heiminn og segjum stolt: Við þorum, við viljum og við getum,“ skrifar Jón Kristinn meðal annars. Hann rifjar upp aðkastið sem Vigdís Finnbogadóttir varð fyrir í sinni kosningabaráttu og segir gjörninga sem þessa gamalkunnt stef. „Það eru alltaf furðufuglar á sveimi í öllum prófkjörum og kosningum. Þú þarft að leggja á þig og skipuleggja svona gjörning. Þetta er ekkert sem þér dettur í hug sísvona. Þannig að þarna eru óvildarmenn eins og alls staðar,“ segir hann. Jón Kristinn fullyrðir að það liggi enginn vafi á því að þetta hafi verið viljaverk og harmar að slíkir fordómar og hatur skuli finnist enn í íslensku samfélagi. „Þetta er viljandi gert. Þetta er ekki nein tilviljun. Sumt er tilviljun háð en þetta er skipulagt. Þetta er mjög snemma um morguninn, það er búið að safna þessu saman og koma því fyrir þannig auðvitað er þarna hópur einstaklinga sem er að gera þetta. Eins leiðinlegt og það er,“ segir hann. Frekar latur hundaeigandi en óvildarmaður Heimir Hannesson, meðlimur kosningateymis Baldurs Þórhallssonar, er ekki eins viss um að óprúttinn aðili sé þarna á ferð. Hann segir í samtali við fréttastofu að hann telji 95 prósent líkur á því að þarna sé latur hundaeigandi á ferð frekar en óvildarmaður. „Ég var að tala við konuna sem kom að þessu og spurði: „Ertu hundrað prósent á að þetta hafi verið sett þarna“ og hún sagði: „Nei alls ekki.“ Það getur alveg verið einhver hundaeigandi sem var með kúk í poka og pokinn rifnaði. Ég hef enga trúa á því að þetta sé eitthvað samsæri,“ segir Heimir. Sólborg Guðbrandsdóttir, annar meðlimur kosningateymis Baldurs, segir að hafi þetta verið verk hunds þá hafi sá hundur verið ansi stór. „Þetta var beint fyrir utan skrifstofuna. Maður þorir ekkert að fullyrða um hvort þetta hafi verið tilviljun eða ekki en fólk er víst til alls,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Forsetakosningar 2024 Reykjavík Hundar Tengdar fréttir Yrði gagnkynhneigður maður spurður sömu spurningar? Formaður Samtakanna '78 segir það áhyggjuefni þegar reynt er að nota kynhneigð forsetaframbjóðanda til að gera hann tortryggilegan. Baldur Þórhallsson var spurður í viðtali í vikunni hvort mynd af honum á stað sem sagður er vera kynlífsklúbbur geti skaðað ímynd forsetaembættisins. 1. maí 2024 12:08 „Hinsegin fólk þekkir vel að vera smættað niður í einkalíf sitt“ Samtökin 78 hvetja íslenskt samfélag í heild sinni til að halda sig í málefnalega umfjöllun í aðdraganda kosninga. Það gera þau í tilefni af umfjöllun um einkamálefni Baldurs Þórhallssonar. 1. maí 2024 09:46 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Hlýnandi veður Veður Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Sjá meira
Jón Kristinn Snæhólm, alþjóðastjórnmálafræðingur og stuðningsmaður Baldurs, kom á kosningamiðstöðina í gærmorgun og heyrði af atvikinu frá starfsfólki skrifstofunnar ásamt því að hann sá umræddan poka. Hann segir það hafið yfir allan vafa að óprúttnir aðilar standi að baki gjörningnum. „Ég á hund og er búinn að eiga hund allt mitt líf og þeir skíta ekki í poka í því magni sem var þarna um borð og fara með það fyrir utan hurð á Grensásvegi,“ segir Jón í samtali við fréttastofu. Furðufuglar á sveimi Hann vakti fyrst athygli á málinu í færslu sem hann birti á síðu sinni á Facebook í gærkvöldi. Þar minnist hann á þetta leiðindaatvik og ýjar að því að það séu fordómar og hatur sem búa að baki ógjörningnum. „Í morgun var fullum poka af hundaskít sturtað fyrir framan hurðina á kosningaskrifstofu okkar. Annarstaðar í heiminum er baráttufólki fyrir mannréttindum stungið í steininn, smánað og pyntað. Rísum undir nafni sem brautryðjendur frelsis, mannréttinda og mannhelgi. Horfum framan í heiminn og segjum stolt: Við þorum, við viljum og við getum,“ skrifar Jón Kristinn meðal annars. Hann rifjar upp aðkastið sem Vigdís Finnbogadóttir varð fyrir í sinni kosningabaráttu og segir gjörninga sem þessa gamalkunnt stef. „Það eru alltaf furðufuglar á sveimi í öllum prófkjörum og kosningum. Þú þarft að leggja á þig og skipuleggja svona gjörning. Þetta er ekkert sem þér dettur í hug sísvona. Þannig að þarna eru óvildarmenn eins og alls staðar,“ segir hann. Jón Kristinn fullyrðir að það liggi enginn vafi á því að þetta hafi verið viljaverk og harmar að slíkir fordómar og hatur skuli finnist enn í íslensku samfélagi. „Þetta er viljandi gert. Þetta er ekki nein tilviljun. Sumt er tilviljun háð en þetta er skipulagt. Þetta er mjög snemma um morguninn, það er búið að safna þessu saman og koma því fyrir þannig auðvitað er þarna hópur einstaklinga sem er að gera þetta. Eins leiðinlegt og það er,“ segir hann. Frekar latur hundaeigandi en óvildarmaður Heimir Hannesson, meðlimur kosningateymis Baldurs Þórhallssonar, er ekki eins viss um að óprúttinn aðili sé þarna á ferð. Hann segir í samtali við fréttastofu að hann telji 95 prósent líkur á því að þarna sé latur hundaeigandi á ferð frekar en óvildarmaður. „Ég var að tala við konuna sem kom að þessu og spurði: „Ertu hundrað prósent á að þetta hafi verið sett þarna“ og hún sagði: „Nei alls ekki.“ Það getur alveg verið einhver hundaeigandi sem var með kúk í poka og pokinn rifnaði. Ég hef enga trúa á því að þetta sé eitthvað samsæri,“ segir Heimir. Sólborg Guðbrandsdóttir, annar meðlimur kosningateymis Baldurs, segir að hafi þetta verið verk hunds þá hafi sá hundur verið ansi stór. „Þetta var beint fyrir utan skrifstofuna. Maður þorir ekkert að fullyrða um hvort þetta hafi verið tilviljun eða ekki en fólk er víst til alls,“ segir hún í samtali við fréttastofu.
Forsetakosningar 2024 Reykjavík Hundar Tengdar fréttir Yrði gagnkynhneigður maður spurður sömu spurningar? Formaður Samtakanna '78 segir það áhyggjuefni þegar reynt er að nota kynhneigð forsetaframbjóðanda til að gera hann tortryggilegan. Baldur Þórhallsson var spurður í viðtali í vikunni hvort mynd af honum á stað sem sagður er vera kynlífsklúbbur geti skaðað ímynd forsetaembættisins. 1. maí 2024 12:08 „Hinsegin fólk þekkir vel að vera smættað niður í einkalíf sitt“ Samtökin 78 hvetja íslenskt samfélag í heild sinni til að halda sig í málefnalega umfjöllun í aðdraganda kosninga. Það gera þau í tilefni af umfjöllun um einkamálefni Baldurs Þórhallssonar. 1. maí 2024 09:46 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Hlýnandi veður Veður Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Sjá meira
Yrði gagnkynhneigður maður spurður sömu spurningar? Formaður Samtakanna '78 segir það áhyggjuefni þegar reynt er að nota kynhneigð forsetaframbjóðanda til að gera hann tortryggilegan. Baldur Þórhallsson var spurður í viðtali í vikunni hvort mynd af honum á stað sem sagður er vera kynlífsklúbbur geti skaðað ímynd forsetaembættisins. 1. maí 2024 12:08
„Hinsegin fólk þekkir vel að vera smættað niður í einkalíf sitt“ Samtökin 78 hvetja íslenskt samfélag í heild sinni til að halda sig í málefnalega umfjöllun í aðdraganda kosninga. Það gera þau í tilefni af umfjöllun um einkamálefni Baldurs Þórhallssonar. 1. maí 2024 09:46