Þórður Steinar stefnir á hvalveiðar auk Hvals hf. Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. júní 2024 13:23 Þórður Steinar á hrefnuveiðum árið 2011. aðsend Tvær umsóknir um leyfi til hvalveiða bárust matvælaráðuneytinu, sem enn á eftir að taka ákvörðun um framtíð hvalveiða. Ein umsókn barst um leyfi til veiða á langreyðum frá Hval hf. og önnur um leyfi til veiða á hrefnu frá Þórði Steinari Lárussyni fyrir skipið Deili GK. „Það er gott að hafa leyfið ef maður ætlar í þetta. Maður gerir ekkert án leyfis enda kostar þetta haug af peningum. En ég uppfylli öll skilyrði,“ segir vongóður Þórður Steinar í samtali við fréttastofu. Ráðuneytið staðfestir umsóknirnar í svari við fyrirspurn fréttastofu. Á árunum 2003 til 2018 stunduðu 3-5 bátar hrefnuveiðar hér við land, en árið 2018 árið voru einungis 6 hrefnur veiddar. Síðast veiddi Þórður Steinar hrefnu árin 2009 til 2014. Hann sótti aftur um leyfi árið 2018 sem rann út 2021, en nýtti ekki leyfið þar sem hann var önnum kafinn í vinnu hjá Kristjáni Loftssyni hjá Hval hf. Síðasta hrefnan var veidd árið 2021 en það árið veiddist aðeins ein hrefna. Leyfin til veiða á hrefnu og langreyði eru hins vegar alveg aðskilin. Þórður Steinar mundar sprengiskutulinn.facebook „Það er erfiðara að veiða hrefnuna, sem gerir það að verkum að það er skemmtilegra. En það er klárlega góður markaður fyrir þetta kjöt.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra á enn eftir að taka ákvörðun um leyfisveitinguna. Umsagnarfrestur rann út á miðnætti. „Hún liggur enn undir feldi blessunin. Við gefum henni bara þann tíma sem hún þarf, en sumarið er farið. Þetta tekur þrjá fjóra mánuði í undirbúning,“ segir Þórður Steinar og nefnir útvegun báts og uppsetningu vinnslu. Þórður Steinar er uppalinn í Deildardal í Skagafirði og hefur verið í 25 ár á sjó en hvalveiðum frá 2009, með hléum. Hvalveiðar Sjávarútvegur Hvalir Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Það er gott að hafa leyfið ef maður ætlar í þetta. Maður gerir ekkert án leyfis enda kostar þetta haug af peningum. En ég uppfylli öll skilyrði,“ segir vongóður Þórður Steinar í samtali við fréttastofu. Ráðuneytið staðfestir umsóknirnar í svari við fyrirspurn fréttastofu. Á árunum 2003 til 2018 stunduðu 3-5 bátar hrefnuveiðar hér við land, en árið 2018 árið voru einungis 6 hrefnur veiddar. Síðast veiddi Þórður Steinar hrefnu árin 2009 til 2014. Hann sótti aftur um leyfi árið 2018 sem rann út 2021, en nýtti ekki leyfið þar sem hann var önnum kafinn í vinnu hjá Kristjáni Loftssyni hjá Hval hf. Síðasta hrefnan var veidd árið 2021 en það árið veiddist aðeins ein hrefna. Leyfin til veiða á hrefnu og langreyði eru hins vegar alveg aðskilin. Þórður Steinar mundar sprengiskutulinn.facebook „Það er erfiðara að veiða hrefnuna, sem gerir það að verkum að það er skemmtilegra. En það er klárlega góður markaður fyrir þetta kjöt.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra á enn eftir að taka ákvörðun um leyfisveitinguna. Umsagnarfrestur rann út á miðnætti. „Hún liggur enn undir feldi blessunin. Við gefum henni bara þann tíma sem hún þarf, en sumarið er farið. Þetta tekur þrjá fjóra mánuði í undirbúning,“ segir Þórður Steinar og nefnir útvegun báts og uppsetningu vinnslu. Þórður Steinar er uppalinn í Deildardal í Skagafirði og hefur verið í 25 ár á sjó en hvalveiðum frá 2009, með hléum.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Hvalir Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira