Hvað eigum við að kalla eiginmann forseta? Jón Þór Stefánsson skrifar 4. júní 2024 09:48 Björn Skúlason, verðandi forsetaherra eða forsetamaður eða bara eiginmaður forseta, ásamt eiginkonu sinni Höllu Tómasdóttur, verðandi forseta. Vísir/Vilhelm Nú þegar ljóst er orðið að Halla Tómasdóttir verði næsti forseti lýðveldisins þá liggur líka fyrir að eiginmaður hennar, Björn Skúlason, verði fyrsti eiginmaður forseta Íslands. Íslendingar hafa löngum notað orðið forsetafrú yfir eiginkonu forseta, en hvað eigum við að kalla eiginmann forseta? Fréttastofa leitaði á náðir Eiríks Rögnvaldssonar, prófessors emerituss í íslenskri málfræði, varðandi þetta. „Þetta er náttúrulega alveg ný staða. Það er ekki við því að búast að það sé til neitt orð,“ segir Eiríkur. Hann bendir þó á að það hafi gerst á erlendri grundu að karlar séu eiginmenn forseta, en veit ekki til þess að neitt sérstakt orð hafi verið notað yfir þá. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus í íslenskum fræðumVísir/Arnar Ekki gangi að tala um forsetaherra og forsetamaður asnalegt „Ég held að það verði bara talað um eiginmann forseta eða forsetamaka eða eitthvað svoleiðis. Þó að herra og frú sé notað sem par þá gengur ekki að tala um forsetaherra,“ segir Eríkur. Orðið drottningarmaður hefur verið notað í íslensku yfir eiginmenn drottninga, þá sem eru ekki konungar. Heldur þú að forsetamaður sé eitthvað? Eða er það líka asnalegt? „Já mér finnst það, en öll ný orð hljóma asnalega. Það þarf bara að venjast þeim. Ef það er talað um forsetamann ætti þá að kalla Elizu Reid forsetakonu?“ spyr Eiríkur. „En eins og ég segi þá snýst þetta um hverju maður venst. Drottningarmaður, okkur finnst það allt í lagi því við erum vön því. Þannig ef einhver tæki upp á því að tala um forsetamann og það færi að breiðast út þá þætti okkur það í lagi eftir smá stund. Ég meina það er ekkert órökrétt. Það er ekkert rugl.“ Kannski þarf ekki eitt orð Eiríki líst ekki betur á neitt orð frekar en annað, og telur að framtíðin leiði í ljós hvað verði fyrir valinu. „Það þarf ekkert alltaf að hafa eitthvað eitt orð. Þó það geti oft komið sér vel.“ Hér fyrir neðan geta lesesndur Vísis sagt sína skoðun og valið þann kost sem þeim þykir bestur. Íslensk tunga Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
Íslendingar hafa löngum notað orðið forsetafrú yfir eiginkonu forseta, en hvað eigum við að kalla eiginmann forseta? Fréttastofa leitaði á náðir Eiríks Rögnvaldssonar, prófessors emerituss í íslenskri málfræði, varðandi þetta. „Þetta er náttúrulega alveg ný staða. Það er ekki við því að búast að það sé til neitt orð,“ segir Eiríkur. Hann bendir þó á að það hafi gerst á erlendri grundu að karlar séu eiginmenn forseta, en veit ekki til þess að neitt sérstakt orð hafi verið notað yfir þá. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus í íslenskum fræðumVísir/Arnar Ekki gangi að tala um forsetaherra og forsetamaður asnalegt „Ég held að það verði bara talað um eiginmann forseta eða forsetamaka eða eitthvað svoleiðis. Þó að herra og frú sé notað sem par þá gengur ekki að tala um forsetaherra,“ segir Eríkur. Orðið drottningarmaður hefur verið notað í íslensku yfir eiginmenn drottninga, þá sem eru ekki konungar. Heldur þú að forsetamaður sé eitthvað? Eða er það líka asnalegt? „Já mér finnst það, en öll ný orð hljóma asnalega. Það þarf bara að venjast þeim. Ef það er talað um forsetamann ætti þá að kalla Elizu Reid forsetakonu?“ spyr Eiríkur. „En eins og ég segi þá snýst þetta um hverju maður venst. Drottningarmaður, okkur finnst það allt í lagi því við erum vön því. Þannig ef einhver tæki upp á því að tala um forsetamann og það færi að breiðast út þá þætti okkur það í lagi eftir smá stund. Ég meina það er ekkert órökrétt. Það er ekkert rugl.“ Kannski þarf ekki eitt orð Eiríki líst ekki betur á neitt orð frekar en annað, og telur að framtíðin leiði í ljós hvað verði fyrir valinu. „Það þarf ekkert alltaf að hafa eitthvað eitt orð. Þó það geti oft komið sér vel.“ Hér fyrir neðan geta lesesndur Vísis sagt sína skoðun og valið þann kost sem þeim þykir bestur.
Íslensk tunga Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira