Hægriflokkar ná saman um myndun ríkisstjórnar Atli Ísleifsson skrifar 16. maí 2024 07:46 Hinn umdeildi Geert Wilders hefur verið mjög áberandi í hollenskum stjórnmálum síðustu áratugi. AP Geert Wilders, leiðtogi hollenska popúlistaflokksins Frelsisflokksins, segir að fjórir hægriflokkar hafi loks náð saman um myndun nýrrar samsteypustjórnar. Wilders mun ekki gegna embætti forsætisráðherra í þeirri stjórn. Wilders sagði í samtali við fjölmiðla í gær að samkomulag um myndun stjórnar væri í höfn en að spurningin um hver myndi gegna embætti forsætisráðherra yrði tekin upp síðar. Háværar raddir hafa verið uppi um að nýr forsætisráðherra verði tæknikrati, það er sóttur út fyrir hið pólitíska svið. Þingkosningar fóru fram í Hollandi fyrir hálfu ári síðan og varð Frelsisflokkur Wilders stærstur þar sem hann tryggði sér 37 þingsæti af 150. Wilders fór ekkert í grafgötur við það að hann myndi sækjast eftir forsætisráðherraembættinu í stjórnarviðræðum, en hann er mjög umdeildur í Hollandi þar sem hann hefur meðal annars talað gegn íslam og fyrir mjög strangri innflytjendastefnu. Ljóst má vera að aðrir hægriflokkar hafa ekki sætt sig við að Wilders yrði forsætisráðherra í nýrri stjórn. Þeir flokkar sem munu mynda nýja stjórn með Frelsisflokknum eru Þjóðarflokkurinn, flokkur Mark Rutte, fráfarandi forsætisráðherra, hinn íhaldssami NSC-flokkur og Bændahreyfingin (BBB). Ekki hafa fengist upplýsingar um hvað komi fram í stjórnarsáttmála flokkanna. Holland Tengdar fréttir Gefst upp á því að verða forsætisráðherra Geert Wilders, leiðtogi hins hollenska Frelsisflokks segist ekki munu verða næsti forsætisráðherra landsins vegna þess að mögulegir ríkisstjórnarflokkar styðja hann ekki. 13. mars 2024 21:57 Ekki lengur hægt að hunsa Frelsisflokkinn sem „muni stjórna“ „Það er ekki lengur hægt að hunsa PVV [Frelsisflokkinn]. Við munum stjórna.“ Þetta sagði Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, eftir að ljóst var að flokkurinn hefði unnið stórsigur í hollensku þingkosningunum sem fram fór í gær. 23. nóvember 2023 08:41 Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Wilders sagði í samtali við fjölmiðla í gær að samkomulag um myndun stjórnar væri í höfn en að spurningin um hver myndi gegna embætti forsætisráðherra yrði tekin upp síðar. Háværar raddir hafa verið uppi um að nýr forsætisráðherra verði tæknikrati, það er sóttur út fyrir hið pólitíska svið. Þingkosningar fóru fram í Hollandi fyrir hálfu ári síðan og varð Frelsisflokkur Wilders stærstur þar sem hann tryggði sér 37 þingsæti af 150. Wilders fór ekkert í grafgötur við það að hann myndi sækjast eftir forsætisráðherraembættinu í stjórnarviðræðum, en hann er mjög umdeildur í Hollandi þar sem hann hefur meðal annars talað gegn íslam og fyrir mjög strangri innflytjendastefnu. Ljóst má vera að aðrir hægriflokkar hafa ekki sætt sig við að Wilders yrði forsætisráðherra í nýrri stjórn. Þeir flokkar sem munu mynda nýja stjórn með Frelsisflokknum eru Þjóðarflokkurinn, flokkur Mark Rutte, fráfarandi forsætisráðherra, hinn íhaldssami NSC-flokkur og Bændahreyfingin (BBB). Ekki hafa fengist upplýsingar um hvað komi fram í stjórnarsáttmála flokkanna.
Holland Tengdar fréttir Gefst upp á því að verða forsætisráðherra Geert Wilders, leiðtogi hins hollenska Frelsisflokks segist ekki munu verða næsti forsætisráðherra landsins vegna þess að mögulegir ríkisstjórnarflokkar styðja hann ekki. 13. mars 2024 21:57 Ekki lengur hægt að hunsa Frelsisflokkinn sem „muni stjórna“ „Það er ekki lengur hægt að hunsa PVV [Frelsisflokkinn]. Við munum stjórna.“ Þetta sagði Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, eftir að ljóst var að flokkurinn hefði unnið stórsigur í hollensku þingkosningunum sem fram fór í gær. 23. nóvember 2023 08:41 Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Gefst upp á því að verða forsætisráðherra Geert Wilders, leiðtogi hins hollenska Frelsisflokks segist ekki munu verða næsti forsætisráðherra landsins vegna þess að mögulegir ríkisstjórnarflokkar styðja hann ekki. 13. mars 2024 21:57
Ekki lengur hægt að hunsa Frelsisflokkinn sem „muni stjórna“ „Það er ekki lengur hægt að hunsa PVV [Frelsisflokkinn]. Við munum stjórna.“ Þetta sagði Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, eftir að ljóst var að flokkurinn hefði unnið stórsigur í hollensku þingkosningunum sem fram fór í gær. 23. nóvember 2023 08:41