„Sigur yrði stórt skref í áttina að betri hlutum“ Aron Guðmundsson skrifar 31. maí 2024 16:32 Kolbeinn Kristinsson, atvinnumaður í hnefaleikum, er klár í átök. Hann mætir Finnanum Mika MIelonen í átta lotu bardaga annað kvöld Vísir/Sigurjón Ólason Kolbeinn Kristinsson, þungavigtarkappi og atvinnumaður okkar í hnefaleikum, á fyrir höndum mikilvægan bardaga á sínum taplausa atvinnumannaferli til þessa annað kvöld. Eftir fádæma óheppni og niðurfellda bardaga vegna meiðsla er Kolbeinn klár í slaginn á ný. Sigur annað kvöld hefur þá burði að koma atvinnumannaferli hans á næsta stig. „Öll vinnan er búin. Heyið er komið í hlöðuna. Núna þarf maður bara að komast heill í bardagann,“ segir Kolbeinn sem mætir Finnanum Mika Mielonen í nágrenni Helsinki annað kvöld. „Það verður frábært að fá loksins að berjast. Loksins að fá að ganga inn í hringinn. Fá að gera það sem að maður hefur undirbúið sig svo lengi fyrir. Ég er í rauninni búinn að vera æfa í hálft ár fyrir einn bardaga. Þetta verður frábært.“ Kolbeinn hefur nefnilegast verið óvenju óheppinn upp á síðkastið. Hann átti að berjast í byrjun desember á síðasta ári en tíu dögum fyrir þann bardaga braut hann bein í baugfingri. Hann var síðan kominn með annan bardaga í upphafi mars á þessu ári en viti menn þá braut hann bein í öðrum fingri. Hann er búinn að jafna sig af þeim meiðslum og nú er aðeins rétt rúmur sólarhringur í bardaga hans um Baltic Boxing Union beltið í þungavigtarflokki gegn Finnanum Mika Mielonen. „Ég er búinn að kynna mér hann aðeins. Mika slær fast og er harður af sér. Stór og þykkur. Hann er þó ekki að vinna hlutina á sama hraða og ég. Slær ekki eins mikið frá sér. Við nýtum okkur það bara gegn honum. Ég sá bardagann fyrir mér þannig að ég nái að keyra hraðann vel upp. Held bardaganum á því tempói sem að Mika ræður erfiðlega við. Slæ meira en hann ræður við að boxa á. Hann á endanum sprengir sig og þá klára ég hann.“ Undirbúningurinn hefur gengið vel. Vísir/Sigurjón Ólason „Ég hef verið að passa það að ég sé heill heilsu. Verið að fínstilla allar æfingar hjá mér eftir því sem að líður nær bardaganum. Satt best að segja líður mér bara mjög vel. Auðvitað, í ljósi þess hvernig farið hefur hjá mér fyrir síðustu tvo skipulögðu bardaga hjá mér, hef ég verið að passa mig aðeins meira en vanalega. Það fyrsta sem ég sagði eftir hvert sparr var „ég braut mig ekki“ núna er maður kominn inn fyrir þröskuldinn. Engin erfið vinna eftir í undirbúningnum. Núna er það bara bardaginn.“ Sigur hefur mikið að segja Sigur í bardaganum, hvað þá öruggur sigur, getur haft mikið að segja um framhaldið á atvinnumannaferli Kolbeins sem er enn ósigraður. Kolbeinn Kristinsson hefur unnið alla bardaga sína sem atvinnumaður.Beggi Dan „Sigur yrði stórt skref í áttina að betri hlutum. Með sigri yrði ég búinn að koma mínu nafni á meðal efstu áttatíu hnefaleikakappa á heimslista þungavigtarinnar. Ég reikna það þá þannig að vera tveimur til þremur sigrum frá stærstu bardögunum í heimi. Það er takmarkið. Það sem að ég vil og hef verið að stefna að í gegnum minn feril. Að gera atlögu að heimsmeistaratitli. Það er það sem að ég vil.“ Hvernig sérðu bardagann fara? „Ef að ég geri allt rétt þá klárast þessi bardagi áður en að loturnar átta renna sitt skeið.“ Hægt verður að nálgast streymi af bardagakvöldinu hér. Áætlað er að Kolbeinn og Mika berjist klukkan 17:40 að íslenskum tíma. Box Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Sjá meira
„Öll vinnan er búin. Heyið er komið í hlöðuna. Núna þarf maður bara að komast heill í bardagann,“ segir Kolbeinn sem mætir Finnanum Mika Mielonen í nágrenni Helsinki annað kvöld. „Það verður frábært að fá loksins að berjast. Loksins að fá að ganga inn í hringinn. Fá að gera það sem að maður hefur undirbúið sig svo lengi fyrir. Ég er í rauninni búinn að vera æfa í hálft ár fyrir einn bardaga. Þetta verður frábært.“ Kolbeinn hefur nefnilegast verið óvenju óheppinn upp á síðkastið. Hann átti að berjast í byrjun desember á síðasta ári en tíu dögum fyrir þann bardaga braut hann bein í baugfingri. Hann var síðan kominn með annan bardaga í upphafi mars á þessu ári en viti menn þá braut hann bein í öðrum fingri. Hann er búinn að jafna sig af þeim meiðslum og nú er aðeins rétt rúmur sólarhringur í bardaga hans um Baltic Boxing Union beltið í þungavigtarflokki gegn Finnanum Mika Mielonen. „Ég er búinn að kynna mér hann aðeins. Mika slær fast og er harður af sér. Stór og þykkur. Hann er þó ekki að vinna hlutina á sama hraða og ég. Slær ekki eins mikið frá sér. Við nýtum okkur það bara gegn honum. Ég sá bardagann fyrir mér þannig að ég nái að keyra hraðann vel upp. Held bardaganum á því tempói sem að Mika ræður erfiðlega við. Slæ meira en hann ræður við að boxa á. Hann á endanum sprengir sig og þá klára ég hann.“ Undirbúningurinn hefur gengið vel. Vísir/Sigurjón Ólason „Ég hef verið að passa það að ég sé heill heilsu. Verið að fínstilla allar æfingar hjá mér eftir því sem að líður nær bardaganum. Satt best að segja líður mér bara mjög vel. Auðvitað, í ljósi þess hvernig farið hefur hjá mér fyrir síðustu tvo skipulögðu bardaga hjá mér, hef ég verið að passa mig aðeins meira en vanalega. Það fyrsta sem ég sagði eftir hvert sparr var „ég braut mig ekki“ núna er maður kominn inn fyrir þröskuldinn. Engin erfið vinna eftir í undirbúningnum. Núna er það bara bardaginn.“ Sigur hefur mikið að segja Sigur í bardaganum, hvað þá öruggur sigur, getur haft mikið að segja um framhaldið á atvinnumannaferli Kolbeins sem er enn ósigraður. Kolbeinn Kristinsson hefur unnið alla bardaga sína sem atvinnumaður.Beggi Dan „Sigur yrði stórt skref í áttina að betri hlutum. Með sigri yrði ég búinn að koma mínu nafni á meðal efstu áttatíu hnefaleikakappa á heimslista þungavigtarinnar. Ég reikna það þá þannig að vera tveimur til þremur sigrum frá stærstu bardögunum í heimi. Það er takmarkið. Það sem að ég vil og hef verið að stefna að í gegnum minn feril. Að gera atlögu að heimsmeistaratitli. Það er það sem að ég vil.“ Hvernig sérðu bardagann fara? „Ef að ég geri allt rétt þá klárast þessi bardagi áður en að loturnar átta renna sitt skeið.“ Hægt verður að nálgast streymi af bardagakvöldinu hér. Áætlað er að Kolbeinn og Mika berjist klukkan 17:40 að íslenskum tíma.
Box Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Sjá meira