Unnið á spítalanum lengi en óttast ekki hagsmunaárekstra Bjarki Sigurðsson og Árni Sæberg skrifa 10. júní 2024 15:30 Marta er ný talskona sjúklinga Landspítalans. Vísir/Sigurjón Talskona sjúklinga hefur tekið til starfa á Landspítalanum. Markmið hennar er að efla rödd sjúklinga og aðstandenda. Hún óttast ekki hagsmunaárekstra í nýju starfi en hún hefur lengi unnið innan veggja spítalans. Marta Jóns Hjördísardóttir tók við nýja stöðugildinu á mánudag síðustu viku en henni er ætlað að auka áherslu á fagmennsku í samskiptum við sjúklinga og aðstandendur og bæta ferli í kjölfar athugasemda sjúklinga. „En líka að efla rödd sjúklinga í öllum ferlum þannig að við séum svolítið að taka rödd allra okkar þjónustuþega, sjúklinga, aðstandenda og allra sem þurfa að nota okkar þjónustu og nýta okkur hana í allri okkar ákvarðanatökur,“ segir Marta. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. Getur ekki tjáð sig um einstök mál Fréttastofa hefur nýlega fjallað um tvö mál þar sem ung börn létu lífið og foreldrar kenna vanrækslu lækna um. Foreldrar beggja barna hafa kallað eftir skýrum svörum frá heilbrigðisyfirvöldum. Marta segist ekki geta tjáð sig um einstök mál auk þess sem þau hafi ekki ratað á hennar borð. „Núna ætlum við að fara meira svona heildrænt í það að efla rödd sjúklinga og hlusta í miklu víðara samhengi heldur en eingöngu að taka þétt utan um fólk sem hefur eitthvað út á þjónustuna að setja. Heldur líka að hlusta af auðmýkt, setja okkur í spor fólks og heyra raunverulega hvað það er sem skiptir sjúklingana og aðstandendur þeirra máli.“ Óttast ekki hagsmunaárekstra Marta er hjúkrunarfræðingur og hefur unnið lengi innan veggja Landspítalans. Hún hefur því lengi séð lífið innan veggja spítalans með augum starfsfólks en á núna að aðstoða sjúklinga sem gera athugasemdir. Hún óttast enga hagsmunaárekstra í nýju hlutverki. „Ég held að það sé kostur að þekkja vel stofnunina og allt sem ég hef unnið að undanfarin mörg ár hefur alltaf snúist að því að efla öryggi sjúklinga eða bæta einhvern veginn þeirra upplifun. Þannig að ég held, alla vega núna, eins og staðan er núna, þá held ég að það sé kostur að vera með manneskju sem þekkir vel til innan spítalans og þekkir mikið af fólki.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Fleiri fréttir „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Sjá meira
Marta Jóns Hjördísardóttir tók við nýja stöðugildinu á mánudag síðustu viku en henni er ætlað að auka áherslu á fagmennsku í samskiptum við sjúklinga og aðstandendur og bæta ferli í kjölfar athugasemda sjúklinga. „En líka að efla rödd sjúklinga í öllum ferlum þannig að við séum svolítið að taka rödd allra okkar þjónustuþega, sjúklinga, aðstandenda og allra sem þurfa að nota okkar þjónustu og nýta okkur hana í allri okkar ákvarðanatökur,“ segir Marta. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. Getur ekki tjáð sig um einstök mál Fréttastofa hefur nýlega fjallað um tvö mál þar sem ung börn létu lífið og foreldrar kenna vanrækslu lækna um. Foreldrar beggja barna hafa kallað eftir skýrum svörum frá heilbrigðisyfirvöldum. Marta segist ekki geta tjáð sig um einstök mál auk þess sem þau hafi ekki ratað á hennar borð. „Núna ætlum við að fara meira svona heildrænt í það að efla rödd sjúklinga og hlusta í miklu víðara samhengi heldur en eingöngu að taka þétt utan um fólk sem hefur eitthvað út á þjónustuna að setja. Heldur líka að hlusta af auðmýkt, setja okkur í spor fólks og heyra raunverulega hvað það er sem skiptir sjúklingana og aðstandendur þeirra máli.“ Óttast ekki hagsmunaárekstra Marta er hjúkrunarfræðingur og hefur unnið lengi innan veggja Landspítalans. Hún hefur því lengi séð lífið innan veggja spítalans með augum starfsfólks en á núna að aðstoða sjúklinga sem gera athugasemdir. Hún óttast enga hagsmunaárekstra í nýju hlutverki. „Ég held að það sé kostur að þekkja vel stofnunina og allt sem ég hef unnið að undanfarin mörg ár hefur alltaf snúist að því að efla öryggi sjúklinga eða bæta einhvern veginn þeirra upplifun. Þannig að ég held, alla vega núna, eins og staðan er núna, þá held ég að það sé kostur að vera með manneskju sem þekkir vel til innan spítalans og þekkir mikið af fólki.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Fleiri fréttir „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Sjá meira