Þá segjum við frá afgreiðslu allsherjar- og menntamálanefndar á útlendingalögum sem ganga nú til þriðju umræðu á Alþingi.
Einnig verður rætt við formann félags lögreglumanna um dóm sem féll í gær yfir lögreglumanni sem beitti mann ofbeldi í miðbænum.
Við fjöllum áfram um málefni ferðaþjónustunnar og tökum stöðuna á eldgosinu á Reykjanesi en í nótt dró verulega úr virkni annars gígsins.
Í íþróttapakka dagsins verður hitað upp fyrir landsleik Íslands og Austurríkis í kvennaboltanum sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld.