„Ég stóð bara með sóttvarnalækni“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. maí 2024 12:45 Katrín gefur lítið fyrir gagnrýni Helgu Þórisdóttur mótframbjóðanda. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra segist aðeins hafa staðið með sóttvarnalækni í deilum Persónuverndar og Íslenskri erfðagreiningu í miðjum faraldri. Hún hafi á engan hátt hlutast til um ákvörðun Persónuverndar. Undanfarna daga hefur umræða spunnist um viðbrögð Katrínar við ákvörðun Persónuverndar sem varðaði blóðsýnatöku Íslenskrar erfðagreiningar í sóttvarnaskyni í miðjum Covid-faraldri. Persónuvernd taldi á sínum tíma að vinnsla persónuupplýsinga hjá íslenskri erfðagreiningu hafi ekki verið í samræmi við lög. Helga Þórisdóttir, forsetaframbjóðandi og þáverandi forstjóri Persónuverndar og sagði í viðtali á RÚV í vikunni að það hafi verið áfall, þegar Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreingar birti samskipti hans og Katrínar, þar sem þau ræða um ákvörðun Persónuverndar. Það hafi verið gríðarlegt sjokk að forsætisráðherra hafi ákveðið að styðja frekar einkafyrirtæki heldur en stofnunina sína, eins og Helga orðaði það. Katrín segist hafa litið á umrædda blóðsýnatöku sem sóttvarnarráðstöfun, en ekki vísindarannsókn. „Það sem ég sagði um þetta mál á sínum tíma, og þau samskipti eru öll opinber, er að þessi ákvörðun Persónuverndar kom mér á óvart. Hins vegar hlutaðist ég, ekki á neinn hátt, til um ákvörðun stofnunarinnar, enda er hún sjálfstæð,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi ákvörðun Persónuverndar úr gildi. Þeirri niðurstöðu var síðan áfrýjað til Landsréttar af hálfu Persónuverndar. Katrín segist ekki hafa gert lítið úr Persónuvernd með því að standa með sóttvarnalækni og hans mati á ráðstöfunum. „Það var einfaldlega minn skilningur, eins og sóttvarnalæknis, að þessi blóðsýnataka væri hluti af opinberum sóttvarnarráðstöfunum. Þess vegna kom ákvörðun Persónuverndar mér á óvart, en það gerir ekki lítið úr því mikilvæga starfi sem sú stofnun vinnur.“ Viðbrögðin hafi ekki verið lituð af hræðslu við að Íslensk erfðagreining myndi láta af stuðningi við heilbrigðiskerfið. „Ég var einfaldlega að lýsa minni skoðun þegar ég tjáði það í þessu bréfi að ákvörðunin hafi komið mér á óvart. Það var nú ekki flóknara en það.“ Uppfært kl. 14:47: Málið snúist ekki um sóttvarnir Helga Þórisdóttir hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem hún segir málið ekki snúast um sóttvarnir. „Ákvörðun Persónuverndar fól í sér að Íslensk erfðagreining hefði farið af stað með vísindarannsókn, án þess að hafa tilskilin leyfi fyrir henni. Þetta er það sem Persónuvernd gerði athugasemd við í ákvörðun sinni. Þá skal jafnframt á það bent að margar og víðtækar rannsóknir voru framkvæmdar um heim allan í tengslum við Covid19. Þær voru gerðar með leyfi viðeigandi eftirlitsstofnana. Í þessari rannsókn braut Íslensk erfðagreining lög og nýtti bæði forsætisráðherra og sóttvarnalækni til að grafa undan hlutverki Persónuverndar og Vísindasiðanefndar.x“Fyrrverandi forsætisráðherra hafi stílað bréf sitt á forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, ekki sóttvarnalækni. „Í bréfinu kemur fram skýr skoðun ráðherrans á því hvernig Persónuvernd hefði átt að leysa úr málinu, sbr. m.a. orðalag ráðherrans um að “rannsóknina ber að skoða í ljósi aðstæðna í samfélaginu”. Það athugast hér að Persónuvernd er sjálfstæð stofnun með sérstaka stjórn. Hún tekur ekki við fyrirmælum frá stjórnvöldum eða öðrum aðilum. Gríðarlega mikið er lagt upp úr sjálfstæði persónuverndarstofnana frá öllu ytra áreiti á öllu EES-svæðinu, enda persónuupplýsingar hin nýja olía á tækniöld og margir sem þær ásælast – sérstaklega þeir sem atvinnu hafa af vinnslu heilbrigðisupplýsinga landsmanna,“ segir Helga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Íslensk erfðagreining Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Undanfarna daga hefur umræða spunnist um viðbrögð Katrínar við ákvörðun Persónuverndar sem varðaði blóðsýnatöku Íslenskrar erfðagreiningar í sóttvarnaskyni í miðjum Covid-faraldri. Persónuvernd taldi á sínum tíma að vinnsla persónuupplýsinga hjá íslenskri erfðagreiningu hafi ekki verið í samræmi við lög. Helga Þórisdóttir, forsetaframbjóðandi og þáverandi forstjóri Persónuverndar og sagði í viðtali á RÚV í vikunni að það hafi verið áfall, þegar Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreingar birti samskipti hans og Katrínar, þar sem þau ræða um ákvörðun Persónuverndar. Það hafi verið gríðarlegt sjokk að forsætisráðherra hafi ákveðið að styðja frekar einkafyrirtæki heldur en stofnunina sína, eins og Helga orðaði það. Katrín segist hafa litið á umrædda blóðsýnatöku sem sóttvarnarráðstöfun, en ekki vísindarannsókn. „Það sem ég sagði um þetta mál á sínum tíma, og þau samskipti eru öll opinber, er að þessi ákvörðun Persónuverndar kom mér á óvart. Hins vegar hlutaðist ég, ekki á neinn hátt, til um ákvörðun stofnunarinnar, enda er hún sjálfstæð,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi ákvörðun Persónuverndar úr gildi. Þeirri niðurstöðu var síðan áfrýjað til Landsréttar af hálfu Persónuverndar. Katrín segist ekki hafa gert lítið úr Persónuvernd með því að standa með sóttvarnalækni og hans mati á ráðstöfunum. „Það var einfaldlega minn skilningur, eins og sóttvarnalæknis, að þessi blóðsýnataka væri hluti af opinberum sóttvarnarráðstöfunum. Þess vegna kom ákvörðun Persónuverndar mér á óvart, en það gerir ekki lítið úr því mikilvæga starfi sem sú stofnun vinnur.“ Viðbrögðin hafi ekki verið lituð af hræðslu við að Íslensk erfðagreining myndi láta af stuðningi við heilbrigðiskerfið. „Ég var einfaldlega að lýsa minni skoðun þegar ég tjáði það í þessu bréfi að ákvörðunin hafi komið mér á óvart. Það var nú ekki flóknara en það.“ Uppfært kl. 14:47: Málið snúist ekki um sóttvarnir Helga Þórisdóttir hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem hún segir málið ekki snúast um sóttvarnir. „Ákvörðun Persónuverndar fól í sér að Íslensk erfðagreining hefði farið af stað með vísindarannsókn, án þess að hafa tilskilin leyfi fyrir henni. Þetta er það sem Persónuvernd gerði athugasemd við í ákvörðun sinni. Þá skal jafnframt á það bent að margar og víðtækar rannsóknir voru framkvæmdar um heim allan í tengslum við Covid19. Þær voru gerðar með leyfi viðeigandi eftirlitsstofnana. Í þessari rannsókn braut Íslensk erfðagreining lög og nýtti bæði forsætisráðherra og sóttvarnalækni til að grafa undan hlutverki Persónuverndar og Vísindasiðanefndar.x“Fyrrverandi forsætisráðherra hafi stílað bréf sitt á forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, ekki sóttvarnalækni. „Í bréfinu kemur fram skýr skoðun ráðherrans á því hvernig Persónuvernd hefði átt að leysa úr málinu, sbr. m.a. orðalag ráðherrans um að “rannsóknina ber að skoða í ljósi aðstæðna í samfélaginu”. Það athugast hér að Persónuvernd er sjálfstæð stofnun með sérstaka stjórn. Hún tekur ekki við fyrirmælum frá stjórnvöldum eða öðrum aðilum. Gríðarlega mikið er lagt upp úr sjálfstæði persónuverndarstofnana frá öllu ytra áreiti á öllu EES-svæðinu, enda persónuupplýsingar hin nýja olía á tækniöld og margir sem þær ásælast – sérstaklega þeir sem atvinnu hafa af vinnslu heilbrigðisupplýsinga landsmanna,“ segir Helga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Íslensk erfðagreining Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira