Harmar atvik þar sem konu var sagt að hún væri búin að kjósa Jón Ísak Ragnarsson skrifar 2. júní 2024 21:33 Þorgerður ætlaði að kjósa í Vallaskóla á Selfossi Vísir/Vilhelm Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar Suðurkjördæmis, harmar atvik þar sem kona í kjördæminu fékk ekki að kjósa í kjördæminu hans, en hún fékk þau svör á kjörstað að hún væri búin að kjósa. Hann segir að ekki sé hægt að rekja það með neinum hætti hvað gerðist. Þorgerður Björnsdóttir, Selfyssingur á áttræðisaldri, varð fyrir miklum vonbrigðum þegar í ljós kom að hún var búin að kjósa í forsetakosningunum. Hún hafði þó ekki greitt atkvæði sjálf. Þórir segir að hann hafi heyrt af málinu í gegnum fjölmiðla og svo í gegnum símtal frá Þorgerði. Hann segist hafa rætt málið við kjörstjórn Árborgar. „Ég veit svosem ekki hvað hefur gerst. Það er auðvitað lögð rík áhersla á það við starfsfólk allra kjördæma að þau tryggi það að einstaklingar geri nægilega grein fyrir sér,“ sagði Þórir. Þorgerður sagði í gær að hún hafi í fjörutíu ár lagt leið sína á kjördag í öllum mögulegum kosningum í Vallaskóla við Sólvelli á Selfossi. Hana rekur ekki minni til þess að hafa í fyrri kosningum þurft að sýna persónuskilríki, starfsfólk kjördeilda hafi alltaf þekkt hana. Sú var ekki raunin í gær, en þegar hún sýndi starfsfólki skilríki voru svörin á þá leið að hún væri búin að kjósa. Þórir segir að ekki liggi fyrir hvort eitthvað hafi gerst eða þá hvað. „Lögin segja að fólk þurfi að gera grein fyrir sér annað hvort með skilríkjum eða með þeim hætti sem kjörstjórn metur fullnægjandi.“ Ekki sé hægt að rekja með neinum hætti hvað hafi gerst. Hefði verið hægt að leyfa henni að kjósa fyrst þetta voru mistök? „Það er auðvitað ekki hægt að heimila endurkosningu. Það stóð í öllum þremur eintökunum kjörskrárinnar að viðkomandi einstaklingur hefði mætt á kjörstað og kosið. Þá er auðvitað ekki hægt að heimila endurkosningu,“ sagði Þórir. Hann segir að málið fari ekkert lengra í bili, engin kæra sé komin fram. Hann segir að öll slík atvik og kvartanir séu notaðar til að læra og gera betur. Það verði gætt að því og ítrekað við fólk að það viðhefði vönduð vinnubrögð. Hann harmar atvikið og vill tryggja að slíkt gerist ekki aftur. „Auðvitað er það mjög leiðinlegt þegar svona atvik koma upp, en því miður höfum við ekki frekari skýringar en þetta. Forsetakosningar 2024 Árborg Tengdar fréttir Mætti á kjörstað en fékk þau svör að hún væri búin að kjósa Þorgerður Björnsdóttir, Selfyssingur á áttræðisaldri, varð fyrir miklum vonbrigðum þegar í ljós kom að hún var búin að kjósa í forsetakosningunum. Hún hafði þó ekki greitt atkvæði sjálf. 1. júní 2024 19:29 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Þorgerður Björnsdóttir, Selfyssingur á áttræðisaldri, varð fyrir miklum vonbrigðum þegar í ljós kom að hún var búin að kjósa í forsetakosningunum. Hún hafði þó ekki greitt atkvæði sjálf. Þórir segir að hann hafi heyrt af málinu í gegnum fjölmiðla og svo í gegnum símtal frá Þorgerði. Hann segist hafa rætt málið við kjörstjórn Árborgar. „Ég veit svosem ekki hvað hefur gerst. Það er auðvitað lögð rík áhersla á það við starfsfólk allra kjördæma að þau tryggi það að einstaklingar geri nægilega grein fyrir sér,“ sagði Þórir. Þorgerður sagði í gær að hún hafi í fjörutíu ár lagt leið sína á kjördag í öllum mögulegum kosningum í Vallaskóla við Sólvelli á Selfossi. Hana rekur ekki minni til þess að hafa í fyrri kosningum þurft að sýna persónuskilríki, starfsfólk kjördeilda hafi alltaf þekkt hana. Sú var ekki raunin í gær, en þegar hún sýndi starfsfólki skilríki voru svörin á þá leið að hún væri búin að kjósa. Þórir segir að ekki liggi fyrir hvort eitthvað hafi gerst eða þá hvað. „Lögin segja að fólk þurfi að gera grein fyrir sér annað hvort með skilríkjum eða með þeim hætti sem kjörstjórn metur fullnægjandi.“ Ekki sé hægt að rekja með neinum hætti hvað hafi gerst. Hefði verið hægt að leyfa henni að kjósa fyrst þetta voru mistök? „Það er auðvitað ekki hægt að heimila endurkosningu. Það stóð í öllum þremur eintökunum kjörskrárinnar að viðkomandi einstaklingur hefði mætt á kjörstað og kosið. Þá er auðvitað ekki hægt að heimila endurkosningu,“ sagði Þórir. Hann segir að málið fari ekkert lengra í bili, engin kæra sé komin fram. Hann segir að öll slík atvik og kvartanir séu notaðar til að læra og gera betur. Það verði gætt að því og ítrekað við fólk að það viðhefði vönduð vinnubrögð. Hann harmar atvikið og vill tryggja að slíkt gerist ekki aftur. „Auðvitað er það mjög leiðinlegt þegar svona atvik koma upp, en því miður höfum við ekki frekari skýringar en þetta.
Forsetakosningar 2024 Árborg Tengdar fréttir Mætti á kjörstað en fékk þau svör að hún væri búin að kjósa Þorgerður Björnsdóttir, Selfyssingur á áttræðisaldri, varð fyrir miklum vonbrigðum þegar í ljós kom að hún var búin að kjósa í forsetakosningunum. Hún hafði þó ekki greitt atkvæði sjálf. 1. júní 2024 19:29 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Mætti á kjörstað en fékk þau svör að hún væri búin að kjósa Þorgerður Björnsdóttir, Selfyssingur á áttræðisaldri, varð fyrir miklum vonbrigðum þegar í ljós kom að hún var búin að kjósa í forsetakosningunum. Hún hafði þó ekki greitt atkvæði sjálf. 1. júní 2024 19:29