Búinn að vera með suð í eyranu í rúm þrjátíu ár Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. júní 2024 17:02 Steinar Berg Ísleifsson ásamt konu sinni Ingibjörgu Pálsdóttur. Hann ætlaði sér að skjóta rjúpu handa henni í jólamatinn árið 1990 en hefur í staðinn glímt við eyrnasuð síðan. Vísir Maður sem hefur glímt við þrálátt hátíðnihljóð í áratugi hefur leitað lausna við vandamálinu um allan heim. Hann segir það hafa mikil áhrif á lífsgæði og þegar hljóðið sé sem verst verði hann líkamlega veikur. Fyrir þrjátíu og fjórum árum fékk Steinar Berg Ísleifsson, framkvæmdastjóri í Fossatúni, þá hugmynd að skjóta rjúpu til að hafa í jólamatinn. Til að undirbúa sig fór hann á byssunámskeið þar sem hann skaut leirdúfu. Í viðtali í Reykjavík síðdegis lýsir hann því að það hafi verið endirinn á veiðiskapnum en jafnframt upphaf af vandamáli sem hann hefur þjáðst af síðan, krónísks eyrnasuðs, tinnitus. Hvellurinn í byssunni hleypti af stað hátíðnihljóði sem Steinar heyrir enn þann dag í vinstra eyra. „Þetta var svo aggressíft, þetta var svo rosalega mikið. Ég upplifi að þetta sé frekar í höfðinu en í eyranu.“ Verður líkamlega veikur þegar hljóðin eru sem verst Steinar hefur lifað með hátíðnihljóðinu allar götur síðan. Hann hefur kynnt sér vandamálið vel og leitað lausna um allan heim en án árangurs. Hann segir þekkt að tinnitus komi í kjölfar hávaða, til að mynda sé það þekkt hjá hermönnum og tónlistarfólki. Hljóðbylgja sem skellur á getur hleypt þessu af stað. Tinnitus er ákveðin tíðni og getur lagst misjafnlega á fólk. Sumir finna aðeins fyrir honum þegar þeir leggjast út af, heyra smá són. Þegar Steinar er beðinn um að lýsa sinni upplifunn segist hann heyra stöðugan hátíðnihljóm inni í höfðinu öllum stundum, þó misháan. Þegar ástandið er sem verst verði hann líkamlega veikur. „Þetta hefur mikil áhrif á lífsgæði. Maður lifir fyrir það að fá dag eða dag og hálfan í þokkalegu ástandi og svo byrjar þetta aftur og stígur upp.“ Steinar hefur meðal annars ferðast til Ísrael til að leita lausnar á vandamálinu eftir að hann ræddi við mann sem hitti lækni þar og taldi sig hafa fengið einhverja bót. Þar fékk hann bætiefni sem hann tók í marga mánuði en virkuðu því miður ekki. Þá hefur hann reynt ýmislegt, líkt og að maska út hljóðið með hátíðnihljóðum sem ærðu alla í kringum hann en virkuðu ekki til lengdar. Hann fylgist vel með á Youtube þar sem fólk sem glímir við sama vandamál sýnir hitt og þetta sem á að virka. En ég hef ekki fundið neitt og það hefur ekki orðið nein breyting. Ég skil örvæntingu og vilja þeirra sem leggja allt í sölurnar til að losna við þetta. Reykjavík síðdegis Heilbrigðismál Heilsa Skotveiði Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira
Fyrir þrjátíu og fjórum árum fékk Steinar Berg Ísleifsson, framkvæmdastjóri í Fossatúni, þá hugmynd að skjóta rjúpu til að hafa í jólamatinn. Til að undirbúa sig fór hann á byssunámskeið þar sem hann skaut leirdúfu. Í viðtali í Reykjavík síðdegis lýsir hann því að það hafi verið endirinn á veiðiskapnum en jafnframt upphaf af vandamáli sem hann hefur þjáðst af síðan, krónísks eyrnasuðs, tinnitus. Hvellurinn í byssunni hleypti af stað hátíðnihljóði sem Steinar heyrir enn þann dag í vinstra eyra. „Þetta var svo aggressíft, þetta var svo rosalega mikið. Ég upplifi að þetta sé frekar í höfðinu en í eyranu.“ Verður líkamlega veikur þegar hljóðin eru sem verst Steinar hefur lifað með hátíðnihljóðinu allar götur síðan. Hann hefur kynnt sér vandamálið vel og leitað lausna um allan heim en án árangurs. Hann segir þekkt að tinnitus komi í kjölfar hávaða, til að mynda sé það þekkt hjá hermönnum og tónlistarfólki. Hljóðbylgja sem skellur á getur hleypt þessu af stað. Tinnitus er ákveðin tíðni og getur lagst misjafnlega á fólk. Sumir finna aðeins fyrir honum þegar þeir leggjast út af, heyra smá són. Þegar Steinar er beðinn um að lýsa sinni upplifunn segist hann heyra stöðugan hátíðnihljóm inni í höfðinu öllum stundum, þó misháan. Þegar ástandið er sem verst verði hann líkamlega veikur. „Þetta hefur mikil áhrif á lífsgæði. Maður lifir fyrir það að fá dag eða dag og hálfan í þokkalegu ástandi og svo byrjar þetta aftur og stígur upp.“ Steinar hefur meðal annars ferðast til Ísrael til að leita lausnar á vandamálinu eftir að hann ræddi við mann sem hitti lækni þar og taldi sig hafa fengið einhverja bót. Þar fékk hann bætiefni sem hann tók í marga mánuði en virkuðu því miður ekki. Þá hefur hann reynt ýmislegt, líkt og að maska út hljóðið með hátíðnihljóðum sem ærðu alla í kringum hann en virkuðu ekki til lengdar. Hann fylgist vel með á Youtube þar sem fólk sem glímir við sama vandamál sýnir hitt og þetta sem á að virka. En ég hef ekki fundið neitt og það hefur ekki orðið nein breyting. Ég skil örvæntingu og vilja þeirra sem leggja allt í sölurnar til að losna við þetta.
Reykjavík síðdegis Heilbrigðismál Heilsa Skotveiði Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira