Saka Ísraela um að misbeita lögum til þess að stöðva streymi frá Gasa Kjartan Kjartansson skrifar 22. maí 2024 09:26 Skjáskot úr vefmyndavélinni sem Ísraelar lögðu hald á. Hún sýnir norðanverða Gasa. AP segist fylgja öllum lögum og reglum Ísraela sem banna útsendingar frá herflutningum. AP Ísraelsk stjórnvöld slökktu á vefmyndavél AP-fréttastofunnar sem hefur sýnt Gasa í beinu streymi og lagði hald á hana í gær. AP sakar Ísraela um að misnota ný fjölmiðlalög sem voru nýlega notuð til þess að banna katörsku fréttastofuna al-Jazeera. Myndavélin var staðsett í ísraelska bænum Sderot og var beint að norðurhluta Gasa. Ísraelar sökuðu AP-fréttastofuna um að brjóta fjölmiðlalögin vegna þess að al-Jazeera, sem var bannað að starfa á svæðinu á grundvelli laganna, er einn þúsunda viðskiptavina AP sem fá streymi frá myndavélinni. Fjöldi fjölmiðlafyrirtækja fordæmdi haldlagninguna. Fréttastjóri AFP-fréttaveitunnar sagði aðgerðirnar mikið áhyggjuefni og skýra árás á fjölmiðlafrelsi. Bandaríkjastjórn hvatti ísraelsk stjórnvöld jafnframt til þess að láta undan sem þau og gerðu seinna í gær. Vefmyndavélin var komin aftur í gagnið snemma í morgun, að sögn AP. Í yfirlýsingu sem fréttastofan sendi frá sér í gær fordæmdi Lauren Easton, varaforseti samskiptamála AP, harðlega aðgerðir ísraelskra stjórnvalda. „Lokunin byggðist ekki á efni streymisins heldur á misnotkun ísraelsku ríkisstjórnarinnar á nýjum lögum landsins um erlenda ljósvakamiðla,“ sagði Easton. NEW — statement from the @AP pic.twitter.com/VpnHTbPB3V— Seung Min Kim (@seungminkim) May 21, 2024 Ekki hugnaðist þó öllum í Ísrael aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Yair Lapid, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, kallaði þær „brjálæði“. Shlomo Karhi, fjarskiptaráðherra Ísraels, sagði lögin skýr um að stjórnvöld hefðu heimild til þess að leggja hald öll tæki sem væru notuð til þess að afhenda al-Jazeera efni. „Við ætlum að halda áfram að grípa til skjótra aðgerða gegn hverjum þeim sem reynir að skaða hermenn okkar og öryggi ríkisins, jafnvel þótt þér líki það ekki,“ sagði Karhi við Lapid á samfélagsmiðlinum X. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Fjölmiðlar Hernaður Tengdar fréttir Búnaður Al Jazeera gerður upptækur og miðillinn í bann Hluti útsendingarbúnaðar katarska miðilsins Al Jazeera var gerður upptækur þegar lögregla réðst inn á hótelherbergi útsendara í Jerúsalem í dag. Miðlinum hefur verið bannað að starfa í landinu í að minnsta kosti 45 daga. 5. maí 2024 19:50 Ísraelsmenn vísa fréttamönnum á dyr Ríkisstjórn Ísraels ákvað í dag að reka katörsku sjónvarpsstöðina Al Jazeera úr landi. Forsætisráðherra Ísraels segir fréttamenn hennar stríðsæsingamenn. 5. maí 2024 11:42 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Myndavélin var staðsett í ísraelska bænum Sderot og var beint að norðurhluta Gasa. Ísraelar sökuðu AP-fréttastofuna um að brjóta fjölmiðlalögin vegna þess að al-Jazeera, sem var bannað að starfa á svæðinu á grundvelli laganna, er einn þúsunda viðskiptavina AP sem fá streymi frá myndavélinni. Fjöldi fjölmiðlafyrirtækja fordæmdi haldlagninguna. Fréttastjóri AFP-fréttaveitunnar sagði aðgerðirnar mikið áhyggjuefni og skýra árás á fjölmiðlafrelsi. Bandaríkjastjórn hvatti ísraelsk stjórnvöld jafnframt til þess að láta undan sem þau og gerðu seinna í gær. Vefmyndavélin var komin aftur í gagnið snemma í morgun, að sögn AP. Í yfirlýsingu sem fréttastofan sendi frá sér í gær fordæmdi Lauren Easton, varaforseti samskiptamála AP, harðlega aðgerðir ísraelskra stjórnvalda. „Lokunin byggðist ekki á efni streymisins heldur á misnotkun ísraelsku ríkisstjórnarinnar á nýjum lögum landsins um erlenda ljósvakamiðla,“ sagði Easton. NEW — statement from the @AP pic.twitter.com/VpnHTbPB3V— Seung Min Kim (@seungminkim) May 21, 2024 Ekki hugnaðist þó öllum í Ísrael aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Yair Lapid, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, kallaði þær „brjálæði“. Shlomo Karhi, fjarskiptaráðherra Ísraels, sagði lögin skýr um að stjórnvöld hefðu heimild til þess að leggja hald öll tæki sem væru notuð til þess að afhenda al-Jazeera efni. „Við ætlum að halda áfram að grípa til skjótra aðgerða gegn hverjum þeim sem reynir að skaða hermenn okkar og öryggi ríkisins, jafnvel þótt þér líki það ekki,“ sagði Karhi við Lapid á samfélagsmiðlinum X.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Fjölmiðlar Hernaður Tengdar fréttir Búnaður Al Jazeera gerður upptækur og miðillinn í bann Hluti útsendingarbúnaðar katarska miðilsins Al Jazeera var gerður upptækur þegar lögregla réðst inn á hótelherbergi útsendara í Jerúsalem í dag. Miðlinum hefur verið bannað að starfa í landinu í að minnsta kosti 45 daga. 5. maí 2024 19:50 Ísraelsmenn vísa fréttamönnum á dyr Ríkisstjórn Ísraels ákvað í dag að reka katörsku sjónvarpsstöðina Al Jazeera úr landi. Forsætisráðherra Ísraels segir fréttamenn hennar stríðsæsingamenn. 5. maí 2024 11:42 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Búnaður Al Jazeera gerður upptækur og miðillinn í bann Hluti útsendingarbúnaðar katarska miðilsins Al Jazeera var gerður upptækur þegar lögregla réðst inn á hótelherbergi útsendara í Jerúsalem í dag. Miðlinum hefur verið bannað að starfa í landinu í að minnsta kosti 45 daga. 5. maí 2024 19:50
Ísraelsmenn vísa fréttamönnum á dyr Ríkisstjórn Ísraels ákvað í dag að reka katörsku sjónvarpsstöðina Al Jazeera úr landi. Forsætisráðherra Ísraels segir fréttamenn hennar stríðsæsingamenn. 5. maí 2024 11:42