Vilja koma fleirum en Kynnisferðum inn í BSÍ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. maí 2024 13:42 Ferðalangar bíða eftir rútu í Umferðarmiðstöðinni, BSÍ. Vísir/vilhelm Félag atvinnurekenda hefur sent Einari Þorsteinssyni borgarstjóra erindi og farið fram á fund til að ræða hvernig keppinautar fólksflutningafyrirtækisins Kynnisferða geti fengið aðstöðu í Umferðarmiðstöðinni við Vatnsmýrarveg (BSÍ), sem er í eigu Reykjavíkurborgar. FA telur samning borgarinnar við Kynnisferðir um leigu á Umferðarmiðstöðinni samkeppnishamlandi og sendir Samkeppniseftirlitinu og innviðaráðuneytinu afrit af erindinu. Í bréfi FA til borgarstjóra er vitnað til áforma borgarinnar, sem birt voru þegar Reykjavíkurborg eignaðist Umferðarmiðstöðina árið 2012, en þá stóð til að bjóða öðrum þjónustaðilum en Kynnisferðum aðstöðu í húsinu svo það gæti orðið „öflug skiptistöð í samgöngum sem tengist þjónustu við ferðamenn og flugsamgöngur.“ „Borgin hefur áfram miðað við að Umferðarmiðstöðin verði mistöð almenningssamgangna í miðbænum og stefnt að þróun alhliða samgöngumiðstöðvar á U-reitnum svokallaða, þar sem miðstöðin stendur. Núverandi meirihlutaflokkar í borgarstjórn hafa bókað í borgarráði að núverandi staðsetning samgöngumiðstöðvarinnar sé „framúrskarandi“ og feli í sér mikil tækifæri fyrir almenningssamgöngur,“ segir í tilkynningu Félags atvinnurekenda. Eitt fyrirtæki af mörgum sitji að aðstöðu á framúrskarandi stað Þessi áform borgarinnar eru enn ekki orðin að veruleika. „Á meðan er staðan hins vegar sú að eitt fyrirtæki af mörgum í fólkflutningum situr eitt að aðstöðu í eigu borgarinnar á framúrskarandi stað,“ segir í bréfi FA. „Kynnisferðir eru annað tveggja rútufyrirtækja sem sinna akstri frá Reykjavík til Keflavíkurflugvallar samkvæmt útboði Isavia. Í síðasta útboði var gerð krafa um að bjóðendur skyldu hafa yfir að ráða miðstöð í skilningi 3. gr. laga nr. 28/2017, þ.e. miðstöð, mannaðri starfsfólki, með t.d. innritunarborði, biðsal eða miðasölu. Keppinautur Kynnisferða rekur slíka aðstöðu við Skógarhlíð sem er alls ekki heppileg staðsetning, meðal annars vegna nálægðar við íbúðahverfi og aðra atvinnustarfsemi, eins og borgaryfirvöldum er vel kunnugt. Aðgangur að Umferðarmiðstöðinni er hins vegar ekki í boði, þar sem hún er í raun, fyrir tilstuðlan Reykjavíkurborgar, höfuðstöðvar og athafnasvæði Kynnisferða.“ Kynnisferðir reki Umferðarmiðstöðina sem sitt einkaathafnasvæði FA vísar einnig til umfjöllunar Samkeppniseftirlitsins (SE) um fyrri samninga Vegagerðarinnar, sem var áður eigandi Umferðarmiðstöðvarinnar, við Kynnisferðir. SE taldi að þeir samningar gætu leitt til þess að fyrirtækið væri „í afar hagstæðri stöðu gagnvart keppinautum sínum.“ Að mati FA eiga nákvæmlega sömu sjónarmið við um stöðuna eins og hún er í dag. „Það eina sem virðist í grundvallaratriðum hafa breytzt er að nú er það Reykjavíkurborg, sem hefur með samningi við Kynnisferðir komið fyrirtækinu í stöðu gagnvart keppinautum sínum, sem hamlar klárlega virkri samkeppni í fólksflutningum, bæði almennt og sérstaklega hvað varðar akstur flugrútu á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar,“ segir í bréfi félagsins til borgarstjóra. Auk þess að óska eftir fundi með borgaryfirvöldum er farið fram á að borgin veiti upplýsingar um leigusamning borgarinnar við Kynnisferðir ehf., m.a. skilmála hans, gildistíma og uppsagnarákvæði, og eftir atvikum aðra samninga borgarinnar um Umferðarmiðstöðina. Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Samgöngur Mest lesið Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Sjá meira
FA telur samning borgarinnar við Kynnisferðir um leigu á Umferðarmiðstöðinni samkeppnishamlandi og sendir Samkeppniseftirlitinu og innviðaráðuneytinu afrit af erindinu. Í bréfi FA til borgarstjóra er vitnað til áforma borgarinnar, sem birt voru þegar Reykjavíkurborg eignaðist Umferðarmiðstöðina árið 2012, en þá stóð til að bjóða öðrum þjónustaðilum en Kynnisferðum aðstöðu í húsinu svo það gæti orðið „öflug skiptistöð í samgöngum sem tengist þjónustu við ferðamenn og flugsamgöngur.“ „Borgin hefur áfram miðað við að Umferðarmiðstöðin verði mistöð almenningssamgangna í miðbænum og stefnt að þróun alhliða samgöngumiðstöðvar á U-reitnum svokallaða, þar sem miðstöðin stendur. Núverandi meirihlutaflokkar í borgarstjórn hafa bókað í borgarráði að núverandi staðsetning samgöngumiðstöðvarinnar sé „framúrskarandi“ og feli í sér mikil tækifæri fyrir almenningssamgöngur,“ segir í tilkynningu Félags atvinnurekenda. Eitt fyrirtæki af mörgum sitji að aðstöðu á framúrskarandi stað Þessi áform borgarinnar eru enn ekki orðin að veruleika. „Á meðan er staðan hins vegar sú að eitt fyrirtæki af mörgum í fólkflutningum situr eitt að aðstöðu í eigu borgarinnar á framúrskarandi stað,“ segir í bréfi FA. „Kynnisferðir eru annað tveggja rútufyrirtækja sem sinna akstri frá Reykjavík til Keflavíkurflugvallar samkvæmt útboði Isavia. Í síðasta útboði var gerð krafa um að bjóðendur skyldu hafa yfir að ráða miðstöð í skilningi 3. gr. laga nr. 28/2017, þ.e. miðstöð, mannaðri starfsfólki, með t.d. innritunarborði, biðsal eða miðasölu. Keppinautur Kynnisferða rekur slíka aðstöðu við Skógarhlíð sem er alls ekki heppileg staðsetning, meðal annars vegna nálægðar við íbúðahverfi og aðra atvinnustarfsemi, eins og borgaryfirvöldum er vel kunnugt. Aðgangur að Umferðarmiðstöðinni er hins vegar ekki í boði, þar sem hún er í raun, fyrir tilstuðlan Reykjavíkurborgar, höfuðstöðvar og athafnasvæði Kynnisferða.“ Kynnisferðir reki Umferðarmiðstöðina sem sitt einkaathafnasvæði FA vísar einnig til umfjöllunar Samkeppniseftirlitsins (SE) um fyrri samninga Vegagerðarinnar, sem var áður eigandi Umferðarmiðstöðvarinnar, við Kynnisferðir. SE taldi að þeir samningar gætu leitt til þess að fyrirtækið væri „í afar hagstæðri stöðu gagnvart keppinautum sínum.“ Að mati FA eiga nákvæmlega sömu sjónarmið við um stöðuna eins og hún er í dag. „Það eina sem virðist í grundvallaratriðum hafa breytzt er að nú er það Reykjavíkurborg, sem hefur með samningi við Kynnisferðir komið fyrirtækinu í stöðu gagnvart keppinautum sínum, sem hamlar klárlega virkri samkeppni í fólksflutningum, bæði almennt og sérstaklega hvað varðar akstur flugrútu á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar,“ segir í bréfi félagsins til borgarstjóra. Auk þess að óska eftir fundi með borgaryfirvöldum er farið fram á að borgin veiti upplýsingar um leigusamning borgarinnar við Kynnisferðir ehf., m.a. skilmála hans, gildistíma og uppsagnarákvæði, og eftir atvikum aðra samninga borgarinnar um Umferðarmiðstöðina.
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Samgöngur Mest lesið Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Sjá meira