Réðu nýjan þjálfara sama dag og Solskjær var orðaður við félagið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júní 2024 21:15 Solskjær hefur ekki þjálfað síðan 2021. John Walton/Getty Images Fyrr í dag virtist sem Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi þjálfari Manchester United, væri við það að taka við Bestiktas í tyrknesku úrvalsdeild karla í fótbolta. Sá orðrómur virtist byggður á sandi þar sem Giovanni Van Bronckhorst er tekinn við liðinu. Besiktas var sagt hafa mikinn áhuga á að ráða hinn 51 árs gamla Norðmann sem hefur ekki þjálfað síðan hann lét af störfum hjá Man United árið 2021. Það er ESPN sem greindi frá. Þar segir að samkomulagið sé ekki í höfn en Besiktas sé vongott um að ná að semja við framherjann fyrrverandi. 🚨🇳🇴 Ole Gunnar Solskjær is close to becoming the new manager of Beşiktaş, reports @ESPN! 🦅Turkish football spicing things up with the managerial market. 🇹🇷👀 pic.twitter.com/G1YExQsU8N— EuroFoot (@eurofootcom) June 5, 2024 Solskjær hefur ekki tekið að sér þjálfarastarf síðan hann var látinn fara frá Man United haustið 2021. Besiktas hefur verið í þjálfaraleit síðan í apríl þegar liðið lét Fernando Santos fara. Upphaflega horfði Besiktas til Solskjær áður en það réð Santos. Einhver hjá ESPN virðist hafa verið dreginn á asnaeyrum því ekki löngu eftir að fréttin með Solskjær fór í loftið var Besiktas búið að tilkynna nýjan þjálfara og sá er hvorki frá Noregi og spilaði aldrei með Man United. Hinn 49 ára gamli Van Bronckhorst átti hins vegar farsælan feril og spilaði meðal annars með stórliðum á borð við Arsenal, Barcelona, Rangers og Feyenoord í heimalandinu. Þá spilaði hann 106 A-landsleiki. Hollendingurinn hóf þjálfaraferil sinn hjá Feyenoord og var þar í fjögur ár. Þaðan fór hann til Kína áður en hann tók við Rangers í Skotlandi árið 2021, sléttum 20 árum eftir að hann yfirgef félagið sem leikmaður. Þar var hann aðeins í eitt ár eða til ársins 2022 og hefur verið án starfs síðan. Það er þangað til í dag þegar hann var tilkynntur sem nýr þjálfari Besiktas. Beşiktaş'a hoş geldin Giovanni van Bronckhorst! 🦅#WelkomGvB pic.twitter.com/GEXIpWuvcq— Beşiktaş JK (@Besiktas) June 5, 2024 Tyrkneska liðið átti erfitt uppdráttar í deildinni á nýafstöðnu tímabili og endaði heilum 46 stigum á eftir meisturum Galatasaray. Besiktas varð hins vegar bikarmeistari og spilar því í Evrópudeildinni á komandi leiktíð. Fótbolti Tyrkneski boltinn Tengdar fréttir Mourinho að taka við liði í Tyrklandi José Mourinho virðist hafa gengið frá samkomulagi um að taka við þjálfun tyrkneska félagsins Fenerbahce. 31. maí 2024 11:36 Fenerbahce staðfestir Mourinho Jose Mourinho verður næsti þjálfari Fenerbahce. Tyrkneska félagið staðfesti þetta óformlega á miðlum sínum i dag. 2. júní 2024 14:36 Bellingham bað um bolamynd eftir úrslitaleikinn fyrir mömmu sína Jude Bellingham varð í gærkvöldi Evrópumeistari með liði sínu Real Madrid eftir 2-0 sigur á Dortmund í úrslitaleik. Það var hins vegar stórstjarnan sjálf sem var á fullu í bolamyndum eftir leikinn. 3. júní 2024 07:01 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Sjá meira
Besiktas var sagt hafa mikinn áhuga á að ráða hinn 51 árs gamla Norðmann sem hefur ekki þjálfað síðan hann lét af störfum hjá Man United árið 2021. Það er ESPN sem greindi frá. Þar segir að samkomulagið sé ekki í höfn en Besiktas sé vongott um að ná að semja við framherjann fyrrverandi. 🚨🇳🇴 Ole Gunnar Solskjær is close to becoming the new manager of Beşiktaş, reports @ESPN! 🦅Turkish football spicing things up with the managerial market. 🇹🇷👀 pic.twitter.com/G1YExQsU8N— EuroFoot (@eurofootcom) June 5, 2024 Solskjær hefur ekki tekið að sér þjálfarastarf síðan hann var látinn fara frá Man United haustið 2021. Besiktas hefur verið í þjálfaraleit síðan í apríl þegar liðið lét Fernando Santos fara. Upphaflega horfði Besiktas til Solskjær áður en það réð Santos. Einhver hjá ESPN virðist hafa verið dreginn á asnaeyrum því ekki löngu eftir að fréttin með Solskjær fór í loftið var Besiktas búið að tilkynna nýjan þjálfara og sá er hvorki frá Noregi og spilaði aldrei með Man United. Hinn 49 ára gamli Van Bronckhorst átti hins vegar farsælan feril og spilaði meðal annars með stórliðum á borð við Arsenal, Barcelona, Rangers og Feyenoord í heimalandinu. Þá spilaði hann 106 A-landsleiki. Hollendingurinn hóf þjálfaraferil sinn hjá Feyenoord og var þar í fjögur ár. Þaðan fór hann til Kína áður en hann tók við Rangers í Skotlandi árið 2021, sléttum 20 árum eftir að hann yfirgef félagið sem leikmaður. Þar var hann aðeins í eitt ár eða til ársins 2022 og hefur verið án starfs síðan. Það er þangað til í dag þegar hann var tilkynntur sem nýr þjálfari Besiktas. Beşiktaş'a hoş geldin Giovanni van Bronckhorst! 🦅#WelkomGvB pic.twitter.com/GEXIpWuvcq— Beşiktaş JK (@Besiktas) June 5, 2024 Tyrkneska liðið átti erfitt uppdráttar í deildinni á nýafstöðnu tímabili og endaði heilum 46 stigum á eftir meisturum Galatasaray. Besiktas varð hins vegar bikarmeistari og spilar því í Evrópudeildinni á komandi leiktíð.
Fótbolti Tyrkneski boltinn Tengdar fréttir Mourinho að taka við liði í Tyrklandi José Mourinho virðist hafa gengið frá samkomulagi um að taka við þjálfun tyrkneska félagsins Fenerbahce. 31. maí 2024 11:36 Fenerbahce staðfestir Mourinho Jose Mourinho verður næsti þjálfari Fenerbahce. Tyrkneska félagið staðfesti þetta óformlega á miðlum sínum i dag. 2. júní 2024 14:36 Bellingham bað um bolamynd eftir úrslitaleikinn fyrir mömmu sína Jude Bellingham varð í gærkvöldi Evrópumeistari með liði sínu Real Madrid eftir 2-0 sigur á Dortmund í úrslitaleik. Það var hins vegar stórstjarnan sjálf sem var á fullu í bolamyndum eftir leikinn. 3. júní 2024 07:01 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Sjá meira
Mourinho að taka við liði í Tyrklandi José Mourinho virðist hafa gengið frá samkomulagi um að taka við þjálfun tyrkneska félagsins Fenerbahce. 31. maí 2024 11:36
Fenerbahce staðfestir Mourinho Jose Mourinho verður næsti þjálfari Fenerbahce. Tyrkneska félagið staðfesti þetta óformlega á miðlum sínum i dag. 2. júní 2024 14:36
Bellingham bað um bolamynd eftir úrslitaleikinn fyrir mömmu sína Jude Bellingham varð í gærkvöldi Evrópumeistari með liði sínu Real Madrid eftir 2-0 sigur á Dortmund í úrslitaleik. Það var hins vegar stórstjarnan sjálf sem var á fullu í bolamyndum eftir leikinn. 3. júní 2024 07:01