Ætlar alla leið í baráttu fyrir nafninu sínu Jón Þór Stefánsson skrifar 17. maí 2024 15:38 Rúnar Geirmundsson vill fá að heita Rúnar Hroði Geirmundsson. Bylgjan „Þetta er bara mitt „identity“. Þetta er minn karakter. Ég hef verið kallaður þetta í sautján ár,“ segir Rúnar Hroði Geirmundsson um ákvörðun Mannanafnanefndar að úrskurða að leyfa ekki fólki að bera nafnið Hroði. Í Bítinu á Bylgjunni í morgun greindi Rúnar frá því að hann hafi verið nýbyrjaður í kraftlyftingum þegar nafnið festist við hann. „Þegar ég byrjaði að keppa var ég ekkert rosalega sterkur. Þá lyfti ég tölum sem einn vinur minn, sem er nú fallinn frá, sagði að væru alveg hroðalegar. „Þú ert bara algjör hroðinn,“ sagði hann.“ Þrátt fyrir þetta átti Rúnar eftir að verða heimsmeistari í kraftlyftingum. „Það var ég, sem hroðinn, sem kláraði það verkefni eins og öll þau verkefni sem ég tek að mér.“ Sjá einnig: Nafnið Hroði of hroðalegt Rúnar Hroði segist hafa ákveðið að láta Mannanafnanefnd taka málið fyrir, ekki síst vegna þess að vinur hans sem kallaði hann það fyrst er nú látinn. „Ég var viss um að þetta myndi fara í gegn,“ segir Rúnar og bætir við að hann hafi kynnt sér hvað þurfi til að nafn sé samþykkt, og honum hafi þótt borðliggjandi um að Hroði stæðist það allt. „En svo fæ ég þær skýringar að þetta þyki of hroðalegt. Þetta þyki hrottalegt og tengt við neikvæðar lýsingar.“ Rúnari þykir það sérstakt að huglætt mat nefndarmanns Mannanafnanefndar ráði för um hvað hann megi heita. „Hvar annars staðar má maður ekki heita það sem maður vill heita?“ Hann segist vera kominn með lögmann í málið og ætlar „alla leið“. Hann ætlar sér að geta heitið Hroði. Hroði til umfjöllunar á Alþingi Þetta mál var ekki bara rætt í Bítinu á Bylgjunni heldur líka hinu háa Alþingi. Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, hélt ræðu um ákvörðun mannanafnefndar á þingfundi í dag. Hann segir hana dæmi um forsjárhyggju. „Mig langar sérstaklega að taka fyrir úrskurð mannanafnanefndar sem hún birti fyrir tveimur dögum síðan þar sem ákveðið var að nafnið Hroði mætti ekki vera nafn. Af hverju mátti það ekki?“ spurði Gísli sem benti á að nafnið stæðist öll skilyrði nema áðurnefnt huglætt mat. Nafnið megi ekki vera til ama. Gísla þykir sérstakt að ekki megi bera nafnið Hroði.Vísir/Vilhelm „Og hver á að ákveða hvað er til ama og hvað er ekki til ama? Jú, mannanafnanefnd ákveður að vegna þess að þetta getur þýtt það sama og uppgangur og slím í lungum, rusl, úrgangur og óþverri hljóti þetta að vera slæmt nafn.“ Hann benti þá á að á sama fundi Mannanafnanefndar hafi eiginnafnið Klaki verið samþykkt. „Þegar orðabók Árnastofnunar er skoðuð og orðinu Hroði flett upp þá kemur fram að ein af skilgreiningunum á því er krapakenndur ís á sjó eða vatni. Og hver er munurinn á því og klaka?“ Mannanöfn Bítið Alþingi Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Í Bítinu á Bylgjunni í morgun greindi Rúnar frá því að hann hafi verið nýbyrjaður í kraftlyftingum þegar nafnið festist við hann. „Þegar ég byrjaði að keppa var ég ekkert rosalega sterkur. Þá lyfti ég tölum sem einn vinur minn, sem er nú fallinn frá, sagði að væru alveg hroðalegar. „Þú ert bara algjör hroðinn,“ sagði hann.“ Þrátt fyrir þetta átti Rúnar eftir að verða heimsmeistari í kraftlyftingum. „Það var ég, sem hroðinn, sem kláraði það verkefni eins og öll þau verkefni sem ég tek að mér.“ Sjá einnig: Nafnið Hroði of hroðalegt Rúnar Hroði segist hafa ákveðið að láta Mannanafnanefnd taka málið fyrir, ekki síst vegna þess að vinur hans sem kallaði hann það fyrst er nú látinn. „Ég var viss um að þetta myndi fara í gegn,“ segir Rúnar og bætir við að hann hafi kynnt sér hvað þurfi til að nafn sé samþykkt, og honum hafi þótt borðliggjandi um að Hroði stæðist það allt. „En svo fæ ég þær skýringar að þetta þyki of hroðalegt. Þetta þyki hrottalegt og tengt við neikvæðar lýsingar.“ Rúnari þykir það sérstakt að huglætt mat nefndarmanns Mannanafnanefndar ráði för um hvað hann megi heita. „Hvar annars staðar má maður ekki heita það sem maður vill heita?“ Hann segist vera kominn með lögmann í málið og ætlar „alla leið“. Hann ætlar sér að geta heitið Hroði. Hroði til umfjöllunar á Alþingi Þetta mál var ekki bara rætt í Bítinu á Bylgjunni heldur líka hinu háa Alþingi. Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, hélt ræðu um ákvörðun mannanafnefndar á þingfundi í dag. Hann segir hana dæmi um forsjárhyggju. „Mig langar sérstaklega að taka fyrir úrskurð mannanafnanefndar sem hún birti fyrir tveimur dögum síðan þar sem ákveðið var að nafnið Hroði mætti ekki vera nafn. Af hverju mátti það ekki?“ spurði Gísli sem benti á að nafnið stæðist öll skilyrði nema áðurnefnt huglætt mat. Nafnið megi ekki vera til ama. Gísla þykir sérstakt að ekki megi bera nafnið Hroði.Vísir/Vilhelm „Og hver á að ákveða hvað er til ama og hvað er ekki til ama? Jú, mannanafnanefnd ákveður að vegna þess að þetta getur þýtt það sama og uppgangur og slím í lungum, rusl, úrgangur og óþverri hljóti þetta að vera slæmt nafn.“ Hann benti þá á að á sama fundi Mannanafnanefndar hafi eiginnafnið Klaki verið samþykkt. „Þegar orðabók Árnastofnunar er skoðuð og orðinu Hroði flett upp þá kemur fram að ein af skilgreiningunum á því er krapakenndur ís á sjó eða vatni. Og hver er munurinn á því og klaka?“
Mannanöfn Bítið Alþingi Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira