Íslandsbanki greiðir 570 milljóna króna sekt Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. júní 2024 15:11 Höfuðstöðvar Íslandsbanka í Kópavogi. vísir Íslandsbanki hefur tekið sáttaboði fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna ófullnægjandi varna gegn peningaþvætti. Bankinn viðurkennir að brotin séu mörg og alvarleg. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Íslandsbanka. Þar er forsaga málsins rakin. Haustið 2022 hafi fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands gert vettvangsathugun sem lyti að vörnum Íslandsbanka samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Ítrekuð brot „Í kjölfar hennar tilgreindi fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands bankanum um tiltekna annmarka á vörnum bankans. Íslandsbanki greindi frá þessu í uppgjöri bankans fyrir þriðja ársfjórðung 2023. Þá kom fram að bankinn hefði ekki andmælt niðurstöðu fjármálaeftirlitsins, og að málinu gæti lokið með sátt og greiðslu sektar. Í ársuppgjöri 2023 tilkynnti bankinn að hann hefði fært til gjalda ótilgreinda skuldbindingu í tengslum við málið,“ segir í tilkynningu. Stjórn bankans hafi tekið ákvörðun um að þiggja sáttarboð fjármálaeftirlitsins vegna málsins sem barst bankanum síðdegis í dag. Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka.vísir/vilhelm „Með sáttinni fellst bankinn á það mat fjármálaeftirlitsins að brotin hafi verið mörg og varðað marga grundvallarþætti í aðgerðum gegn peningaþvættisvörnum. Þá teljist brotin alvarleg og nokkur brot ítrekuð frá fyrri athugun fjármálaeftirlitsins á fylgni bankans við lögin sem fór fram árið 2021. Jafnframt skuldbindur bankinn sig til þess að gera viðeigandi úrbætur.“ Umfangsmiklar úrbætur Brot bankans varða meðal annars áhættumat hans á starfsemi sinni vegna peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka, áhættumat á samningssamböndum og og framkvæmd áreiðanleikakannana. „Á öðrum ársfjórðungi 2024 mun Íslandsbanki gjaldfæra 470 milljónir króna vegna þessa atburðar en bankinn gjaldfærði 100 milljónir króna vegna málsins í ársuppgjöri 2023. Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands mun birta sáttina í heild sinni á vefsíðu sinni. Bankinn kveðst einnig hafa ráðist í „umfangsmiklar úrbætur í samstarfi við erlent ráðgjafafyrirtæki“ þar sem stjórnskipan og verklag bankans hafi verið endurbætt. „Ráðist hefur verið í miklar fjárfestingar í innviðum og tæknilausnum, auk þess sem aukin áhersla hefur verið lögð á málaflokkinn hjá stjórnendum bankans. Íslandsbanki mun halda áfram að þróa og styrkja peningaþvættisvarnir bankans. Íslandsbanki Seðlabankinn Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Barbara Inga ráðin regluvörður Íslandsbanka Barbara Inga Albertsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Regluvörslu Íslandsbanka. 27. október 2023 09:55 Íslandsbanki gæti verið sektaður fyrir ónægar varnir gegn peningaþvætti Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands telur nokkra annmarka hafa verið á umgjörð og eftirliti Íslandsbanka í tengslum við varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem bankanum ber að framfylgja samkvæmt lögum. Íslandsbanki hefur ekki mótmælt niðurstöðum fjármálaeftirlitsins en líklegt er að málinu muni ljúka með samkomulagi um sátt og stjórnvaldssekt. 30. október 2023 11:25 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu frá Íslandsbanka. Þar er forsaga málsins rakin. Haustið 2022 hafi fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands gert vettvangsathugun sem lyti að vörnum Íslandsbanka samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Ítrekuð brot „Í kjölfar hennar tilgreindi fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands bankanum um tiltekna annmarka á vörnum bankans. Íslandsbanki greindi frá þessu í uppgjöri bankans fyrir þriðja ársfjórðung 2023. Þá kom fram að bankinn hefði ekki andmælt niðurstöðu fjármálaeftirlitsins, og að málinu gæti lokið með sátt og greiðslu sektar. Í ársuppgjöri 2023 tilkynnti bankinn að hann hefði fært til gjalda ótilgreinda skuldbindingu í tengslum við málið,“ segir í tilkynningu. Stjórn bankans hafi tekið ákvörðun um að þiggja sáttarboð fjármálaeftirlitsins vegna málsins sem barst bankanum síðdegis í dag. Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka.vísir/vilhelm „Með sáttinni fellst bankinn á það mat fjármálaeftirlitsins að brotin hafi verið mörg og varðað marga grundvallarþætti í aðgerðum gegn peningaþvættisvörnum. Þá teljist brotin alvarleg og nokkur brot ítrekuð frá fyrri athugun fjármálaeftirlitsins á fylgni bankans við lögin sem fór fram árið 2021. Jafnframt skuldbindur bankinn sig til þess að gera viðeigandi úrbætur.“ Umfangsmiklar úrbætur Brot bankans varða meðal annars áhættumat hans á starfsemi sinni vegna peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka, áhættumat á samningssamböndum og og framkvæmd áreiðanleikakannana. „Á öðrum ársfjórðungi 2024 mun Íslandsbanki gjaldfæra 470 milljónir króna vegna þessa atburðar en bankinn gjaldfærði 100 milljónir króna vegna málsins í ársuppgjöri 2023. Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands mun birta sáttina í heild sinni á vefsíðu sinni. Bankinn kveðst einnig hafa ráðist í „umfangsmiklar úrbætur í samstarfi við erlent ráðgjafafyrirtæki“ þar sem stjórnskipan og verklag bankans hafi verið endurbætt. „Ráðist hefur verið í miklar fjárfestingar í innviðum og tæknilausnum, auk þess sem aukin áhersla hefur verið lögð á málaflokkinn hjá stjórnendum bankans. Íslandsbanki mun halda áfram að þróa og styrkja peningaþvættisvarnir bankans.
Íslandsbanki Seðlabankinn Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Barbara Inga ráðin regluvörður Íslandsbanka Barbara Inga Albertsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Regluvörslu Íslandsbanka. 27. október 2023 09:55 Íslandsbanki gæti verið sektaður fyrir ónægar varnir gegn peningaþvætti Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands telur nokkra annmarka hafa verið á umgjörð og eftirliti Íslandsbanka í tengslum við varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem bankanum ber að framfylgja samkvæmt lögum. Íslandsbanki hefur ekki mótmælt niðurstöðum fjármálaeftirlitsins en líklegt er að málinu muni ljúka með samkomulagi um sátt og stjórnvaldssekt. 30. október 2023 11:25 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira
Barbara Inga ráðin regluvörður Íslandsbanka Barbara Inga Albertsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Regluvörslu Íslandsbanka. 27. október 2023 09:55
Íslandsbanki gæti verið sektaður fyrir ónægar varnir gegn peningaþvætti Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands telur nokkra annmarka hafa verið á umgjörð og eftirliti Íslandsbanka í tengslum við varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem bankanum ber að framfylgja samkvæmt lögum. Íslandsbanki hefur ekki mótmælt niðurstöðum fjármálaeftirlitsins en líklegt er að málinu muni ljúka með samkomulagi um sátt og stjórnvaldssekt. 30. október 2023 11:25