Nýfætt barn sem fannst í janúar alsystkini annarra yfirgefinna barna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. júní 2024 11:53 Það virðast engar myndir hafa verið birtar af Elsu en þetta er Roman, sem fannst vafin í teppi og innkaupapoka árið 2019. Lögreglan í Lundúnum Nýfætt barn sem fannst yfirgefið í Lundúnum í janúar, þegar hitastig var undir frostmarki, er alsystkini tveggja ungabarna sem einnig fundust yfirgefinn í stórborginni. Frá þessu greinir BBC, eftir að dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að það varðaði almannahagsmuni að fjallað yrði um málið. Það var einstaklingur á gangi með hund sem fann barnið en það hafði verið vafið í handklæði og komið fyrir í tösku eða poka. Barnið, sem yfirvöld kalla Elsu, var ískalt en grét og náði fullri heilsu. Hluti naflastrengsins var enn á sínum stað og læknar mátu það sem svo að Elsa hefði fæðst um klukkustund áður en hún fannst. Eins og fyrr segir leiddi erfðarannsókn seinna í ljós að Elsa er alsystkini tveggja annara nýfæddra barna sem einnig fundust yfirgefin á sömu slóðum í Lundúnum. Annað, drengur sem fékk nafnið Harry, fannst í september árið 2017 og hitt, stúlka sem var kölluð Roman, í janúar árið 2019. Foreldrar barnanna hafa ekki fundist. Staðaryfirvöld og nefnd sem veitir dómstólum ráðgjöf í málum er varða velferð barna vildu ekki greina frá málinu og þá var það afstaða lögregluyfirvalda í Lundúnum að það væri dómstóla að ákvarða um upplýsingagjöf til almennings. Lögreglan vildi ekki stuðla að því að mæður yfirgæfu börn sín. Fjölskyldudómstóll í Lundúnum, sem er þátttakandi í gegnsæisverkefni sem nú stendur yfir á Englandi og í Wales, komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að það þjónaði almannahagsmunum að greina frá málinu. Það væri afar fátítt að börn væru yfirgefin og enn markverðara að börnin þrjú væru systkini. BBC og PA, sem sóttu málið, færðu einnig fyrir því rök að fréttaflutningur myndi mögulega aðstoða yfirvöld við að finna foreldrana. Eldri börnin tvö hafa verið ættleidd en yfirvöld segja þau öll verða upplýst um að þau séu alsystkini og þá hefur verið tekin ákvörðun um að greiða fyrir því að þau fái að kynnast þegar þau eldast. Bretland England Erlend sakamál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Innlent Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Erlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent Fleiri fréttir Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Heathrow aftur starfandi eftir brunann Fyrrverandi ráðherra Danmerkur ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Búast við milljónum tjónatilkynninga vegna stríðsins í Úkraínu Sjá meira
Frá þessu greinir BBC, eftir að dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að það varðaði almannahagsmuni að fjallað yrði um málið. Það var einstaklingur á gangi með hund sem fann barnið en það hafði verið vafið í handklæði og komið fyrir í tösku eða poka. Barnið, sem yfirvöld kalla Elsu, var ískalt en grét og náði fullri heilsu. Hluti naflastrengsins var enn á sínum stað og læknar mátu það sem svo að Elsa hefði fæðst um klukkustund áður en hún fannst. Eins og fyrr segir leiddi erfðarannsókn seinna í ljós að Elsa er alsystkini tveggja annara nýfæddra barna sem einnig fundust yfirgefin á sömu slóðum í Lundúnum. Annað, drengur sem fékk nafnið Harry, fannst í september árið 2017 og hitt, stúlka sem var kölluð Roman, í janúar árið 2019. Foreldrar barnanna hafa ekki fundist. Staðaryfirvöld og nefnd sem veitir dómstólum ráðgjöf í málum er varða velferð barna vildu ekki greina frá málinu og þá var það afstaða lögregluyfirvalda í Lundúnum að það væri dómstóla að ákvarða um upplýsingagjöf til almennings. Lögreglan vildi ekki stuðla að því að mæður yfirgæfu börn sín. Fjölskyldudómstóll í Lundúnum, sem er þátttakandi í gegnsæisverkefni sem nú stendur yfir á Englandi og í Wales, komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að það þjónaði almannahagsmunum að greina frá málinu. Það væri afar fátítt að börn væru yfirgefin og enn markverðara að börnin þrjú væru systkini. BBC og PA, sem sóttu málið, færðu einnig fyrir því rök að fréttaflutningur myndi mögulega aðstoða yfirvöld við að finna foreldrana. Eldri börnin tvö hafa verið ættleidd en yfirvöld segja þau öll verða upplýst um að þau séu alsystkini og þá hefur verið tekin ákvörðun um að greiða fyrir því að þau fái að kynnast þegar þau eldast.
Bretland England Erlend sakamál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Innlent Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Erlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent Fleiri fréttir Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Heathrow aftur starfandi eftir brunann Fyrrverandi ráðherra Danmerkur ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Búast við milljónum tjónatilkynninga vegna stríðsins í Úkraínu Sjá meira