Nú er hins vegar komið að Evrópumóti karla í fótbolta sem fer fram í Þýskalandi dagana 14. júní til 14. júlí 2024. Þó svo að Ísland hafi því miður ekki tryggt sér sæti er mikil tilhlökkun og eftirvænting eftir að boltinn byrji að rúlla í Þýskalandi en þú getur gert upplifunina að stórmótinu enn skemmtilegri og mun meira spennandi með Match Attax.
Vektu upp minningarnar og „bíttaðu“ spilum við vinina!
Hver man ekki eftir gömlu góðu dögunum þegar vinirnir hittust og skiptust á fótboltaspilum sín á milli, öll gleðin og spennan við að safna flottum spilum með sem flestum leikmönnum. Sama á hvaða aldri við erum, það er alltaf gaman að „bítta“ spilum. Hvernig væri að byrja aftur?

Nú í ár hafa Match Attax gefið út bæði safnspil með öllum leikmönnum Evrópumótsins ásamt hinum sívinsælu límmiðabókum sem allir hafa beðið eftir að fá aftur á markaðinn. Að klára að fylla út í límmiða bækurnar er eitthvað sem veitir svo mikla ánægju og góða tilfinningu þegar síðasti leikmaður hefur verið settur inn, full bók af þeim bestu.
Spilin og límmiðarnir innihalda meðal annars leikmennina Cristiano Ronaldo, Jude Bellingham, Harry Kane, Virgil Van Dijk og Bruno Fernandes sem flestir, ef ekki allir kannast við. Í ákveðnum pökkum frá Match Attax má finna virkilega áhugaverð spil en þú getur átt möguleika á að fá árituð spil frá þessum efnilegu fótboltamönnum.

Glansspil í hverjum einasta pakka!
Úlfar Konráð vörumerkjastjóri Match Attax segir spennandi tíma framundan í heimi fótboltaspila. „Ísland er því miður ekki með í spilunum en ekki örvænta því leikmenn íslenska liðsins eru með í límmiðunum. Leikmenn á borð við Willum Þór Willumsson, Alfreð Finnbogason og Jón Dag Þorsteinsson verða á sínum stað í svokallaðri Road To Euros síðu, enda var Ísland hársbreidd frá því að tryggja sér farseðil á stórmótið. Því er um að gera að fara byrja safna. Í Match Attax safnspilunum eru Black Edge, Chrome skildirnir og Energy spilin svo eftirsóknarverðust en í öllum pökkum eru glansspil þannig að hver kaupandi brosir við það að opna hvern einasta pakka.“

Úlfar Konráð minnist einnig á límmiðabækurnar sem margir hafa verið spenntir fyrir að fá aftur í hendurnar en góðkunningi hans, Eggert Unnar, er hvað spenntastur fyrir límmiðunum. „Loksins eru þessar límmiðabækur að koma aftur á markaðinn, það er svona öðruvísi tilfinning að ná að klára að fylla límmiðabókina sína, ég er allavega vel spenntur,“ segir áhrifavaldurinn Eggert Unnar Snæþórsson sem hefur mikinn áhuga á Match Attax fótboltaspilunum og spáir mikið í fótbolta.