Sjáðu sprellimark Arnþórs Ara og öll hin mörkin úr Bestu deildinni í gær Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. maí 2024 11:30 Arnþór Ari Atlason jafnaði leikinn fyrir HK gegn Val með stórfurðulegu marki. Vísir/Bára Þrír leikir fóru fram í Bestu deild karla í gær. Breiðablik og Valur fögnuðu þar sigrum meðan Fram og ÍA skildu jöfn. Breiðablik-Stjarnan 2-1 Það tók Breiðablik ekki nema fimm mínútur að brjóta ísinn. Damir gerði vel í að vinna boltann í vörninni og heimamenn fóru í skyndisókn þar sem Viktor Karl Einarsson renndi boltanum inn fyrir vörn Stjörnunnar á Kristinn Steindórsson sem lét verja frá sér en Patrik Johannesen náði frákastinu og skoraði. Lokamínútur fyrri hálfleiks voru ansi fjörugur. Þvert gegn gangi leiksins komust Blikar í 2-0 þar sem mislukkuð klippa Patrik Johannesen endaði á því að Jason Daði Svanþórsson var fyrstur á boltann í teignum og skoraði. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks átti Damir Muminovic klaufalega tæklingu inn í teig og Örvar Eggertsson féll niður og fékk verðskuldaða vítaspyrnu. Emil Atlason skoraði úr vítaspyrnunni og minnkaði muninn í 2-1 sem varð lokaniðurstaða leiks. Klippa: Mörkin úr leik Breiðabliks og Stjörnunnar HK-Valur 1-2 Staðan markalaus í hálfleik en á 53. mínútu leiksins barst boltinn til Jónatans Inga eftir fyrirgjöf Tryggva Hrafns Haraldssonar og átti Jónatan í litlum vandræðum með að klára færið. Valsliðið var með öll völd á vellinum, en fengu samt klaufalegt mark á sig. Frederik Schram, markvörður Vals, reyndi að þruma boltanum upp völlinn. Hreinsun hans var hins vegar allt of lág en mjög föst og hafnaði í höfði Arnþórs Ara Atlasonar sem stóð tæpum 30 metrum frá marki. Þaðan skoppaði boltinn í net Valsmanna. Algjört sprellimark, sjón er sögu ríkari. Valsliði náði þó að hrista þennan skell af sér. Á 79. mínútu leiksins fékk Jónatan Ingi boltann fyrir utan miðjan teig HK og kom sér yfir á vinstri löppina sína. Mundaði hann skotfótinn og var skot hans hnitmiðað og staðan orðin 1-2 sem urðu lokatölur. Klippa: Mörkin úr leik HK og Vals Fram-ÍA 1-1 Eftir þónokkur frábær færi tókst Guðmundi Magnússyni loks að brjóta ísinn fyrir Fram á 65 mínútu þegar Framarar voru fljótir að hugsa, tóku innkast snöggt og Fred fann Guðmund á teignum. Tíu mínútum síðar jafnaði ÍA þegar frábær fyrirgjöf Guðfinns Þórs Leóssonar fann Viktor Jónsson á fjærstönginni sem skallaði boltann í netið. Lokaniðurstaða 1-1. Klippa: Mörkin úr leik Fram og ÍA Tengdar fréttir Uppgjörið, viðtöl og myndir: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Blikar minnkuðu forskot Víkinga Breiðablik vann 2-1 sigur gegn Stjörnunni á Kópavogsvelli. Öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik og þrátt fyrir að Stjarnan hafi skapað urmul af færum í seinni hálfleik tókst gestunum ekki að jafna. Uppgjör og viðtöl væntanleg. 21. maí 2024 22:00 Uppgjör: HK - Valur 1-2 | Þriðji sigur Vals í röð HK tók á móti Val í 7. umferð Bestu deildar karla í fótbolta en bæði lið höfðu unnið síðustu tvo leiki sína. Leikurinn var fínasta skemmtun og skoraði Arnþór Ari Atlason eitt af furðulegri mörkum sumarsins fyrir HK en Jónatan Ingi Jónsson tryggði Val sigurinn. 21. maí 2024 21:05 Uppgjörið og viðtöl: Fram 1-1 ÍA | Dýrkeypt klikk í lokin Fram og ÍA gerðu 1-1 jafntefli í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Uppgjör og viðtöl eru væntanleg. 21. maí 2024 21:40 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Dagskráin í dag: Dregið í Meistara-, Evrópu og Sambandsdeildinni „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Gríðarleg spenna á toppnum Rómverjar og FCK sneru við dæminu Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Sjá meira
Breiðablik-Stjarnan 2-1 Það tók Breiðablik ekki nema fimm mínútur að brjóta ísinn. Damir gerði vel í að vinna boltann í vörninni og heimamenn fóru í skyndisókn þar sem Viktor Karl Einarsson renndi boltanum inn fyrir vörn Stjörnunnar á Kristinn Steindórsson sem lét verja frá sér en Patrik Johannesen náði frákastinu og skoraði. Lokamínútur fyrri hálfleiks voru ansi fjörugur. Þvert gegn gangi leiksins komust Blikar í 2-0 þar sem mislukkuð klippa Patrik Johannesen endaði á því að Jason Daði Svanþórsson var fyrstur á boltann í teignum og skoraði. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks átti Damir Muminovic klaufalega tæklingu inn í teig og Örvar Eggertsson féll niður og fékk verðskuldaða vítaspyrnu. Emil Atlason skoraði úr vítaspyrnunni og minnkaði muninn í 2-1 sem varð lokaniðurstaða leiks. Klippa: Mörkin úr leik Breiðabliks og Stjörnunnar HK-Valur 1-2 Staðan markalaus í hálfleik en á 53. mínútu leiksins barst boltinn til Jónatans Inga eftir fyrirgjöf Tryggva Hrafns Haraldssonar og átti Jónatan í litlum vandræðum með að klára færið. Valsliðið var með öll völd á vellinum, en fengu samt klaufalegt mark á sig. Frederik Schram, markvörður Vals, reyndi að þruma boltanum upp völlinn. Hreinsun hans var hins vegar allt of lág en mjög föst og hafnaði í höfði Arnþórs Ara Atlasonar sem stóð tæpum 30 metrum frá marki. Þaðan skoppaði boltinn í net Valsmanna. Algjört sprellimark, sjón er sögu ríkari. Valsliði náði þó að hrista þennan skell af sér. Á 79. mínútu leiksins fékk Jónatan Ingi boltann fyrir utan miðjan teig HK og kom sér yfir á vinstri löppina sína. Mundaði hann skotfótinn og var skot hans hnitmiðað og staðan orðin 1-2 sem urðu lokatölur. Klippa: Mörkin úr leik HK og Vals Fram-ÍA 1-1 Eftir þónokkur frábær færi tókst Guðmundi Magnússyni loks að brjóta ísinn fyrir Fram á 65 mínútu þegar Framarar voru fljótir að hugsa, tóku innkast snöggt og Fred fann Guðmund á teignum. Tíu mínútum síðar jafnaði ÍA þegar frábær fyrirgjöf Guðfinns Þórs Leóssonar fann Viktor Jónsson á fjærstönginni sem skallaði boltann í netið. Lokaniðurstaða 1-1. Klippa: Mörkin úr leik Fram og ÍA
Tengdar fréttir Uppgjörið, viðtöl og myndir: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Blikar minnkuðu forskot Víkinga Breiðablik vann 2-1 sigur gegn Stjörnunni á Kópavogsvelli. Öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik og þrátt fyrir að Stjarnan hafi skapað urmul af færum í seinni hálfleik tókst gestunum ekki að jafna. Uppgjör og viðtöl væntanleg. 21. maí 2024 22:00 Uppgjör: HK - Valur 1-2 | Þriðji sigur Vals í röð HK tók á móti Val í 7. umferð Bestu deildar karla í fótbolta en bæði lið höfðu unnið síðustu tvo leiki sína. Leikurinn var fínasta skemmtun og skoraði Arnþór Ari Atlason eitt af furðulegri mörkum sumarsins fyrir HK en Jónatan Ingi Jónsson tryggði Val sigurinn. 21. maí 2024 21:05 Uppgjörið og viðtöl: Fram 1-1 ÍA | Dýrkeypt klikk í lokin Fram og ÍA gerðu 1-1 jafntefli í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Uppgjör og viðtöl eru væntanleg. 21. maí 2024 21:40 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Dagskráin í dag: Dregið í Meistara-, Evrópu og Sambandsdeildinni „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Gríðarleg spenna á toppnum Rómverjar og FCK sneru við dæminu Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Sjá meira
Uppgjörið, viðtöl og myndir: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Blikar minnkuðu forskot Víkinga Breiðablik vann 2-1 sigur gegn Stjörnunni á Kópavogsvelli. Öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik og þrátt fyrir að Stjarnan hafi skapað urmul af færum í seinni hálfleik tókst gestunum ekki að jafna. Uppgjör og viðtöl væntanleg. 21. maí 2024 22:00
Uppgjör: HK - Valur 1-2 | Þriðji sigur Vals í röð HK tók á móti Val í 7. umferð Bestu deildar karla í fótbolta en bæði lið höfðu unnið síðustu tvo leiki sína. Leikurinn var fínasta skemmtun og skoraði Arnþór Ari Atlason eitt af furðulegri mörkum sumarsins fyrir HK en Jónatan Ingi Jónsson tryggði Val sigurinn. 21. maí 2024 21:05
Uppgjörið og viðtöl: Fram 1-1 ÍA | Dýrkeypt klikk í lokin Fram og ÍA gerðu 1-1 jafntefli í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Uppgjör og viðtöl eru væntanleg. 21. maí 2024 21:40