Sigurður Ingi fjarri góðu gamni Jakob Bjarnar skrifar 3. júní 2024 16:11 Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra er erlendis og getur því ekki verið viðstaddur aðra umræðu um söluna á Íslandsbanka og slit á ríkiseignum - ÍL-sjóði. Tvö risamál sem til stendur að taka á dagskrá. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra er staddur erlendis og kvartaði stjórnarandstaðan sáran undan því að hann væri ekki viðstaddur umræðu um mikilvæg mál svo sem söluna á Íslandsbanka og ÍL-sjóð. Strax að loknum óundirbúnum fyrirspurnum kvaddi Logi Einarsson varaformaður Samfylkingar sér hljóðs í liðnum Um fundarstjórn forseta. Hann sagði stutt til þingloka og óboðlegt væri að setja á dagskrá tvö mikilvæg mál, söluna á Íslandsbanka og svo um slit á ÍL-sjóði. Fjármálaráðherra væri ekki staddur í þinginu og hann gat ekki séð að það væri ekki hægt, þó stutt væri til þingloka, að hliðra dagskrá til svo Sigurður Ingi gæti verið viðstaddur umræðuna. Birgir Ármannsson forseti Alþingis sagði málið komið til annarrar umræðu og það væri á forræði nefndar; nefndarmenn fjalli um nefndarálit og því ætli forseti ekki að verða við þessa ósk stjórnarandstöðunnar. Þá streymdu þingmenn stjórnarandstöðunnar í pontu og tóku undir með Loga. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati sagði að sér væri fullkunnugt um að málið væri á forræði nefndarinnar við aðra umræðu en það væri stöku sinnum hægt að koma til móts við þingmenn og óskir þeirra. Oddný Harðardóttir Samfylkingu tók undir og sagði þetta sjálfsagða kröfu að fjármála- og efnahagsráðherra væri viðstaddur þegar svo stór mál eru tekin til umræðu. Margoft hafi það komið fyrir í þessum þingsal að kallað hafi verið eftir því að ráðherrar séu við 2. og 3. umræðu mála og það hefur oft komið fyrir að ráðherrar hafi hætt við utanlandsferðir til að hægt sé að taka mál til umræðu. að dagskrá hafi verið sett svona upp, ef vitað hefur verið að hann yrði erlendis." Dagbjört Hákonardóttir Samfylkingu tók undir með félögum sínum í stjórnarandstöðunni og sagði ekki vera hægt að klaga uppá hana að hún léti sig vanta ef svo ber undir. Logi Einarsson mætti aftur og sagði að sér í lagi væri mikilvægt að hægt væri að heyra í Sigurði Inga því hann væri ekki aðeins fjármálaráðherra heldur væri hann einnig formaður Framsóknarflokksins og fingraför þess flokks væru út um allt á ÍL-sjóði. Umræður um þetta atriði eru yfirstandandi í þessum orðum töluðum. Salan á Íslandsbanka ÍL-sjóður Alþingi Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Sjá meira
Strax að loknum óundirbúnum fyrirspurnum kvaddi Logi Einarsson varaformaður Samfylkingar sér hljóðs í liðnum Um fundarstjórn forseta. Hann sagði stutt til þingloka og óboðlegt væri að setja á dagskrá tvö mikilvæg mál, söluna á Íslandsbanka og svo um slit á ÍL-sjóði. Fjármálaráðherra væri ekki staddur í þinginu og hann gat ekki séð að það væri ekki hægt, þó stutt væri til þingloka, að hliðra dagskrá til svo Sigurður Ingi gæti verið viðstaddur umræðuna. Birgir Ármannsson forseti Alþingis sagði málið komið til annarrar umræðu og það væri á forræði nefndar; nefndarmenn fjalli um nefndarálit og því ætli forseti ekki að verða við þessa ósk stjórnarandstöðunnar. Þá streymdu þingmenn stjórnarandstöðunnar í pontu og tóku undir með Loga. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati sagði að sér væri fullkunnugt um að málið væri á forræði nefndarinnar við aðra umræðu en það væri stöku sinnum hægt að koma til móts við þingmenn og óskir þeirra. Oddný Harðardóttir Samfylkingu tók undir og sagði þetta sjálfsagða kröfu að fjármála- og efnahagsráðherra væri viðstaddur þegar svo stór mál eru tekin til umræðu. Margoft hafi það komið fyrir í þessum þingsal að kallað hafi verið eftir því að ráðherrar séu við 2. og 3. umræðu mála og það hefur oft komið fyrir að ráðherrar hafi hætt við utanlandsferðir til að hægt sé að taka mál til umræðu. að dagskrá hafi verið sett svona upp, ef vitað hefur verið að hann yrði erlendis." Dagbjört Hákonardóttir Samfylkingu tók undir með félögum sínum í stjórnarandstöðunni og sagði ekki vera hægt að klaga uppá hana að hún léti sig vanta ef svo ber undir. Logi Einarsson mætti aftur og sagði að sér í lagi væri mikilvægt að hægt væri að heyra í Sigurði Inga því hann væri ekki aðeins fjármálaráðherra heldur væri hann einnig formaður Framsóknarflokksins og fingraför þess flokks væru út um allt á ÍL-sjóði. Umræður um þetta atriði eru yfirstandandi í þessum orðum töluðum.
Salan á Íslandsbanka ÍL-sjóður Alþingi Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Sjá meira