800 nýjar íbúðir byggðar á Ásbrú Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. júní 2024 20:05 Pálmi Freyr Randversson, forstjóri Kadeco á Ásbrú, sem er að gera mjög spennandi hluti með sínu fólki. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um átta hundruð nýjar íbúðir verða byggðar á Ásbrú í Reykjanesbæ á næstu árum, auk þess sem nokkrir nýir grunn- og leikskólar verða byggðir, ráðstefnuhöll, verslanir, veitingahús og hótel svo eitthvað sé nefnt. Framkvæmdirnar munu kosta um 140 milljarða króna. Það er Kadeco sem stýrir uppbyggingunni á Ásbrú en Kadeco er þróunarfélag í eigu fjármálaráðuneytisins, sem var upphaflega stofnað til að koma eigum varnarliðsins í borgaraleg not eins og það er kallað. „Við erum í samvinnu við Reykjanesbæ að bjóða út lóðir og við erum komin í deiliskipulagsverkefni sömuleiðis upp undir 800 íbúðir, sem á að byggja hérna á næstu árum,” segir Pálmi Freyr Randversson, forstjóri Kadeco og bætir við. „Þetta er virkilega spennandi verkefni og þarft verkefni. Íslenska ríkið tekur við þessum eignum hérna á Ásbrú fyrir næstum 20 árum og ýmislegt hefur gerst. Það er búið að selja allar eignirnar nú þegar og hérna býr fullt af fólki, hér er dásamlegt samfélag og núna ætlum við að taka næsta skref, þétta byggð og bjóða upp á meiri þjónustu, verslun, veitingahús og þess háttar.” Í dag búa um 5 þúsund íbúar á Ásbrú en eftir tuttugu ár verða þeir orðnir um 15 þúsund ef áætlanir Kadeco ganga eftir. En það á ekki bara að byggja íbúðarhús á Ásbrú. „Við erum náttúrulega mitt á milli Ameríku og Evrópu. Við sjáum möguleika hérna að byggja litla útgáfu af Hörpu þannig að það sé hægt að hittast á þessu svæði og halda ráðstefnur, fundi og þess háttar,” segir Pálmi. Ásbrú er bæjarhluti í Reykjanesbæ, sem byggist upp á fyrrum varnarsvæði bandaríska hersins við Keflavíkurflugvöll. Kadeco hefur leitt umbreytingu svæðisins úr varnarstöð í samfélag frumkvöðla, fræða og atvinnulífs, með um 5000 íbúum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hver er kostnaður við verkefnið? „K 64 áætlunin okkar hjá Kadico hún gerir ráð fyrir 140 milljörðum til næstu 25 ára í fjárfestingum á svæðinu.” En af hverju ætti fólk að flytja á Ásbrú? „Hérna ertu steinsnar frá umheiminum, þú býrð við hliðina á flugvelli þannig að þú ert enga stund að fara hvert sem þig langar að fara. Hérna eru uppbyggingartækifærin gríðarleg og atvinnutækifærin eru ótrúlega og eiginlega hvergi meiri á landinu,” segir Pálmi Freyr. Heimasíða Kadeco Kadeco, hefur það meginmarkmið að leiða samstarf íslenska ríkisins, Isavia, Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar um skipulag, þróun, hagnýtingu og markaðssetningu lands við Keflavíkurflugvöll.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjanesbær Suðurnesjabær Húsnæðismál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Það er Kadeco sem stýrir uppbyggingunni á Ásbrú en Kadeco er þróunarfélag í eigu fjármálaráðuneytisins, sem var upphaflega stofnað til að koma eigum varnarliðsins í borgaraleg not eins og það er kallað. „Við erum í samvinnu við Reykjanesbæ að bjóða út lóðir og við erum komin í deiliskipulagsverkefni sömuleiðis upp undir 800 íbúðir, sem á að byggja hérna á næstu árum,” segir Pálmi Freyr Randversson, forstjóri Kadeco og bætir við. „Þetta er virkilega spennandi verkefni og þarft verkefni. Íslenska ríkið tekur við þessum eignum hérna á Ásbrú fyrir næstum 20 árum og ýmislegt hefur gerst. Það er búið að selja allar eignirnar nú þegar og hérna býr fullt af fólki, hér er dásamlegt samfélag og núna ætlum við að taka næsta skref, þétta byggð og bjóða upp á meiri þjónustu, verslun, veitingahús og þess háttar.” Í dag búa um 5 þúsund íbúar á Ásbrú en eftir tuttugu ár verða þeir orðnir um 15 þúsund ef áætlanir Kadeco ganga eftir. En það á ekki bara að byggja íbúðarhús á Ásbrú. „Við erum náttúrulega mitt á milli Ameríku og Evrópu. Við sjáum möguleika hérna að byggja litla útgáfu af Hörpu þannig að það sé hægt að hittast á þessu svæði og halda ráðstefnur, fundi og þess háttar,” segir Pálmi. Ásbrú er bæjarhluti í Reykjanesbæ, sem byggist upp á fyrrum varnarsvæði bandaríska hersins við Keflavíkurflugvöll. Kadeco hefur leitt umbreytingu svæðisins úr varnarstöð í samfélag frumkvöðla, fræða og atvinnulífs, með um 5000 íbúum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hver er kostnaður við verkefnið? „K 64 áætlunin okkar hjá Kadico hún gerir ráð fyrir 140 milljörðum til næstu 25 ára í fjárfestingum á svæðinu.” En af hverju ætti fólk að flytja á Ásbrú? „Hérna ertu steinsnar frá umheiminum, þú býrð við hliðina á flugvelli þannig að þú ert enga stund að fara hvert sem þig langar að fara. Hérna eru uppbyggingartækifærin gríðarleg og atvinnutækifærin eru ótrúlega og eiginlega hvergi meiri á landinu,” segir Pálmi Freyr. Heimasíða Kadeco Kadeco, hefur það meginmarkmið að leiða samstarf íslenska ríkisins, Isavia, Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar um skipulag, þróun, hagnýtingu og markaðssetningu lands við Keflavíkurflugvöll.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjanesbær Suðurnesjabær Húsnæðismál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira