Fólkið var mætt fyrir utan ríkisstjórnarfund til að mótmæla ástandinu í Palestínu og beitti lögreglan piparúða gegn nokkrum þeirra þegar reynt var að koma í veg fyrir að ráðherrar kæmust á brott að fundi loknum.
Einnig fylgjumst við áfram með leit sem gerð hefur verið að ungum manni sem féll í Fnjóská í gærkvöldi og þá tökum við stöðuna á gosinu á Reykjanesi og heyrum í stjórnmálaspekingi sem rýnir í stöðuna fyrir kosningarnar sem eru framundan.
Í íþróttum er fótboltinn í fyrirrúmi og þar ber hæst stórleikinn í Kópavogi í gær þar sem Blikar og Víkingar skildu jafnir.