Lending í Nauthólsvík lengi ferðina um korter til tuttugu mínútur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. maí 2024 14:01 Hópur lækna sem starfar meðal annars á þyrlum Landhelgisgæslunnar vill að þyrlupallur verði ofan á nýja Landspítalanum. Vísir/Vilhelm Hópur lækna á þyrlum Landhelgisgæslunnar hefur áhyggjur af því að enginn þyrlupallur verði á hinu nýja Þjóðarsjúkrahúsi við Hringbraut. Það sé allt of langt og áhættusamt að ferðast með þá allra veikustu og mest slösuðu frá þyrlupalli í Nauthólsvík. Hver einasta mínúta skipti máli. Fyrir helgi sendi hópurinn frá sér yfirlýsingu á Vísi þar sem læknarnir sögðust ekki geta orða bundist vegna framtíðarskipulags sjúkraflutninga með þyrlu. Þeir tóku mið af samkomulagi sem gert var nýverið á milli Reykjavíkurborgar og Landspítala um byggingu þyrlupalls við Nauthólsvík vegna sjúkraflugs að nýja þjóðarsjúkrahúsinu við Hringbraut. Viðar Magnússon, einn læknanna, segir að upphaflega hafi staðið til að þyrlupallur yrði á sjúkrahúsinu sjálfu. „Síðan virðist eitthvað hafa komið upp í þessu ferli, mögulega út frá því að Landhelgisgæslan breytti um og er núna á stærri þyrlum heldur en áður. Áður voru þyrlurnar 8,6 tonn og eru núna 11 tonna þyrlur og það krefst jú stærri þyrlupalls og betri nálgunar við pallinn, hann þarf að vera stór og sterkur og þarf að þola þessar stóru þyrlur sem eru með mikið niðurstreymi og þá þarf líka að verja gesti og gangandi niðri á jörðu og svoleiðis,“ útskýrir Viðar. Viðar segist eindregið hafa hvatt framkvæmdastjóra nýs Landspítala, ráðherra og forstjóra Landspítala til að hafa þyrlupall á þjóðarsjúkrahúsinu en hann óttast að nú sé mikil óvissa um málið. Hver einasta mínúta skipti máli þegar verið sé að flytja þá alla veikustu og mest slösuðu. Hann telur að með því að lenda í Nauthólsvík muni það lengja ferðina um fimmtán til tuttugu mínútur þrátt fyrir að verkfræðingar hafi áætlað lenginguna níutíu sekúndur. „En við sem störfum við þetta, læknarnir sem starfa á þyrlunni og erum ýmist að lenda með sjúklinga beint við hliðina á bráðamóttökunni í Fossvogi eða á flugvelli og flytja þá þaðan ýmist upp á Fossvog eða upp á Landspítalann við Hringbraut, við vitum það að þegar við erum með okkar veikustu sjúklinga sem hafa sem mestan búnað hangandi við sig; öndunarvélar, stuðtæki, mónitorar og alls konar dælur, þetta eru bara svo flóknir flutningar, þeir taka lengri tíma, það tekur lengri tíma að taka þá út úr þyrlunni og færa þá yfir á sjúkrabíl og úr sjúkrabílnum yfir á spítalann,“ segir Viðar. Landhelgisgæslan Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Fréttir af flugi Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Það þarf þyrlupall við þjóðarsjúkrahúsið Nýverið bárust af því fréttir að Reykjavíkurborg og Landspítali hafi gert með sér samkomulag um vilja til byggingar þyrlupalls við Nauthólsvík. Tilgangurinn mun vera að stytta flutningstíma þeirra sjúklinga sem þyrftu að koma með þyrlu til Landspítalans í Reykjavík þegar öll starfsemi spítalans væri sameinuð í nýjum byggingum við Hringbraut. 24. maí 2024 09:00 Segja dýrkeypt mistök í uppsiglingu Fjórir yfirlæknar á Landspítalanum gera alvarlegar athugasemdir við hönnun nýs rannsóknarhúss við Landspítalann. Þeir benda á að verði ekki bætt úr gæti það orðið verulega dýrkeypt. Þeir hafi reynt að koma athugasemdunum á framfæri við stjórnendur spítalans en verið hunsaðir. 17. september 2021 13:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Fyrir helgi sendi hópurinn frá sér yfirlýsingu á Vísi þar sem læknarnir sögðust ekki geta orða bundist vegna framtíðarskipulags sjúkraflutninga með þyrlu. Þeir tóku mið af samkomulagi sem gert var nýverið á milli Reykjavíkurborgar og Landspítala um byggingu þyrlupalls við Nauthólsvík vegna sjúkraflugs að nýja þjóðarsjúkrahúsinu við Hringbraut. Viðar Magnússon, einn læknanna, segir að upphaflega hafi staðið til að þyrlupallur yrði á sjúkrahúsinu sjálfu. „Síðan virðist eitthvað hafa komið upp í þessu ferli, mögulega út frá því að Landhelgisgæslan breytti um og er núna á stærri þyrlum heldur en áður. Áður voru þyrlurnar 8,6 tonn og eru núna 11 tonna þyrlur og það krefst jú stærri þyrlupalls og betri nálgunar við pallinn, hann þarf að vera stór og sterkur og þarf að þola þessar stóru þyrlur sem eru með mikið niðurstreymi og þá þarf líka að verja gesti og gangandi niðri á jörðu og svoleiðis,“ útskýrir Viðar. Viðar segist eindregið hafa hvatt framkvæmdastjóra nýs Landspítala, ráðherra og forstjóra Landspítala til að hafa þyrlupall á þjóðarsjúkrahúsinu en hann óttast að nú sé mikil óvissa um málið. Hver einasta mínúta skipti máli þegar verið sé að flytja þá alla veikustu og mest slösuðu. Hann telur að með því að lenda í Nauthólsvík muni það lengja ferðina um fimmtán til tuttugu mínútur þrátt fyrir að verkfræðingar hafi áætlað lenginguna níutíu sekúndur. „En við sem störfum við þetta, læknarnir sem starfa á þyrlunni og erum ýmist að lenda með sjúklinga beint við hliðina á bráðamóttökunni í Fossvogi eða á flugvelli og flytja þá þaðan ýmist upp á Fossvog eða upp á Landspítalann við Hringbraut, við vitum það að þegar við erum með okkar veikustu sjúklinga sem hafa sem mestan búnað hangandi við sig; öndunarvélar, stuðtæki, mónitorar og alls konar dælur, þetta eru bara svo flóknir flutningar, þeir taka lengri tíma, það tekur lengri tíma að taka þá út úr þyrlunni og færa þá yfir á sjúkrabíl og úr sjúkrabílnum yfir á spítalann,“ segir Viðar.
Landhelgisgæslan Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Fréttir af flugi Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Það þarf þyrlupall við þjóðarsjúkrahúsið Nýverið bárust af því fréttir að Reykjavíkurborg og Landspítali hafi gert með sér samkomulag um vilja til byggingar þyrlupalls við Nauthólsvík. Tilgangurinn mun vera að stytta flutningstíma þeirra sjúklinga sem þyrftu að koma með þyrlu til Landspítalans í Reykjavík þegar öll starfsemi spítalans væri sameinuð í nýjum byggingum við Hringbraut. 24. maí 2024 09:00 Segja dýrkeypt mistök í uppsiglingu Fjórir yfirlæknar á Landspítalanum gera alvarlegar athugasemdir við hönnun nýs rannsóknarhúss við Landspítalann. Þeir benda á að verði ekki bætt úr gæti það orðið verulega dýrkeypt. Þeir hafi reynt að koma athugasemdunum á framfæri við stjórnendur spítalans en verið hunsaðir. 17. september 2021 13:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Það þarf þyrlupall við þjóðarsjúkrahúsið Nýverið bárust af því fréttir að Reykjavíkurborg og Landspítali hafi gert með sér samkomulag um vilja til byggingar þyrlupalls við Nauthólsvík. Tilgangurinn mun vera að stytta flutningstíma þeirra sjúklinga sem þyrftu að koma með þyrlu til Landspítalans í Reykjavík þegar öll starfsemi spítalans væri sameinuð í nýjum byggingum við Hringbraut. 24. maí 2024 09:00
Segja dýrkeypt mistök í uppsiglingu Fjórir yfirlæknar á Landspítalanum gera alvarlegar athugasemdir við hönnun nýs rannsóknarhúss við Landspítalann. Þeir benda á að verði ekki bætt úr gæti það orðið verulega dýrkeypt. Þeir hafi reynt að koma athugasemdunum á framfæri við stjórnendur spítalans en verið hunsaðir. 17. september 2021 13:12