Stöð 2 Sport
Við hefjum leik á viðureign Vestra og Víkings í Bestu-deild karla klukkan 13:50 áður en KA tekur á móti Fylki klukkan 16:05.
Klukkan 18:30 hefst svo bein útsending frá öðrum leik Grindavíkur og Vals í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í körfubolta þar sem Valsmenn leiða einvígið 1-0. Að leik loknum munu sérfræðingar Körfuboltakvölds svo fara yfir allt það helsta úr leiknum.
Stöð 2 Sport 3
Salernitana tekur á móti Hellas Verona í ítalska boltanum klukkan 16:20 áður en Bologna og Juventus eigast við klukkan 18:35.
Stöð 2 Sport 5
FH og KR eigast við í Bestu-deild karla klukkan 16:45 og klukkan 19:10 verða Ísey Tilþrifin á sínum stað til að gera upp allt það helsta úr leikjum dagsins.
Vodafone Sport
Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Bayern München heimsækja Hoffenheim í þýska boltanum klukkan 13:25.
Klukkan 16:50 eigast svo Hammarby og Rosengard við í sænska boltanum áður en viðureign Red Sox og Blue Jays í NHL-deildinni í íshokkí lokar dagskránni klukkan 22:30.