Í ákærunni segir að atvikið sem málið varðar hafi átt sér stað á akbraut í Reykjavík. Þar hafi maðurinn stungið hinn manninn með hníf í öxl og hægri síðu.
Fyrir vikið hlaut hinn maðurinn opið sár á öxl, opið sár á brjóstkassa og svokallað loft- og blóðbrjóst. Hann krefst þess að árásarmaðurinn greiði honum tæplega 5,2 milljónir í skaða- og miskabætur.
Það er embætti héraðssaksóknara sem höfðar málið og krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu allas sakarkostnaðar. Þar að auki er þess krafist að hnífur mannsins verði gerður upptækur.
Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.