Viðtal á Stöð 2 kveikir upp í færeyskum stjórnmálum Kristján Már Unnarsson skrifar 17. maí 2024 11:03 Heðin Mortensen, borgarstjóri Þórshafnar, í viðtalinu umdeilda á Stöð 2. Fyrir aftan er ráðhús Þórshafnar. Egill Aðalsteinsson Ummæli borgarstjóra Þórshafnar, Heðins Mortensen, um að hann vildi bjóða Atlantshafsbandalaginu að byggja nýjan alþjóðaflugvöll í Færeyjum, komu sem sprengja inn í færeysk stjórnmál. Bæði lögmaður Færeyja, Aksel V. Johannesen, og utanríkisráðherrann Høgni Hoydal, hafa brugðist hart við og sagt þessa hugmynd ekki koma til greina. Það var í viðtali sem birtist á Stöð 2 síðastliðinn þriðjudag sem Heðin Mortensen lýsti þeirri skoðun sinni að hefja ætti viðræður við NATO um að varnarbandalagið greiddi kostnað við gerð 3.000 metra langrar flugbrautar á Glyvursnesi við Þórshöfn. Hann sagði núverandi flugvöll í Vogum of lítinn til að geta þjónað Færeyingum til framtíðar. Fréttin á Stöð 2 hefur vakið mikla athygli færeyskra fjölmiðla og kallað fram fjörugar umræður. Fréttasíðan Portal.fo greindi strax morguninn eftir frá ummælum borgarstjórans. Kringvarpið tók málið einnig upp og leitaði eftir viðbrögðum helstu stjórnmálamanna eyjanna. Teikning að 3.000 metra langri flugbraut á Glyvursnesi við Þórshöfn sem borgarstjórinn vill fá NATO til að borga.Landsverk Í viðtali við Kringvarpið tók Heðin Mortensen hugmyndina svo áfram á næsta stig. Hann hygðist ekki sitja við orðin tóm heldur yrði málið lagt formlega fyrir næsta fund bæjarráðs Þórshafnar síðar í þessum mánuði. Hann sagði að miðað við stöðu heimsmála væri upplagt að NATO greiddi kostnað við flugvöll á Glyvursnesi, sem stærstu flugvélar gætu lent á. Það gæfi færeysku atvinnulífi mikil tækifæri og samfélaginu í heild. Lögmaður Færeyja, Aksel V. Johannesen, og utanríkisráðherrann Høgni Hoydal voru samstíga í viðbrögðum sínum og sögðu þetta ekki koma til greina. Í Kringvarpinu settu þeir jafnframt ofan í við borgarstjórann og sögðu að öryggis- og varnarmál væru ekki á verksviði sveitarfélaga. Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, og Høgni Hoydal utanríkisráðherra, hafna báðir hugmyndinni um að NATO borgi flugvöll í Færeyjum. Hér eru þeir ásamt Ruth Vang fjármálaráðherra en þau eru formenn samstarfsflokkanna sem mynda landsstjórn Færeyja.Kringvarpið Í umfjöllun á dagur.fo segir að þetta séu ekki loftkastalar og tillagan hafi aldeilis kveikt upp í umræðunni. Sagt er frá því að Bjarni Prior, bæjarstjóri í Vogum, þar sem núverandi flugvöllur er, geri stólpagrín að hugmynd borgarstjóra Þórshafnar í pistli á Facebook. Þar segist Bjarni ætla að leggja þá tillögu fyrir næsta bæjarstjórnarfund að NASA verði fengið til að byggja geimeldflaugastöð í Vogum. Einkaaðilum eins og Elon Musk og Spacex yrði einnig heimilað að skjóta þaðan gervihnöttum á sporbraut um jörðu. Í staðinn ætti Elon að afhenda hverjum íbúa Voga Teslu rafmagnsbíl að gjöf. Heðin Mortensen, borgarstjóri Þórshafnar, fengi sæti út í geim í fyrstu ferðinni á kostnað bæjarstjóra Voga. Hér má sjá viðtalið umdeilda: Færeyjar NATO Öryggis- og varnarmál Danmörk Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vill bjóða NATO að byggja nýjan flugvöll í Færeyjum Borgarstjóri Þórshafnar vill bjóða NATO að byggja nýjan alþjóðaflugvöll í Færeyjum. Hann segir núverandi flugvöll of lítinn til að geta þjónað Færeyingum til framtíðar. 14. maí 2024 22:22 Býður þjóðarhöll Færeyja undir landsleiki Íslands Smíði nýrrar þjóðarhallar Færeyinga skotgengur og er stefnt að því að fyrstu kappleikirnir verði spilaðir í febrúar á næsta ári. Borgarstjóri Þórshafnar býður Íslendingum að nýta færeysku höllina undir landsleiki Íslands. 8. maí 2024 22:33 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Það var í viðtali sem birtist á Stöð 2 síðastliðinn þriðjudag sem Heðin Mortensen lýsti þeirri skoðun sinni að hefja ætti viðræður við NATO um að varnarbandalagið greiddi kostnað við gerð 3.000 metra langrar flugbrautar á Glyvursnesi við Þórshöfn. Hann sagði núverandi flugvöll í Vogum of lítinn til að geta þjónað Færeyingum til framtíðar. Fréttin á Stöð 2 hefur vakið mikla athygli færeyskra fjölmiðla og kallað fram fjörugar umræður. Fréttasíðan Portal.fo greindi strax morguninn eftir frá ummælum borgarstjórans. Kringvarpið tók málið einnig upp og leitaði eftir viðbrögðum helstu stjórnmálamanna eyjanna. Teikning að 3.000 metra langri flugbraut á Glyvursnesi við Þórshöfn sem borgarstjórinn vill fá NATO til að borga.Landsverk Í viðtali við Kringvarpið tók Heðin Mortensen hugmyndina svo áfram á næsta stig. Hann hygðist ekki sitja við orðin tóm heldur yrði málið lagt formlega fyrir næsta fund bæjarráðs Þórshafnar síðar í þessum mánuði. Hann sagði að miðað við stöðu heimsmála væri upplagt að NATO greiddi kostnað við flugvöll á Glyvursnesi, sem stærstu flugvélar gætu lent á. Það gæfi færeysku atvinnulífi mikil tækifæri og samfélaginu í heild. Lögmaður Færeyja, Aksel V. Johannesen, og utanríkisráðherrann Høgni Hoydal voru samstíga í viðbrögðum sínum og sögðu þetta ekki koma til greina. Í Kringvarpinu settu þeir jafnframt ofan í við borgarstjórann og sögðu að öryggis- og varnarmál væru ekki á verksviði sveitarfélaga. Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, og Høgni Hoydal utanríkisráðherra, hafna báðir hugmyndinni um að NATO borgi flugvöll í Færeyjum. Hér eru þeir ásamt Ruth Vang fjármálaráðherra en þau eru formenn samstarfsflokkanna sem mynda landsstjórn Færeyja.Kringvarpið Í umfjöllun á dagur.fo segir að þetta séu ekki loftkastalar og tillagan hafi aldeilis kveikt upp í umræðunni. Sagt er frá því að Bjarni Prior, bæjarstjóri í Vogum, þar sem núverandi flugvöllur er, geri stólpagrín að hugmynd borgarstjóra Þórshafnar í pistli á Facebook. Þar segist Bjarni ætla að leggja þá tillögu fyrir næsta bæjarstjórnarfund að NASA verði fengið til að byggja geimeldflaugastöð í Vogum. Einkaaðilum eins og Elon Musk og Spacex yrði einnig heimilað að skjóta þaðan gervihnöttum á sporbraut um jörðu. Í staðinn ætti Elon að afhenda hverjum íbúa Voga Teslu rafmagnsbíl að gjöf. Heðin Mortensen, borgarstjóri Þórshafnar, fengi sæti út í geim í fyrstu ferðinni á kostnað bæjarstjóra Voga. Hér má sjá viðtalið umdeilda:
Færeyjar NATO Öryggis- og varnarmál Danmörk Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vill bjóða NATO að byggja nýjan flugvöll í Færeyjum Borgarstjóri Þórshafnar vill bjóða NATO að byggja nýjan alþjóðaflugvöll í Færeyjum. Hann segir núverandi flugvöll of lítinn til að geta þjónað Færeyingum til framtíðar. 14. maí 2024 22:22 Býður þjóðarhöll Færeyja undir landsleiki Íslands Smíði nýrrar þjóðarhallar Færeyinga skotgengur og er stefnt að því að fyrstu kappleikirnir verði spilaðir í febrúar á næsta ári. Borgarstjóri Þórshafnar býður Íslendingum að nýta færeysku höllina undir landsleiki Íslands. 8. maí 2024 22:33 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Vill bjóða NATO að byggja nýjan flugvöll í Færeyjum Borgarstjóri Þórshafnar vill bjóða NATO að byggja nýjan alþjóðaflugvöll í Færeyjum. Hann segir núverandi flugvöll of lítinn til að geta þjónað Færeyingum til framtíðar. 14. maí 2024 22:22
Býður þjóðarhöll Færeyja undir landsleiki Íslands Smíði nýrrar þjóðarhallar Færeyinga skotgengur og er stefnt að því að fyrstu kappleikirnir verði spilaðir í febrúar á næsta ári. Borgarstjóri Þórshafnar býður Íslendingum að nýta færeysku höllina undir landsleiki Íslands. 8. maí 2024 22:33