Andri sendi stuðningsmönnum félagsins hjartnæma kveðju á samfélagsmiðlum þar sem hann segir félagið eiga eilífan stað í hjarta sér.
„Mun alltaf eiga stað í hjarta mér. Lyngby að eilífu. Kóngablár að eilífu,“ skrifaði Andri við færsluna.
Lyngby hélt sér uppi í úrvalsdeildinni með ævintýralegum endaspretti. Andri Lucas átti stóran þátt í því og var markahæsti maður liðsins á tímabilinu.
Félagið kveður hann með söknuði en segir í yfirlýsingu sinni að þeir hafi alltaf vitað að með þau gæði sem Andri býr yfir, yrði hann ekki lengi hjá félaginu.
„Ég hef bara jákvæða hluti að segja um Lyngby. Ég mun horfa til baka á árið með ánægjusvip og mun sakna liðsfélaganna, allra í kringum klúbbinn og ekki síst stuðningsmannana. Þakkir til allra sem tóku vel við mér og hjálpuðu mér að stíga næsta skref á ferlinum,“ sagði Andri Lucas að lokum í yfirlýsingu Lyngby.