Ræddi ekki við aðra flokka og segir skilið við Sjálfstæðisflokk Tómas Arnar Þorláksson skrifar 26. október 2024 20:34 Einar Bárðarson Vísir/Vilhelm „Ég hef verið flokksbundinn Sjálfstæðismaður frá því að ég var sextán ára og síðustu ár hefur hjartað mitt ekki alveg slegið í takt sem almennur flokksmaður. Á fimmtudaginn var haft samband við mig og mér var boðið þessa stöðu. Ég hef aðstoðað Ásmund Einar Daðason og Lilju Dögg í góðum málum og eftir snarpa ígrundun gaf ég kost á mér gagnvart þessari bón og mér var boðið þetta formlega í gærkvöldi.“ Þetta segir Einar Þór Bárðarson, sjálfstætt starfandi ráðgjafi sem skipar annað sæti lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, spurður hvort að hann hafi sóst eftir sæti á lista hjá öðrum flokki en Framsókn eða hvort að aðrir flokkar hafi komið að tali við hann áður en hann ákvað að láta slag standa með Framsókn. „Ég ræddi þetta við mína konu og börnin mín við kvöldmat í gær og fékk samþykki þeirra og þá hugsaði ég með mér að ef fólk vill nýta mig til góðra verka þá er ég klár.“ Einar hefur verið skráður í Sjálfstæðisflokkinn í fjölmörg ár og gegnt ýmsum störfum fyrir flokkinn. Hann segir nú skilið við flokkinn og lítur fram á veg með Framsókn. Hann tekur fram að hann hafi ekki átt í neinum viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn um sæti á lista fyrir komandi alþingiskosningar sem verða þann 30. nóvember. Ekki jafn róttækur til hægri og margir Sjálfstæðismenn „Ég hef lengi starfað með Sjálfstæðisflokknum og var á tímabili í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Ég var síðast í umhverfis- og samgöngunefnd hjá flokknum. Mér bauðst að taka sæti með Lilju og ég hef verið að vinna með henni í skapandi greinum og hafði áhuga á að leggja henni lið í þeirri vinnu og í öðrum góðum málum,“ segir Einar. Hann bætir við að undanfarið hafi leiðir hans og Sjálfstæðisflokksins farið í ólíkar áttir. „Ég hef kannski ekki verið jafn róttækur til hægri eins og margir Sjálfstæðismenn. Þannig hef ég kannski eins og margir aðrir ekki náð að staðsetja mig almennilega í Sjálfstæðisflokknum. Ég finn mig mjög vel í því sem að Lilja hefur verið að gera, að finna skapandi greinum rými. Ég hef mjög mikinn áhuga á að taka þátt í þeirri vinnu og öðrum störfum og öðrum ákvörðunum sem þarf að taka inn á þingi.“ Lilja hafði samband á fimmtudaginn Hann segir framboð sitt hafa komið til með þeim hætti að hann hafði samband við Lilju Dögg Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, þegar að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tilkynnti að þing yrði rofið og boðaði til kosninga 13. október. „Ég hef mikinn áhuga á því að ryðja Lilju brautargengi, því hún er hálfnuð með þessa vinnu í kringum skapandi greinar og ég bauð henni aðstoð í þeirri vinnu. Hún hafði síðan samband við mig á fimmtudaginn og spurði hvort hún mætti setja nafnið mitt inn. Síðan var það kjördæmisráðið sem fór yfir það. Þegar maður fær svona tækifæri og er boðið að taka sæti sem trúnaðarmaður við flokkinn ofarlega og leggja sitt að mörkum til þess að gera samfélagið betra þá er ég er tilbúinn til þess.“ Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Fleiri fréttir Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Sjá meira
Þetta segir Einar Þór Bárðarson, sjálfstætt starfandi ráðgjafi sem skipar annað sæti lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, spurður hvort að hann hafi sóst eftir sæti á lista hjá öðrum flokki en Framsókn eða hvort að aðrir flokkar hafi komið að tali við hann áður en hann ákvað að láta slag standa með Framsókn. „Ég ræddi þetta við mína konu og börnin mín við kvöldmat í gær og fékk samþykki þeirra og þá hugsaði ég með mér að ef fólk vill nýta mig til góðra verka þá er ég klár.“ Einar hefur verið skráður í Sjálfstæðisflokkinn í fjölmörg ár og gegnt ýmsum störfum fyrir flokkinn. Hann segir nú skilið við flokkinn og lítur fram á veg með Framsókn. Hann tekur fram að hann hafi ekki átt í neinum viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn um sæti á lista fyrir komandi alþingiskosningar sem verða þann 30. nóvember. Ekki jafn róttækur til hægri og margir Sjálfstæðismenn „Ég hef lengi starfað með Sjálfstæðisflokknum og var á tímabili í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Ég var síðast í umhverfis- og samgöngunefnd hjá flokknum. Mér bauðst að taka sæti með Lilju og ég hef verið að vinna með henni í skapandi greinum og hafði áhuga á að leggja henni lið í þeirri vinnu og í öðrum góðum málum,“ segir Einar. Hann bætir við að undanfarið hafi leiðir hans og Sjálfstæðisflokksins farið í ólíkar áttir. „Ég hef kannski ekki verið jafn róttækur til hægri eins og margir Sjálfstæðismenn. Þannig hef ég kannski eins og margir aðrir ekki náð að staðsetja mig almennilega í Sjálfstæðisflokknum. Ég finn mig mjög vel í því sem að Lilja hefur verið að gera, að finna skapandi greinum rými. Ég hef mjög mikinn áhuga á að taka þátt í þeirri vinnu og öðrum störfum og öðrum ákvörðunum sem þarf að taka inn á þingi.“ Lilja hafði samband á fimmtudaginn Hann segir framboð sitt hafa komið til með þeim hætti að hann hafði samband við Lilju Dögg Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, þegar að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tilkynnti að þing yrði rofið og boðaði til kosninga 13. október. „Ég hef mikinn áhuga á því að ryðja Lilju brautargengi, því hún er hálfnuð með þessa vinnu í kringum skapandi greinar og ég bauð henni aðstoð í þeirri vinnu. Hún hafði síðan samband við mig á fimmtudaginn og spurði hvort hún mætti setja nafnið mitt inn. Síðan var það kjördæmisráðið sem fór yfir það. Þegar maður fær svona tækifæri og er boðið að taka sæti sem trúnaðarmaður við flokkinn ofarlega og leggja sitt að mörkum til þess að gera samfélagið betra þá er ég er tilbúinn til þess.“
Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Fleiri fréttir Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Sjá meira