„Þetta er mjög erfiður dagur hjá okkur“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. maí 2024 19:01 Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir krefjandi rekstrarumhverfi hafa kallað á hagræðingaraðgerðir með uppsögnum. Vísir/Sigurjón Icelandair sagði upp um tíu prósent af skrifstofufólki félagsins í dag, alls átta tíu og tveimur einstaklingum. Forstjóri félagsins segir þetta erfiðan dag en krefjandi rekstrarumhverfi, mikil verðbólga og hækkandi launakostnaður hafi kallað á hagræðingaraðgerðir. Icelandair sagði upp starfsfólki úr ýmsum deildum á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins en þar störfuðu fyrir um átta hundruð manns. Engar uppsagnir voru hjá áhöfnum en alls starfa um fjögur þúsund og fimm hundruð manns hjá félaginu í sumar. „Það er fyrst að segja að þetta er mjög erfiður dagur hjá okkur. Þetta eru í raun uppsagnir í öllum deildum félagsins nema í framleiðslutengdum deildum. Þetta eru uppsagnir á skrifstofunni hér á Reykjavíkurflugvelli, á skrifstofunni í Hafnarfirði, á starfsstöðinni í Keflavík og í Evrópu. Samtals eru þetta áttatíu og tveir starfsmenn sem láta af störfum í dag því miður. Krefjandi aðstæður og minni eftirspurn Hann segir að endurreisn félagsins eftir kórónuveirufaraldurinn hafi lokið í fyrra þegar þúsundir starfsmanna hafi verið ráðnir eða endurráðnir. Krefjandi aðstæður í efnahagslífinu hafi hins vegar kallað á aðhaldsaðgerðir nú. „Nú erum við að einblína á að auka skilvirkni í rekstrinum. Þetta er því miður liður í því. Þá er rekstrarumhverfið krefjandi. Við erum að horfa á hækkanir á mörgum kostnaðarliðum. Verðbólgan er mikil og launakostnaður er að hækka meira en í samkeppnislöndum. Þá höfum við séð aðeins minnkandi eftirspurn eftir Íslandi.Nú er komið enn eitt eldgosið og jarðhræringarnar spila inni í þar. Svo er það samkeppnishæfni landsins. Ísland er dýrari en mörg lönd sem við erum að keppa við. Við erum því að velta við öllum steinum við í rekstrinum,“ segir Bogi. Þurfi að styrkja ferðaþjónustuna Það þurfi að efla ferðaþjónustuna enn frekar. „Við verðum að vinna saman að því að styrkja íslenska ferðaþjónustu til framtíðar,“ segir Bogi að lokum. Gengi Icelandair lækkaði um ríflega þrjú prósent í Kauphöllinni við tíðindin í dag og hefur þá lækkað um fjórðung á þessu ári. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Icelandair Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Icelandair sagði upp starfsfólki úr ýmsum deildum á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins en þar störfuðu fyrir um átta hundruð manns. Engar uppsagnir voru hjá áhöfnum en alls starfa um fjögur þúsund og fimm hundruð manns hjá félaginu í sumar. „Það er fyrst að segja að þetta er mjög erfiður dagur hjá okkur. Þetta eru í raun uppsagnir í öllum deildum félagsins nema í framleiðslutengdum deildum. Þetta eru uppsagnir á skrifstofunni hér á Reykjavíkurflugvelli, á skrifstofunni í Hafnarfirði, á starfsstöðinni í Keflavík og í Evrópu. Samtals eru þetta áttatíu og tveir starfsmenn sem láta af störfum í dag því miður. Krefjandi aðstæður og minni eftirspurn Hann segir að endurreisn félagsins eftir kórónuveirufaraldurinn hafi lokið í fyrra þegar þúsundir starfsmanna hafi verið ráðnir eða endurráðnir. Krefjandi aðstæður í efnahagslífinu hafi hins vegar kallað á aðhaldsaðgerðir nú. „Nú erum við að einblína á að auka skilvirkni í rekstrinum. Þetta er því miður liður í því. Þá er rekstrarumhverfið krefjandi. Við erum að horfa á hækkanir á mörgum kostnaðarliðum. Verðbólgan er mikil og launakostnaður er að hækka meira en í samkeppnislöndum. Þá höfum við séð aðeins minnkandi eftirspurn eftir Íslandi.Nú er komið enn eitt eldgosið og jarðhræringarnar spila inni í þar. Svo er það samkeppnishæfni landsins. Ísland er dýrari en mörg lönd sem við erum að keppa við. Við erum því að velta við öllum steinum við í rekstrinum,“ segir Bogi. Þurfi að styrkja ferðaþjónustuna Það þurfi að efla ferðaþjónustuna enn frekar. „Við verðum að vinna saman að því að styrkja íslenska ferðaþjónustu til framtíðar,“ segir Bogi að lokum. Gengi Icelandair lækkaði um ríflega þrjú prósent í Kauphöllinni við tíðindin í dag og hefur þá lækkað um fjórðung á þessu ári.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Icelandair Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira