Bæjarstjóri sakaður um að vera njósnari: „Enginn veit hver hún er“ Jón Þór Stefánsson skrifar 19. maí 2024 08:36 Alice Guo hefur verið á milli tannanna á fólki í Filippseyjum undanfarið vegna meintra tengsla hennar við mansalsstarfsemi og spurninga um uppruna hennar. Bæjarstjórn Bamban Bæjarstjóri filippseyska bæjarins Bamban er nú skyndilega í kastljósi fjölmiðla, bæði innan Filippseyja sem utan, vegna ásakanna um að hún sé í raun og veru að vinna fyrir Kína. Bæjarstjórinn sem um ræðir er hin 35 ára gamla Alice Guo. Ekkert hafði þótt benda til þess að eitthvað óvenjulegt væri í seyði með hana. Þangað til filippseyska þingið gerði henni að gefa skýrslu fyrr í þessum mánuði. BBC fjallar um málið, en í frétt miðilsins segir að málið megi rekja til lögregluaðgerða í húsnæði netspilavítis í bænum hennar. Í ljós hafi komið að spilavítið væri svikamilla. Þar hafi starfað um sjöhundruð manns, þar af rúmlega 200 kínverjar og aðrir 73 útlendingar. Þetta fólk er talið hafa verið í kynlífsmansali á netinu. „Enginn veit hver hún er“ Ferdinand Marcos, forseti Filipseyja, hefur gripið til mikilla aðgerða gegn netspilavítum sem þessum, sérstaklega vegna uppgötvana um að sum þeirra starfræki mansal. Rannsókn á áðurnefndu netspilavíti leiddi í ljós að húsnæði þess væri á lóð í eigu Guo, sem væri í raun örstutt frá skrifstofu hennar. Hún hefur þó haldið því fram að hafa selt landareignina áður en hún fór í framboð til bæjarstjórnar fyrir tveimur árum. Um er að ræða átta hektara land, sem samkvæmt BBC inniheldur sundlaug og vínkjallara, en einnig húsnæði þar sem áðurnefnd svikamillustarfsemi fór fram. „Enginn veit hver hún er. Við veltum fyrir okkur hvaðan hún kemur. Þess vegna erum við að rannsaka þetta, vegna spurninga um uppruna hennar,“ sagði Marcos forseti við blaðamenn. Lítið er vitað um Guo, sem er óvenjulegt í filippseyskum stjórnmálum þar sem pólitíkusar koma gjarnan úr þekktum fjölskyldum stjórnmálamanna. Þá bendir BBC á að eftirnafn hennar, Guo, sé eitt algengasta fjölskyldunafn Filippseyja hjá fólki af kínverskum uppruna. Í skýrslutöku hjá filippseyska þinginu á dögunum viðurkenndi Guo að fæðingarvottorð hennar hefði verið gefið út þegar hún var nýorðin sautján ára. Hún sagði ástæðuna vera að hún hefði fæðst heima hjá sér, en ekki á spítala eða á annarri heilbrigðisstofnun. Þá vakti einnig athygli að Guo sagði föður sinn vera filippseyskan, en samkvæmt gögnum sem liggja fyrir í málinu er hann sagður kínverskur. Sökuð um að vera njósnari „Er Alice bæjarstjóri, og aðrir hennar líkir með dularfullan bakgrunn, að vinna fyrir Kína? Komið fyrir í landinu okkar svo þau geti skipt sér af filippseyskum stjórnmálum?“ spurði Risa Hontiveros, þingmaður í Filippseyjum að skýrslutökunni lokinni. „Það er erfitt að trúa því að Alice Guo, bæjarstjóri Bamban svari alltaf með því að segja: „Ég veit það ekki,“ Og hún man ekki einu sinni hvar hún átti heima,“ sagði Sherwin Gatchalian, annar þingmaður. Guo hefur ekki tjáð sig um ásakanir um að hún sé í raun og veru njósnari, og þá hefur hún forðast viðtöl við fjölmiðla í kjölfar skýrslutökunnar. Filippseyjar Erlend sakamál Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Bæjarstjórinn sem um ræðir er hin 35 ára gamla Alice Guo. Ekkert hafði þótt benda til þess að eitthvað óvenjulegt væri í seyði með hana. Þangað til filippseyska þingið gerði henni að gefa skýrslu fyrr í þessum mánuði. BBC fjallar um málið, en í frétt miðilsins segir að málið megi rekja til lögregluaðgerða í húsnæði netspilavítis í bænum hennar. Í ljós hafi komið að spilavítið væri svikamilla. Þar hafi starfað um sjöhundruð manns, þar af rúmlega 200 kínverjar og aðrir 73 útlendingar. Þetta fólk er talið hafa verið í kynlífsmansali á netinu. „Enginn veit hver hún er“ Ferdinand Marcos, forseti Filipseyja, hefur gripið til mikilla aðgerða gegn netspilavítum sem þessum, sérstaklega vegna uppgötvana um að sum þeirra starfræki mansal. Rannsókn á áðurnefndu netspilavíti leiddi í ljós að húsnæði þess væri á lóð í eigu Guo, sem væri í raun örstutt frá skrifstofu hennar. Hún hefur þó haldið því fram að hafa selt landareignina áður en hún fór í framboð til bæjarstjórnar fyrir tveimur árum. Um er að ræða átta hektara land, sem samkvæmt BBC inniheldur sundlaug og vínkjallara, en einnig húsnæði þar sem áðurnefnd svikamillustarfsemi fór fram. „Enginn veit hver hún er. Við veltum fyrir okkur hvaðan hún kemur. Þess vegna erum við að rannsaka þetta, vegna spurninga um uppruna hennar,“ sagði Marcos forseti við blaðamenn. Lítið er vitað um Guo, sem er óvenjulegt í filippseyskum stjórnmálum þar sem pólitíkusar koma gjarnan úr þekktum fjölskyldum stjórnmálamanna. Þá bendir BBC á að eftirnafn hennar, Guo, sé eitt algengasta fjölskyldunafn Filippseyja hjá fólki af kínverskum uppruna. Í skýrslutöku hjá filippseyska þinginu á dögunum viðurkenndi Guo að fæðingarvottorð hennar hefði verið gefið út þegar hún var nýorðin sautján ára. Hún sagði ástæðuna vera að hún hefði fæðst heima hjá sér, en ekki á spítala eða á annarri heilbrigðisstofnun. Þá vakti einnig athygli að Guo sagði föður sinn vera filippseyskan, en samkvæmt gögnum sem liggja fyrir í málinu er hann sagður kínverskur. Sökuð um að vera njósnari „Er Alice bæjarstjóri, og aðrir hennar líkir með dularfullan bakgrunn, að vinna fyrir Kína? Komið fyrir í landinu okkar svo þau geti skipt sér af filippseyskum stjórnmálum?“ spurði Risa Hontiveros, þingmaður í Filippseyjum að skýrslutökunni lokinni. „Það er erfitt að trúa því að Alice Guo, bæjarstjóri Bamban svari alltaf með því að segja: „Ég veit það ekki,“ Og hún man ekki einu sinni hvar hún átti heima,“ sagði Sherwin Gatchalian, annar þingmaður. Guo hefur ekki tjáð sig um ásakanir um að hún sé í raun og veru njósnari, og þá hefur hún forðast viðtöl við fjölmiðla í kjölfar skýrslutökunnar.
Filippseyjar Erlend sakamál Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira