Nauðsynlegt að fresta atkvæðagreiðslu um umdeilda verksmiðju Bjarki Sigurðsson skrifar 18. maí 2024 14:00 Elliði Vignisson er bæjarstjóri Ölfuss. Vísir/Egill Íbúakosningu um hvort reisa eigi umdeilda mölunarverksmiðju í Ölfusi var frestað á síðustu stundu í gær, sem bæjarstjóri segir hafa verið nauðsynlegt. Minnihlutinn segir ákvörðunina hins vegar óskiljanlega og hyggst leita álits á því hvort hún sé yfir höfuð lögleg. Íbúar áttu að greiða atkvæði um deiliskipulag fyrir mölunarverksmiðju og höfn þýska fyrirtækisins Heidelberg í Keflavík við Þórshöfn í Ölfus. Á aukafundi bæjarstjórnar í gær var ákveðið að fresta atkvæðagreiðslunni, sem gerist afar sjaldan. Hafði áhyggjur af staðsetningu Ákvörðunin var tekin eftir að bæjarstjórn barst fréf frá forstjóra landeldisfyrirtækisins First Water sem er með starfsstöðvar nálægt fyrirhugaðri mölunarverksmiðju. Í bréfinu lýsti hann áhyggjum af því að verksmiðjan væri svo nálægt eldisstöðvunum. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir fundinn í gær ekki hafa verið hitafund, hins vegar hafi ekki verið hægt að gera annað en að fresta atkvæðagreiðslunni. „Þetta er náttúrulega mjög sérstök staða sem þetta félag setur bæjarfulltrúa í, af því að vilji allra er að vanda til verka,“ segir Elliði. „Það er ekki hægt að láta hjá líða eins og ekkert hafi í skorist en það er heldur ekki hægt að láta órökstuddar fullyrðingar stærsta félags staðarins lifa óhaggaðar,“ segir Elliði. Boða First Water á fund Bæjarstjórnin hefur óskað eftir fundi með First Water þar sem fyrirtækið er beðið um að rökstyðja þær fullyrðingar sem ritaðar voru í bréfinu. „Tekjur sveitarfélagsins gætu numið 700 miljónum á ári og það verða til sextíu til áttatíu störf sem greiða um eða yfir milljón á mánuði. Um leið eru þetta umhverfisáhrif, þetta er verksmiðja sem fer ekki framhjá neinum sem keyrir framhjá. Þannig það er mjög eðlilegt að um málið séu skiptar skoðanir,“ segir Elliði. Upplýsingarnar séu ekki nýjar Ása Berglind Hjálmarsdóttir, bæjarfulltrúi minnihlutans, segir ákvörðun meirihlutans vera furðulega. „Sveitarfélagið boðaði til bindandi íbúakosningar og þessi gögn sem komu fram í þessu bréfi, þetta var í raun ekki nýtt því þessi sjónarmið höfðu algjörlega verið á lofti áður. Margir höfðu bent á að þetta fer ekki saman, það er að segja umhverfisvænn matvælaiðnaður og risavaxin grjótmulningsverksmiðja. Þannig að eins og við hörfum á þetta þá eru þetta ekki nýjar upplýsingar og alls engin ástæða til þess að fyrirhuguðum boðuðum kosningum verði frestað,“ segir Ása Berglind. Ása Berglind Hjálmarsdóttir, oddviti minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.Vísir/Arnar Ölfus Skipulag Námuvinnsla Fiskeldi Deilur um iðnað í Ölfusi Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Íbúar áttu að greiða atkvæði um deiliskipulag fyrir mölunarverksmiðju og höfn þýska fyrirtækisins Heidelberg í Keflavík við Þórshöfn í Ölfus. Á aukafundi bæjarstjórnar í gær var ákveðið að fresta atkvæðagreiðslunni, sem gerist afar sjaldan. Hafði áhyggjur af staðsetningu Ákvörðunin var tekin eftir að bæjarstjórn barst fréf frá forstjóra landeldisfyrirtækisins First Water sem er með starfsstöðvar nálægt fyrirhugaðri mölunarverksmiðju. Í bréfinu lýsti hann áhyggjum af því að verksmiðjan væri svo nálægt eldisstöðvunum. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir fundinn í gær ekki hafa verið hitafund, hins vegar hafi ekki verið hægt að gera annað en að fresta atkvæðagreiðslunni. „Þetta er náttúrulega mjög sérstök staða sem þetta félag setur bæjarfulltrúa í, af því að vilji allra er að vanda til verka,“ segir Elliði. „Það er ekki hægt að láta hjá líða eins og ekkert hafi í skorist en það er heldur ekki hægt að láta órökstuddar fullyrðingar stærsta félags staðarins lifa óhaggaðar,“ segir Elliði. Boða First Water á fund Bæjarstjórnin hefur óskað eftir fundi með First Water þar sem fyrirtækið er beðið um að rökstyðja þær fullyrðingar sem ritaðar voru í bréfinu. „Tekjur sveitarfélagsins gætu numið 700 miljónum á ári og það verða til sextíu til áttatíu störf sem greiða um eða yfir milljón á mánuði. Um leið eru þetta umhverfisáhrif, þetta er verksmiðja sem fer ekki framhjá neinum sem keyrir framhjá. Þannig það er mjög eðlilegt að um málið séu skiptar skoðanir,“ segir Elliði. Upplýsingarnar séu ekki nýjar Ása Berglind Hjálmarsdóttir, bæjarfulltrúi minnihlutans, segir ákvörðun meirihlutans vera furðulega. „Sveitarfélagið boðaði til bindandi íbúakosningar og þessi gögn sem komu fram í þessu bréfi, þetta var í raun ekki nýtt því þessi sjónarmið höfðu algjörlega verið á lofti áður. Margir höfðu bent á að þetta fer ekki saman, það er að segja umhverfisvænn matvælaiðnaður og risavaxin grjótmulningsverksmiðja. Þannig að eins og við hörfum á þetta þá eru þetta ekki nýjar upplýsingar og alls engin ástæða til þess að fyrirhuguðum boðuðum kosningum verði frestað,“ segir Ása Berglind. Ása Berglind Hjálmarsdóttir, oddviti minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.Vísir/Arnar
Ölfus Skipulag Námuvinnsla Fiskeldi Deilur um iðnað í Ölfusi Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira