Stjórnvöld ætla að auka við mannúðarstuðning á Gasa Lovísa Arnardóttir skrifar 10. júní 2024 17:45 Þórdís Kolbrún er utanríkisráðherra. Hún segir stjórnvöld beita sér eins og þau geta fyrir Gasa. Vísir/Einar Íslensk stjórnvöld ætla að auka við mannúðarstuðning á Gasa. Utanríkisráðherra segir þó liggja á að tryggja að slík aðstoð berist til fólksins á Gasa en hjálparstofnunum eins og Sameinuðu þjóðunum hefur verið nánast ómögulegt að koma hjálpargögnum inn á svæðið síðustu mánuði. Hún segir stjórnvöld hafa talað skýrt um að þau telji alþjóðalögum ekki fylgt og kallað eftir tafarlausu vopnahléi. „Við höfum margoft komið því á framfæri með mjög skýrum hætti að alþjóðalögum fylgi ekki eingöngu heilög réttindi heldur sömuleiðis heilagar skyldur og það sé aldrei hægt að réttlæta brot á alþjóðalögum algerlega óháð því í hvaða aðstæðum ríki eða hópar eru. Við höfum margoft kallað eftir tafarlausu vopnahléi á öllum þeim stöðum þar sem við getum gert það og við höfum unnið á alþjóðavettvangi og við hvert tækifæri nýtt rödd okkar,“ sagði Þórdís Kolbrún í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Þar spurði þingmaður viðreisnar, Sigmar Guðmundsson, af hverju rödd íslenskra stjórnvalda heyrist ekki hærra, af hverju málflutningur ráðherra væri ekki afdráttarlausari og hvort ráðherra styðji tillögu Viðreisnar um viðbrögð stjórnvalda. Sigma Guðmundsson spurði utanríkisráðherra út í aðgerðir stjórnvalda vegna ástandsins á Gasa á þingi í dag.Vísir/Arnar „Hryllingurinn á Gasa eykst með hverjum deginum sem líður. Öllum ætti að vera orðið ljóst að árásir Ísraelsmanna á óbreytta borgara, flóttamannabúðir, blaðamenn, hjálparstarfsmenn og mikilvæga innviði eru langt fyrir utan viðurkenndan rétt til sjálfsvarnar. Það er mikið umhugsunarefni fyrir okkur öll hvað alþjóðasamfélagið er máttlaust gagnvart stöðunni,“ sagði Sigmar á þingi í dag. Þórdís Kolbrún sagði að stjórnvöld væru í raun búin að bregðast við eins og lagt er til í tillögu Viðreisnar en þar er lagt að Alþingi feli utanríkisráðherra að fordæma tafarlaust þau mannréttindabrot sem framin hafa verið á Gasa sem og að kallað verði eftir vopnahléi á svæðinu. Þá er lagt til að Alþingi álykti að fela forsætis- og utanríkisráðherra að beita sér fyrir því á alþjóðavettvangi að dráp á almennum borgurum verði stöðvuð, að gíslum verði sleppt tafarlaust og án skilyrða og að mannúðaraðstoð á Gasa verði aukin. „Það er aldrei hægt að réttlæta það að svelta börn og fólk, almenna borgara, inni á svæðum, alveg sama hvað gengur á. Það er það sem við sjáum merki um að sé að gerast. Það mun ég alltaf fordæma,“ sagði Þórdís Kolbrún. Geti talað hærra Sigmar svaraði henni og sagði stjórnvöld geta talað hærra og með skýrari hætti. Það hafi verið gert hvað varðar Úkraínu og það sé hægt að gera það um Gasa líka. „Ég sakna þess svolítið að það sé ekki sami þungi þegar við tölum um ástandið á Gasa vegna þess að mannfallið þar er auðvitað óskaplegt,“ sagði Sigmar. Þórdís Kolbrún sagði stjórnvöld hafa talað fyrir ákveðnum atriðum en það sem gerði stöðuna flóknari væri sú staðreynd að Ísland eigi ekki í samtali við Hamas og hafi því engar leiðir til að þrýsta á um vopnahlé eða lausn gísla og framfylgd mannúðarlaga þeim megin, nema á alþjóðavettvangi. „Við höfum komið okkar sjónarmiðum á framfæri, bæði með sérstökum samtölum og sömuleiðis auðvitað með okkar atkvæðagreiðslum, atkvæðaskýringum, yfirlýsingum og öðrum þáttum,“ sagði Þórdís Kolbrún að lokum. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Utanríkismál Tengdar fréttir Drápu 93 við að bjarga gíslunum fjórum Ísraelski herinn frelsaði í dag fjóra gísla úr haldi Hamas í Nuseirat-borg á miðlægu Gasasvæðinu. Samhliða fótgönguliðsáhlaupinu voru gerðar umfangsmiklar loftárásir sem leiddu til dauða 93 Palestínumanna að sögn yfirvalda á svæðinu. 8. júní 2024 16:58 Ísrael hefur ekki áhuga á vopnahléi – þjóðarmorð heldur áfram Í dag eru liðin átta mánuðir frá því að síðasta og lang lengsta árásarhrina Ísraelshers gegn íbúum Gazastrandarinnar hófst. Þrátt fyrir kröfuna sem endurómar um allan heim og einnig innan veggja Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust og varanlegt vopnahlé, þá sýnir Ísraelsstjórn þess engin merki að hún hyggist láta af útrýmingarherferð sinni á Gaza. 7. júní 2024 22:00 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
„Við höfum margoft komið því á framfæri með mjög skýrum hætti að alþjóðalögum fylgi ekki eingöngu heilög réttindi heldur sömuleiðis heilagar skyldur og það sé aldrei hægt að réttlæta brot á alþjóðalögum algerlega óháð því í hvaða aðstæðum ríki eða hópar eru. Við höfum margoft kallað eftir tafarlausu vopnahléi á öllum þeim stöðum þar sem við getum gert það og við höfum unnið á alþjóðavettvangi og við hvert tækifæri nýtt rödd okkar,“ sagði Þórdís Kolbrún í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Þar spurði þingmaður viðreisnar, Sigmar Guðmundsson, af hverju rödd íslenskra stjórnvalda heyrist ekki hærra, af hverju málflutningur ráðherra væri ekki afdráttarlausari og hvort ráðherra styðji tillögu Viðreisnar um viðbrögð stjórnvalda. Sigma Guðmundsson spurði utanríkisráðherra út í aðgerðir stjórnvalda vegna ástandsins á Gasa á þingi í dag.Vísir/Arnar „Hryllingurinn á Gasa eykst með hverjum deginum sem líður. Öllum ætti að vera orðið ljóst að árásir Ísraelsmanna á óbreytta borgara, flóttamannabúðir, blaðamenn, hjálparstarfsmenn og mikilvæga innviði eru langt fyrir utan viðurkenndan rétt til sjálfsvarnar. Það er mikið umhugsunarefni fyrir okkur öll hvað alþjóðasamfélagið er máttlaust gagnvart stöðunni,“ sagði Sigmar á þingi í dag. Þórdís Kolbrún sagði að stjórnvöld væru í raun búin að bregðast við eins og lagt er til í tillögu Viðreisnar en þar er lagt að Alþingi feli utanríkisráðherra að fordæma tafarlaust þau mannréttindabrot sem framin hafa verið á Gasa sem og að kallað verði eftir vopnahléi á svæðinu. Þá er lagt til að Alþingi álykti að fela forsætis- og utanríkisráðherra að beita sér fyrir því á alþjóðavettvangi að dráp á almennum borgurum verði stöðvuð, að gíslum verði sleppt tafarlaust og án skilyrða og að mannúðaraðstoð á Gasa verði aukin. „Það er aldrei hægt að réttlæta það að svelta börn og fólk, almenna borgara, inni á svæðum, alveg sama hvað gengur á. Það er það sem við sjáum merki um að sé að gerast. Það mun ég alltaf fordæma,“ sagði Þórdís Kolbrún. Geti talað hærra Sigmar svaraði henni og sagði stjórnvöld geta talað hærra og með skýrari hætti. Það hafi verið gert hvað varðar Úkraínu og það sé hægt að gera það um Gasa líka. „Ég sakna þess svolítið að það sé ekki sami þungi þegar við tölum um ástandið á Gasa vegna þess að mannfallið þar er auðvitað óskaplegt,“ sagði Sigmar. Þórdís Kolbrún sagði stjórnvöld hafa talað fyrir ákveðnum atriðum en það sem gerði stöðuna flóknari væri sú staðreynd að Ísland eigi ekki í samtali við Hamas og hafi því engar leiðir til að þrýsta á um vopnahlé eða lausn gísla og framfylgd mannúðarlaga þeim megin, nema á alþjóðavettvangi. „Við höfum komið okkar sjónarmiðum á framfæri, bæði með sérstökum samtölum og sömuleiðis auðvitað með okkar atkvæðagreiðslum, atkvæðaskýringum, yfirlýsingum og öðrum þáttum,“ sagði Þórdís Kolbrún að lokum.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Utanríkismál Tengdar fréttir Drápu 93 við að bjarga gíslunum fjórum Ísraelski herinn frelsaði í dag fjóra gísla úr haldi Hamas í Nuseirat-borg á miðlægu Gasasvæðinu. Samhliða fótgönguliðsáhlaupinu voru gerðar umfangsmiklar loftárásir sem leiddu til dauða 93 Palestínumanna að sögn yfirvalda á svæðinu. 8. júní 2024 16:58 Ísrael hefur ekki áhuga á vopnahléi – þjóðarmorð heldur áfram Í dag eru liðin átta mánuðir frá því að síðasta og lang lengsta árásarhrina Ísraelshers gegn íbúum Gazastrandarinnar hófst. Þrátt fyrir kröfuna sem endurómar um allan heim og einnig innan veggja Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust og varanlegt vopnahlé, þá sýnir Ísraelsstjórn þess engin merki að hún hyggist láta af útrýmingarherferð sinni á Gaza. 7. júní 2024 22:00 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
Drápu 93 við að bjarga gíslunum fjórum Ísraelski herinn frelsaði í dag fjóra gísla úr haldi Hamas í Nuseirat-borg á miðlægu Gasasvæðinu. Samhliða fótgönguliðsáhlaupinu voru gerðar umfangsmiklar loftárásir sem leiddu til dauða 93 Palestínumanna að sögn yfirvalda á svæðinu. 8. júní 2024 16:58
Ísrael hefur ekki áhuga á vopnahléi – þjóðarmorð heldur áfram Í dag eru liðin átta mánuðir frá því að síðasta og lang lengsta árásarhrina Ísraelshers gegn íbúum Gazastrandarinnar hófst. Þrátt fyrir kröfuna sem endurómar um allan heim og einnig innan veggja Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust og varanlegt vopnahlé, þá sýnir Ísraelsstjórn þess engin merki að hún hyggist láta af útrýmingarherferð sinni á Gaza. 7. júní 2024 22:00