Hættulegt fyrir Guðlaugu Eddu að keppa á ÓL í París? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2024 08:00 Guðlaug Edda Hannesdóttir þarf að synda, hjóla og hlaupa í þríþrautarkeppninni og sundið fer fram í Signu. Getty/Delly Carr Guðlaug Edda Hannesdóttir verður meðal keppanda í þríþrautarkeppni Ólympíuleikanna í París eftir velheppnaða Asíuferð sína. Gull, silfur og brons tryggði henni ÓL-sætið. Margir hafa áhyggjur af þeim aðstæðum sem þríþrautarfólkinu er boðið upp á eða að þurfa að synda í skítugu vatni Signu. Edda verður fyrst Íslendinga til að keppa í þríþraut á leikunum og er jafnframt eina íslenska konan sem hefur, eins og staðan er í dag, tryggt sér þátttökurétt á leikunum. Það vonandi breytist þegar nær dregur leikunum. Water tests in the Seine in Paris show the river is still too dirty to swim in, two months before the start of the Paris Olympics, when it is set to be used by athletes, data from a charity showed.https://t.co/6XKEkDN6zX by @ADAMPLOW #AFPSports pic.twitter.com/TUr3uWE3Zb— AFP News Agency (@AFP) May 29, 2024 Þríþrautarkeppni snýst um sund, hjólreiðar og hlaup. Byrjað er að synda einn og hálfan kílómetra í opnu vatni, þá eru hjólaðir 40 kílómetrar og loks hlaupnir 10 kílómetrar. Þetta verða sjöundu Ólympíuleikarnir í röð þar sem keppt er í þríþraut en fyrst var keppt á þessari grein á leikunum í Sydney 2000. Leikarnir settir á ánni Signu France 24 sjónvarpsstöðin fjallaði hins vegar um miklar áhyggjur tengdum þríþrautarkeppninni í París. Þetta verða sögulegir Ólympíuleikar fyrir þá staðreynd að setningarhátíðin mun fara fram á ánni Signu sem rennur í gegnum París framhjá Notre Dame-dómkirkjunni, Louvre-safninu og Eiffelturninum. Keppendur munu þar fara um á bátum og fólk mun safnast fyrir á árbakkanum til að fylgjast með. Signa kemur líka við sögu í keppni leikanna og þar á meðal í þríþrautarkeppninni. Útisundið á nefnilega að fara fram í Signu. Hefur verið bannað að synda í Signu Það er þess vegna sem France 24 fjallaði ítarlega um ástandið á ánni. Parísarbúar hafa ekki mátt synda í Signu í hundrað ár en miklu hefur verið tjaldað til við það að hreinsa upp ána á síðustu árum. Miklu fjármagni var veitt í þetta metnaðarfulla verkefni en er það mögulegt að hreinsa ána? Bátseigendur á Signu mega sem dæmi ekki lengur losa neinn úrgang í ána ekki frekar en aðrir Parísarbúar. Áin er hreinsuð áður en hún rennur í gegnum borgina og París hefur gert ráðstafanir til að veita umfram regnvatni rétta leið. Finnst áin enn vera óhrein Í frétt France 24 kemur fram að lítið er um svör þegar leitast er eftir upplýsingum um mælingar á sýkla- og veirufjölda í ánni. Fréttakonan segist sjá mörg merki um það að áin sé enn mjög óhrein. Það hafa líka verið óopinberar mælingar sem sýna fram að að það sé hreinlega ekki gott fyrir heilsu fólks að synda í ánni. Mótshaldarar halda hins vegar í vonina um að þeim takist að hreinsa ána fyrir leikana. Þeir segja þó að niðurstöður mælinga verði ekki gerðar opinberar fyrr en á keppnisdögum því margt geti breyst þangað til. Geta fært keppnina milli daga Það er líka búið að ákveða það að hafa keppnisáætlunina sveigjanlega þannig að mögulega þarf að færa keppnina fram um dag eða daga ef mælingar eru yfir heilsufarsmörkum. Margir keppendur hafa látið bólusetja sig fyrir ýmsum kvillum til að vera öruggir með að koma ekki illa út úr sundinu í Signu. Guðlaug Edda þarf mögulega að hugsa um það en eftir ferð til Asíu og Afríku má búast við því að hún hafi farið í margar bólusetningar á síðustu mánuðum. Það má sjá alla umfjöllun France 24 hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=08ITDHUaSag">watch on YouTube</a> Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Sjá meira
Edda verður fyrst Íslendinga til að keppa í þríþraut á leikunum og er jafnframt eina íslenska konan sem hefur, eins og staðan er í dag, tryggt sér þátttökurétt á leikunum. Það vonandi breytist þegar nær dregur leikunum. Water tests in the Seine in Paris show the river is still too dirty to swim in, two months before the start of the Paris Olympics, when it is set to be used by athletes, data from a charity showed.https://t.co/6XKEkDN6zX by @ADAMPLOW #AFPSports pic.twitter.com/TUr3uWE3Zb— AFP News Agency (@AFP) May 29, 2024 Þríþrautarkeppni snýst um sund, hjólreiðar og hlaup. Byrjað er að synda einn og hálfan kílómetra í opnu vatni, þá eru hjólaðir 40 kílómetrar og loks hlaupnir 10 kílómetrar. Þetta verða sjöundu Ólympíuleikarnir í röð þar sem keppt er í þríþraut en fyrst var keppt á þessari grein á leikunum í Sydney 2000. Leikarnir settir á ánni Signu France 24 sjónvarpsstöðin fjallaði hins vegar um miklar áhyggjur tengdum þríþrautarkeppninni í París. Þetta verða sögulegir Ólympíuleikar fyrir þá staðreynd að setningarhátíðin mun fara fram á ánni Signu sem rennur í gegnum París framhjá Notre Dame-dómkirkjunni, Louvre-safninu og Eiffelturninum. Keppendur munu þar fara um á bátum og fólk mun safnast fyrir á árbakkanum til að fylgjast með. Signa kemur líka við sögu í keppni leikanna og þar á meðal í þríþrautarkeppninni. Útisundið á nefnilega að fara fram í Signu. Hefur verið bannað að synda í Signu Það er þess vegna sem France 24 fjallaði ítarlega um ástandið á ánni. Parísarbúar hafa ekki mátt synda í Signu í hundrað ár en miklu hefur verið tjaldað til við það að hreinsa upp ána á síðustu árum. Miklu fjármagni var veitt í þetta metnaðarfulla verkefni en er það mögulegt að hreinsa ána? Bátseigendur á Signu mega sem dæmi ekki lengur losa neinn úrgang í ána ekki frekar en aðrir Parísarbúar. Áin er hreinsuð áður en hún rennur í gegnum borgina og París hefur gert ráðstafanir til að veita umfram regnvatni rétta leið. Finnst áin enn vera óhrein Í frétt France 24 kemur fram að lítið er um svör þegar leitast er eftir upplýsingum um mælingar á sýkla- og veirufjölda í ánni. Fréttakonan segist sjá mörg merki um það að áin sé enn mjög óhrein. Það hafa líka verið óopinberar mælingar sem sýna fram að að það sé hreinlega ekki gott fyrir heilsu fólks að synda í ánni. Mótshaldarar halda hins vegar í vonina um að þeim takist að hreinsa ána fyrir leikana. Þeir segja þó að niðurstöður mælinga verði ekki gerðar opinberar fyrr en á keppnisdögum því margt geti breyst þangað til. Geta fært keppnina milli daga Það er líka búið að ákveða það að hafa keppnisáætlunina sveigjanlega þannig að mögulega þarf að færa keppnina fram um dag eða daga ef mælingar eru yfir heilsufarsmörkum. Margir keppendur hafa látið bólusetja sig fyrir ýmsum kvillum til að vera öruggir með að koma ekki illa út úr sundinu í Signu. Guðlaug Edda þarf mögulega að hugsa um það en eftir ferð til Asíu og Afríku má búast við því að hún hafi farið í margar bólusetningar á síðustu mánuðum. Það má sjá alla umfjöllun France 24 hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=08ITDHUaSag">watch on YouTube</a>
Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Sjá meira